Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 32
32 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Helgarblað DV WmM ' ■ ■; Fædd: Reykjavík 13.júní 1974. Hæð: 166 sm. . Foreldrar: Björn Friðbjörnsson og Aldís Elíasdóttir Systkini: Hrafnhildur söngkona, Guðfinna dansari og Birna dansari. Maki: Rúnar Freyr Gíslason, leikari. Börn:Gísli Björn 2 og 1/2 árs. Tekjur samkvæmt síðasta tekjublaði Frjalsrar verslunar: 172.000 krónur á mánuði. Bifreið: Splunkunýr Ford Escape-jepplingur. Áhugamál: Söngur, dans, leiklist, kvikmyndir, leikhúsferðir, ferðalög og góður matur. Uppáhaldssöngvari: George Michael. Bt É Eftirlætisleikari: 4 m' Rúnar Freyr og Gary Oldman. Æj \\ ” | Uppáhalds hljómsveit: _ V Abba og U2. ■HH Besti rithöfundurinn: William Shakespeare. Eftirlætisstaður: Heima í gaRag faðmi fjölskyldunnar. Uppáhaldsmatur:Humar. Happatala mmbb í • \ Selma Björnsdóttir hefur verið ein skærasta stjarna íslands síðustu árin. Hún vakti snemma athygli fyrir vask- lega framgöngu á sviði dans-, söng- og leiklistarinnar og eftir að hún tók þátt í Eurovision árið 1999 varð þjóð- in yfir sig ástfangin af henni. Hún hefur lengi verið með leikaranum Rúnari Frey Gíslasyni og saman eign- uðust þau soninn Gísla Björn árið 2002. í kjölfarið dró Selma sig aðeins út úr sviðsljósinu en síðustu misserin hefur hún verið meira áberandi. Hún tók þátt í forkeppni Eurovision á fimmtudaginn og þótt ekki hafi geng- ið sem skyldi á Selma framtíðina fyr- ir sér. Nú getur hún horft fram á veg- inn og hvílt sig eftir hamaganginn í kringum Eurovision og gert meira af því sem henni finnst skemmtilegast, að eyða tíma í faðmi fjölskyldunnar. ■-«/'■■■ i „Eg var mjög litið stressuð og leið bara rosavel þegar ég var að fara inn í salinn. Reyndar kom örlítill fiðringur þegar maður gekk upp tröpp- urnar á sviðinu. En um leið og ég kom inn í salinn voru mót- tökurnar mjög hlýjar. Fólk gargaði og klappaði: „Selma, Selma!" Þetta voru ekki Is- lendingar. Þá hvarf allt stress rétt áður en lagið byrjaði. Það var alveg frábært."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.