Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 10
10 LAUGARDAGUR 21. MAÍ2005
Fréttir DV
Edda er hvers manns hugljúfi.
Hún þykir mjög skemmtileg,
greind, hjartahlý og
samviskusöm.
Þó segja sumir að þessi
góðmennska komi niður d
henni sjálfri. Hún vill ekki
segja nei.
„Hún Edda mágkonaí
Hún er nú nánast galla-
laus, konan. Hún er af-
skaplega samviskusöm.
Hún er lika einstaklega
natin í öllu sem hún gerir, góður
og traustur vinur, hjartahlý og
slðast en ekki síst er hún alveg
stórskemmtileg. Hvað gallana
varðar þá dettur mér Ihugað
samviskusemin geti stundum
verið henni þung I taumi. Ég
þori nú reyndar ekki að fullyrða
umþetta."
Ingveldur G. Ólafsdóttlr, söng- og dag-
skrárgerðarkona.
„Edda erhvers manns
hugljúfi. Hún er umfram
allt bráðgreind og
skemmtileg, mjög góð
vinkona og alveg yndis-
leg manneskja. Hennar helsti
galli er sá að hún getur átt mjög
erfitt með að segja nei."
Hrafnhildur Theodórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Félags (slenkra leikara.
„Helstu kostir hennar
Eddu systur minnar eru
hvað hún er ofboðslega
skemmtileg. Hún er góð-
ur vinur, ótrúlega sterk
en samt svo mjúk. Hún á
það þó til að vera helst til tillits-
söm og það getur bitnaö á
henni sjálfri."
Helga Þórarinsdóttir víóluleikarl.
íslendingurinn Páll Ásgeir Davíðsson er í broddi fylkingar í baráttunni gegn
hryðjuverkumönnum í heiminum. Hann starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar við að
kortleggja starfsemi al-Kaída og talíbana.
Páll Ásgeir Davíðsson
Ásamt móður sinni, Dóru
Pálsdóttur, í fundarsal Sam-
einuðu þjóðanna. Páll kort-
leggur al-Kaída og tallbana
fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
--
Edda Þórarinsdóttir er fædd driö 1945. Hún
er leik- og söngkona og hefur unniö ýmis
nefndarstörf. Hún gerÖi einnig garöinn
frægan d sínum tíma með Þremur d palli.
Edda er I sambúð.
Leynilöggu-
leikurvið
Kleifarvatn
„Já, þetta er kannski
eins og að leita að Lflci í
hrauninu. Nema að það er
aðeins skemmtilegri fundur
sem menn mega eiga von
á,“ segir Rakel Pálsdóttir
hjá Eddu útgáfu. Forlagið
hefur gefið út metsölubók
Arnaldar Indriðasonar,
Kleifarvatn, í kilju en bókin
seldist í um 22 þúsundum
eintaka um síðustu jól.
Eddan ætlar í tilefni þess að
fela 50 eintök af bókinni
einmitt við Kleifarvatn.
„Þetta er svona smá
leynilögguleikur. Menn
mega koma uppúr klukkan
tólf á sunnudaginn og leita
bókarinnar," segir Rakel.
Og sá á fund sem finnur.
íslenski lögfræðingurinn Páll Ásgeir Davíðsson í New York er
einn af átta manna teymi Sameinuðu þjóðanna sem starfar við
að kortleggja starfsemi talíbana og al-Kaída.
Páll Ásgeir var venjulegur Vestur-
bæingur en er nú hluti af teymi sem
S.Þ. settu saman til að kortleggja
starfsemi Osamas bin Laden og fé-
laga hans.
„Þetta er hópur átta sérfræðinga,
sem vinnur fyrir öryggisráðið," segir
Páll Ásgeir og útskýrir verkefiú hóps-
ins: „Við fáum upplýsingar frá stjóm-
völdum og öryggisþjónustum • alls
staðar að úr heiminum og reynum að
meta hættuna sem stafar af al-Kaída
og talíbönum hverju sinni. Upplýs-
ingarnar notum við svo til að vinna
skýrslur sem við skilum til öryggis-
ráðsins.
Við reynum að svara spumingum
eins og hvemig þessir hópar flytja
vopn, mannafla og fjármagn. Reyn-
um að skilja hvemig hægt er að beita
þvingunaraðgerðum til að berjast
gegn hryðjuverkamönnunum. Við
erum ekki í því að eltast við hryðju-
verkamenn úti um allan heim.
Reynum fr ekar að sldlja hvemig sam-
tökin virka," segir hann.
Mannslíkaminn og lögin
Leið Páls Ásgeirs inn í baráttuna
gegn hryðjuverkum var ekki bein.
Hann er lögfræðimenntaður á ís-
landi. Þannig fór að hann starfaði um
skeið á lögmannsstofu í Reykjavík.
Síðan þá hefur hann mestmegnis
unnið erlendis við ýmis verkefrú.
