Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 37
r DV MÁNUDAGUR 9. MAl2005 37 MIÐASALA Á DURAN HEFST í DAG Duran Duran er loksins væntanleg til íslands. Hljóm- sveitin spilar í Egilshöll 30. júní n.k. Tónleikamir eru hluti af mikiili heimsreisu sem hófst í apríl árið 2003. Er þetta fyrsta tónleikaferðin sem þeir Nick Rhodes, Simon LeBon, Roger, Andy og John Taylor sem skip- uðu sveitina á guilaldarárunum, halda í saman í 18 ár. Þeir tóku sér að vísu hlé til þess að klára nýjustu plötu sveitarinnar, Astronaut, sem kom út seint í fyrra, en nú eru þeir sem sagt komnir á fullt aftur og loksins á leiðinni til Reykjavíkur... Mikið af gömlum smeilum Tónleikaferðin hefur gengið ótrúlega vel. Það seldist upp á marga af fyrstu tónleikunum á nokkrum mínútum og stjöm- umar hafa fjölmennt til að sjá þá; ailt frá Gwen Stefani, Beck, Aliciu Keys, Justin Timberlake, Macy Gray og Debbie Harry til Chloe Sevigny, Adrian Brody, Scarlett Johansson, Christie Turlington og Edward Burns. Á fyrstu tónleikunum sem þeir héldu í London ffá því þeir spiluðu árið 1984 er talið að um 200.000 manns hafi reynt að ná í einn af þeim 2000 miðum sem vom í boði í Forum-tónleikahús- inu í Kentish Town í Norður- London. Að sjálfsögðu hafa tón- leikastaðimir stækkað síðan. Dagskráin er blanda af nýju og gömlu, en gamlir smellir em samt mjög áberandi. Kóngarnir eru á leiðinni Duran Duran var hönnuö tilþess að skemmta fólki. *• ' Hér er lagalisti frá tónleikum í apríl: SUNRISE, HUNGRY LIKE THE WOLF, PLANET EARTH, HOLDBACKTHERAIN, ASTRONAUT, IDON T WANT YOUR LOVE, CHAINS, WHAT HAPPENS TOMOR- ROW, SOMETHING I SHOULD KNOW, TIGER Tl- GER, CHAUFFEUR, A VIEW TOAKILL, ORDINARY WORLO, SAVE A PRAYER, BEDROOM TOYS, NOTORI- OUS, NICE, CARELESS MEMORIES, WILD BOYS, WHITE LINES, GIRLS ON FILM.RIO... 5T Plötur Duran Duran Mjög mis- jafnar að gæðum Þegar maður hlustar á plötur Duran Duran þá kemur í ljós hve mikill gæðamunur er á þeim. Fyrstu plötumar, Duran Duran, Rio og Seven & The Rag- ged Tiger, em hiklaust bestu plöturnar. Á þeim er bandið ferskt og fullt af smellum. Næstu plötur, Arena, Notorious og Big Thing, em töluvert síðri en á þeim em samt góðir sprettir. Sveitin nær sér aftur á strik með The Wedding Album sem innihélt lög eins og Ordinary World og Come Undune, en hún missir það algerlega með tökulagaplötunni Thank You sem kom út 1995. Einhver versta plata sem hefur verið gefin út. Lagavalið sýnir að þetta em smekkmenn (Elvis Costello, Iggy Pop, Sly Stone, Lou Reed, Led Zeppelin o.fl.), en útgáfur þeirra af lögunum eru hræðilegar. Nýja platan, Astronaut sem kom út í fyrra er svo þokkaleg. Þeirra besta plataílOár. Annars er kannski einfaldast að fá sér bara Greatest Hits og myndbandasafiiið til þess að kynnast bandinu eða rifja það upp fyrir tónleikana. Duran Duran er nefnilega fyrst og fremst hörku smáskífusveit. ÁSKRIFT: 515 6100 | WWW.ST002.IS | SKIFAN | OC VODAFONE ISLENSKIR MANUDAGAR Eldsnöggt með Jóa Fel kl. 20.301 Einu sinni var kl. 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.