Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. MAl2005 Fréttir DV Albert J. Jagiello, sem býr með íslenskri konu, Katrínu Fjeldsted, í Chicago, hefur verið handtekinn vegna bankaráns i Bandaríkjunum. Lögreglan segir að banka- starfsfólk geti nú andað léttar þar sem búið sé að handsama hann. Fjölskylda Jagi- ellos harðneitar því að hann hafi gert nokkuð af sér og sakar Qölmiðla um lygar. Ef Svarthöfði fengi að ráða öllu í þessu landi myndi hann koma á samviskuréttarhöldum. Svona svipuð þeim og haldin voru í Suður- Afríku eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Þar settust niður kúg- ararnir og hinir kúguðu og þeir fyrr- nefhdu viðurkenndu verknað sinn og báðust afsökunar í skiptum fyrir sakarauppgjöf. Fín leið til að gera upp málin. Að minnsta kosti betri en sú að drepa og pynta. Þótt stjórnmálamennirnir okkar og nýríku íslendingarnir myrði fólk ekki þá hefur þetta fólk sitthvað á samviskunni. Svarthöfði Það væri hægt að byrja á því að leiða forstjóra olíufélaganna fyrir rétt. Láta biskupinn yfir íslandi sitja í dómarasæti og veita þeim sem við- urkenndu syndir sínar fyrirgefningu. Þetta yrði allt í beinni á Skjá einum - þannig að þetta myndi nú lúkka frekar ódýrt - og þeir kæmu einn af öðrum og viðurkenndu glæpi sína gagnvart íslensku þjóðinni. Vitni yrðu dregin fram. Afgreiðslufólk á bensínstöðvum jafnt sem hinn al- menni leigubflstjóri. Fylgdarmaður ákærður Mál meints fylgdar- manns ungmennanna fjög- urra sem stöðvuð voru á Keflavíkurflugvelli nýverið verður þingfest í vikunni. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður mannsins. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Skóla- vörðustígnum og nær það til föstudagsins 3. júní. Ungmennin fjögur eru sem kunnugt er undir vökulu lögregluauga á B&B Guest- house í Keflavík. Indlandsfor- seti í hagéli Kalam Indlandsforseti mætti til lands- ins um eftirmið- daginn í gær í opinbera heim- sókn. Hann fékk að kynnast fjöl- breytilegu veð- urfari landsins strax við kom- una þar sem á móti honum tók einnar mínútu hagél. Marijúana í Keflavík Lagt var hald á eitt gramm af meintu mari- júana og annað af am- fetamíni um helgina í Keflavík. Sá sem hafði efnin í fór- um sínum játaði að vera eigandi þeirra og telst málið upplýst. Tveir ökumenn voru kærðir fýrir of hraðan akstur á Reykjanesinu um helgina. Annar ók á 118 kflómetra hraða eftir Reykjanesbraut, en hinn náðist á 112 kflómetra hraða á Grindavíkurvegi. í báðum tilvikum var há- markshraði 90 kflómetrar á klukkustund. Stefán verður prestur Stefán Már Gunnlaugsson guð- fræðingur vann yfir- burðasigur í prests- kosningum á Vopnafirði um helg- ina og er því rétt- kjörinn sóknarprest- ur að Hofi. 538 voru á kjör- skrá og hlaut Stefán Már 254 atkvæði. Næst kom Brynhildur Óladóttir og hlaut hún 172 atkvæði. Aðrir hlutu minna. Bandarískt fangelsi Tengda- sonur íslands á von á ákæru fyrir bankarán sem tengdamóðirin segir hann ekki hafa framið. mm-------- Samviskuréttarhöld Svarthöfða Tengdamamma meints bankaræningja segir hann alsaklaust fnrnarlamb Albert Jagiello ruddist inn í National City Bank í dulargervi og vopnaður skammbyssu, samkvæmt upplýsingum sem banda- rískt blað hefur frá lögreglunni í Chicago. Hann komst á brott með ránsfenginn en nú hefur lögreglan náð honum. Vinir Jagiellos sem alríkislögreglan hefur yfirheyrt segja hann hafa ját- að glæpinn fyrir sér. Albert J. Jagiello er búsettur í Bandaríkjunum með hinni íslensku Katrínu