Meðal annars hjá Evrópuráðinu í
Strassborg, hjá ÖSE í Kosovo og á veg-
um Sameinuðu þjóðanna í Kongó.
Hann segist alltaf hafa langað til
að starfa á erlendum vettvangi en
ekki búist við að lögff æðin gæfi tæki-
færi á því. „Góður vinur minn á há-
skólaárunum lærði læknisfræði. Ég
átti alltaf von á að hann færi að starfa
erlendis en að ég ætti eftir að vera
heima á íslandi. Mannslíkaminn er
sá sami alls staðar en lögin ekki," seg-
ir Páll Ásgeir, sem hefur nú helgað sig
baráttunni gegn algerri lögleysu
hinnar myrðandi stéttar: hryðju-
verkamönnum.
Starfið skilar árangri
Og Páll segir ríkisstjómir ná ár-
angri í baráttiuini þó að enn sé vissu-
lega langt í land. „í fyrsta lagi hafa
hundmð milljóna dollara sem nota
átti til að fjármagna hryðjuverk verið
fryst. í öðru lagi hefur meðvitund
aukist um möguleika og getu hryðju-
verkahópa. Og í þriðja lagi em ríkis-
stjómir í auknum mæli famar að
vinna gegn hryðjuverkahættunni á
heimsgrundvelÚ en ekki staðbundið
eins og svo algengt er.
Nútímahryðjuverkastarfsemi er
vandamál sem á sér ekki landamæri
og þjóðir heimsins verða að skilja
það þegar barist er gegn henni. Við
getum ekki alltaf verið hver í okkar
homi að kljást við þessar hættur.
Hugmyndir hryðjuverkamanna
verða til dæmis oft til á einu svæði en
verða síðan að veruleika einhvers
staðar allt annars staðar."
Rekur sýningarrými í New York
Þrátt fyrir tímaffeka baráttu gegn
hryðjuverkum gefur Páll Ásgeir, 35
ára, sér tíma til að sinna áhugamál-
um sínum. Páll og sambýliskona
hans, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöf-
undur, em miklir listunnendur. Þau
halda til dæmis úti sýningarrými í ris-
íbúð sinni þar sem listamenn alls
staðar að geta sýnt verk sín. Páll og
Oddný una lífinu vel í New York en
Páll segir þó hugann stefna heim
þegar ævintýrum þeirra í hinum
stóra heimi ljúki.
,Ætli ég endi ekki heima í Vestur-
bænum." andri@dv.is
Vestmannaeyingar fylktust á fund
Norðmaður Árna Johnsen kynnti ódýr göng á norsku
Vestmannaeyingar fylktust á
stóran fund með verkefrússtjóran-
um Sven Erik Kristiansen frá norska
verktakafyrirtækinu NCC sem
kynnti eyjaskeggjum ódýr göng til
lands á miðvikudagskvöld. Fæstir
fundarmanna skildu vel hvað fór
fram, enda hélt Sven Erik erindi sitt
á norsku.
Sven Erik Kristiansen kom eins
og þruma úr heiðskím lofti inn í um-
ræðu um jarðgöng til Vestmanna-
eyja í vetur þegar Árni Johnsen, fyrr-
verandi þingmaður, tilkynnti að
mun ódýrara væri að bora göng til
lands en hingað til hefði verið talið.
Sagðist Árni hafa undir höndum
kostnaðaráætlun frá NCC upp á 14
til 16 milljarða króna. Síðar kom í
ljós að Ámi hafði hitt Sven Erik stutt-
lega á Kastmpflugvelli og forsvars-
menn NCC harðneituðu að hafa gert
neina kostnaðaráætlun fyrir Vest-
mannaeyjagöng.
En á fundinum var sjálfur Sven
Erik mættur til Eyja og kom Eyja-
mönnum spánskt fýrir sjónir, stráks-
legur, íklæddur stuttermabol og
mælandi á norsku.
Sven boðaði að á næstu tíu árum
myndi tækniþróun gera mögulegt
að bora helmingi lengri jarðgöng en
nú. Hann talaði almennt um þróun
jarðgangagerðar í Evrópu og tók sér-
stakt mið af íslenskum aðstæðum.
„Við héldum fundinn til að kynna
málin, taka allar efasemdir út og
fræða fólk," segir Árni Johnsen, sem
einnig hélt erindi á fundinum. Árni
segist vongóður um að jarðgöng til
Eyja fái brautargengi. „Það er tekið
vel í þetta hjá yfirvöldum. Það sem
er sérstakt við þetta er að pening-
arnir eru nánast til, vegna þess að
það er gert ráð fyrir ferjunni Herjólfi
áfram í vegaáætíun, en hún kostar
500 milljónir á ári."
Gert er ráð fyrir að seinni hluta
sumars komi ffarn niðurstöður úr
bergmálsmælingum á jarðganga-
svæðinu.
Sven Erik Kristiansen Holdgervingurvonar
Vestmannaeyinga um jarðgöng til lands
ræddi um göngin við heimamenn í fýrrakvöld.