Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. MAÍ2005 Fréttir DV Rólegt á Akureyri Helgin fór rólega fram á Akureyri. Ekkert var um slagsmál og engin alvarleg umferðaróhöpp áttu sér stað. Þrír voru hins vegar teknir við ölvunarakstur frá föstudagskvöldi til laugardags og er það að sögn varðstjóra með því mesta sem gerist. Enginn af þeim var sviptur öku- réttindum á staðnum en mál þeirra eru nú í rann- sókn. ,W.-r ' ' IvS? - - l ** Súðavíkur- hreppur sterkurfjár- hagslega Rekstur Súðavíkur- hrepps skilaði 87,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er tæpum áttatíu millj- ónum yfir áætlun. Þar mun- ar mestu um sölu hluta- bréfa í Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru ehf. en hreppur- inn hagnaðist um rúmar 86 milljónir króna á þeirri sölu. Tap var af rekstri hreppsins fyrir fjármagnsliði og sölu- hagnað af hlutabréfum en hreppurinn er engu að síður í góðum málum. Handbært eigið fé var 120 miUjónir um áramótin en sveitarífélagið á að auki eignarhluti í fyrir- tækjum sem metnir eru á 200 milljónir. Samkeppnis- ráð að líða undir lok Meirihluti Alþingis hefur lagt fram breytingartillögu við lagafrumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra um samkeppnismál. Þar kemur fram að Samkeppnis- eftirlitið þurfi ekki að bera ákvörðun um upphaf rann- sókna á málum sem upp koma. Meirihlutinn hefur gagnrýnt seinagang Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisráðs, og hans manna í málum eins og rannsókn ráðsins á samráði tryggingafélaganna sem hefur staðið yfir í átta ár og telja sig með þessu geta flýtt afgreiðslu mála. Lára Ósk Viðarsdóttir var aö leik við Strandgötuna á Akureyri þegar henni datt í hug að fara út á lítinn fleka sem var undir brú við Pollinn. Fyrst var þetta saklaus leikur 10 ára stúlku en þegar hana rak lengra út á haf breyttist leikurinn í martröð. Hún þurfti að synda í land og það er guðsmildi að ekki fór verr. „Henni var afar brugðið og skalf öll og titraði af kulda," segir Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Láru Óskar Viðarsdóttur sem rak út á sjó á fleka á föstudagskvöldið. Flekann fann Lára við Strand- götu á Akureyri og ætlaði að leika sér í kringum ströndina en rak svo langt út á Pollinn að hún þurfti að stinga sér til sunds í ís- kaldan sjóinn. Hún komst í land við illan leik og það er mildi að ekki fór verr. „Ég fór með hana upp á sjúkra- hús þegar hún kom heim, blauta og hrakta og hún átti erfitt með andar- drátt," segir Guðrún en Láru sakaði ekki eftir hremmingarnar fyrir utan hálfgert taugaáfall sem hún fékk eftir volkið. Hún hafði verið að leika sér við fjöruborðiö með vinkonu sinni þegar atburðurinn átti sér stað. Að sögn Guðrúnar var þetta frekar ólíkt Láru þar sem hingað til hafi hún verið frekar hrædd við að leika sér við sjóinn. Vel synd Lára var komin nokkuð langt út á Pollinn þegar hún áttaði sig á því að flekinn var stjórnlaus og hún gat ekki stýrt honum aftur að landi. Hún sá því þann kost vænstan að stökkva í jökulkaldan sjóinn og synda í land. Vegfarendur sáu hana og tóku á móti henni i fjörunni og færðu hana heim til sín. „Ég var skelfingu lostin og er eiginlega ennþá í sjokki. Það er þvílík lukka að Lára skuli vera vel synd, annars veit maður ekki hvernig þetta hefði endað," segir Guðrún sem greini- lega var brugðið eftir þessa lífs- reynslu. Hrædd við sjóinn Guðrún hefur sjálf lent í lífsháska en þegar hún var tveggja ára lenti hún milh skips og bryggju. „Ég man Það er þvílík lukka að Lára skuli vera vel synd, annars veit maður ekki hvernig þetta hefði endað. óljóst eftir því þegar þetta gerðist en ég var hætt komin. Ég minnist þess að systir mín var að draga mig upp á hárinu," segir Guðrún og bætir við að hún hafi aUar götíir síðan verið hrædd við sjóinn á vissan hátt; verið sjóveik og hræðst það að einhver fari í sjóinn. Séð yfir Poliinn Lára Ósk Viðarsdóttir komst i hann krappann þegar hana rakútá Pollinn sfðastliðið föstudags- kvöld og þurfti að synda / land. i*' * ÍSBÍjft iiiffi? iiu ææ l’áííí:; ÍJU&'kJÍL-^U-i: w«. oS nl ~i m u jifii Dagur B. er flottur gaur Svarthöfði hefur mikið dálæti á mönnum sem eru duglegir við að nota og jafnvel misnota aðstöðu sína til að hygla sínum. Það hefur allt verið krökkt af slíkum mönnum í þjóðfélaginu á undanförnum ára- tugum, mönnum sem Svarthöfði hefur litið upp til með lotningu og nú hefur tiltölulega ungur maður skotist á ógnarhraða upp í þennan fríða flokk manna. Það er borgarfull- trúinn og Fylkismaðurinn Dagur B. Eggertsson. Hann er einn af aðal- mönnunum í því að Fylkismenn í Grafarvoginum geti sölsað undir sig Grafarholtið, hverfi sem er víst Svarthofði eyrnamerkt Frömurum til að þeir deyi ekki út í Safamýrinni. Dagur spilaði fótbolta með Fylki á sínum yngri árum og þótti liðtækur nokk en þó ekki jafn liðtækur og í eigin- hagsmunapólitíkinni. Á meðan Dagur kokkar upp stórkostleg fram- tíðarplön fyrir Fylki þá sitja Framar- ar í Safamýrinni með brunnið íþróttahús og eintóma ellih'feyris- þega. Dagur B. hyggst gera Fylki að stórveldi og er sama þótt Framarar Hvernig hefur þú það „Ég hefþað bara glimrandi fínt/segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA. „Núna erum við að leggja lokahönd á að skipuleggja næsta vetur og klára verkefni þessa vetrar. Það hefur gengið mjög vel sem sést á aösókninni og þaö er búið að vera rosalega gaman. Við ætlum að fyigja því eftir næsta vetur og stefnum á að hafa hann ekki síðri." deyi út, hægt og örugglega. Þetta er alvöru stjómmála- maður, harður, miskunnar- laus og lætur stjórnast af eig- in hagsmunum. Þetta er stjórnmálamaður sem Svart- höfði vill fá þing strax. Guð má vita hvað Fylkismenn uppskera þegar Dagur B. er kominn á þing en miðað við að hann getur reddað þeim heilu borgarhverfi á kostnað annars fé- lags sem borgarfulltrúi þá er rétt hægt að ímynda sér hvað hann getur gert sem fulltrúi allr- ar þjóðarinnar. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.