Fjeldsted og situr nú í varð- haldi vegna bankaráns. Hann var handtekinn eftir að ljósmynd úr eft- irlitskerfi bankans var birt í fjölmiðl- um og ótal ábendingar bárust til lög- reglu um að viðkomandi aðlili á myndinni væri Jagiello. Þann 31. mars á Jagiello að hafa gengið inn í útibú National City Bank í Carol Str- eam með hárkollu hatt og sólgler- augu. Hann á að hafa ógnað gjald- kera með skammbyssu. Hann er sakaður um að hafa rænt um tvö þúsund dollurum eða um 120 þús- und íslenskum krónum. Talsmenn FBI í Bandaríkjunum hafa að auki sagt að vitni hafi bent á Jagiello í tengslum við annað bankarán sem átti sér stað 1. mars. Kona keyrði fióttabílinn önnur vitni og vinir Jagiellos sem FBI-menn hafa talað við segja að Jagiello hafi játað glæpina fýrir sér og einnig að Jagiello hafi komist í slíkt uppnám þegar ljósmyndir úr eftirlitskerfi bankans litu dagsins ljósað hann kastaði upp. Kvenkyns ökumaður sást keyra á brott með Jagiello eftir ránið en lögreglan ekki enn fengið neinar vísbendingar um hver þessi kona sé. Mikil banka- ránsalda hefur riðið yfir Chicago borg en 24 bankar hafa verið rændir Þegar búð væri að tæma olíumál- ið gætum við snúið okkur að einka- væðingu þeirra Davíðs og Halldórs. Þar er af nógu af taka, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu undan- farið, og það væri gaman að sjá þessa karla alla saman - bæði við- skiptamenn og stjómmálamenn - viðurkenna spillinguna og biðjast afsökunar. Lofa að gera þetta ekki aftur, eins og krakkarnir em látnir gera. Það er ann- aðhvort það eða við neyð- umst til að taka þessi fyrir- tæki af þessu fólki. Það væri hægt að ræða fleira þegar kemur að stjórnmálamönnum. Ólafur Börkur hæstaréttardómari gæti komið í vitna- stúku og beðið okkur afsökunar á því að við sitjum uppi með sem dómara þegar allir aðrir um- sækjendur vom miklu hæfari. Og það bara af því hann er frændi Ðav- íðs - sem skrifaði nóta bene sjálfur undir skipunarbréf litía frænda. Síðan gætum við tekið Árna Johnsen, Landssímapiltana Árna Þór og Kristján Ra og alla þessa smá- krimma sem vaða uppi í íslensku samfélagi án þess að Hann er sakaðurum að hafa rænt um tvö þúsund dollurum eða um 120 þúsund íslenskum krónum. nú í ár. Lögreglan sagði að handtaka Jagiellos ætti að geta róað banka- starfsfólk, þó svo að allir þurfi samt sem áður að vera á tánum. Yfirvöld segjast þó fullviss um að Jagiello sé ekki „Wheaton-bófinn" en sá bankaræningi er alræmdur þarna úti og hefur rænt tíu banka á þrem- ur árum á þessu svæði. Fjölskyldan vill ekki tjá sig Fjölskylda Jagiellos á íslandi vildi lítið tjá sig um málið en Hafdís Mar- grét Einarsdóttir tengdamóðir Jagi- ellos sagði þetta allt vera lygar og að hann væri fullkomlega saklaus. „Bandarísk blöð ljúga alveg eins og Katrfn og Steinar Orri Fjeidsted Jagiello er aödáandi Quarashi oghefursótt tónleika með Katrínu, systur Steina. íslensk", sagði Hafdís. Steinar Orri Fjeldsted, rappari úr hljómsveitinni Quarashi og mágur Jagiellos, vildi ekkert tjá sig þegar blaðamaður hafði samband við hann. Sam- kvæmt upplýsingum DV hafa Katrín og Jagiello sótt tónleika Quarashi í Bandaríkjunum og eru í hópi aðdá- enda hljómsveitarinnar. dori@dv.is Hvernig hefur þú þaði „Jú ég hefþað bara heiltyfirgott/'segir ValgerÓur Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra.„Það er að hlýna fyrir norðan og það er gott fyrir litlu lömbin mín. Vorið eryndislegur tlmi. Annars hefur verið mikið annríki hjá mér undanfarið, og ég verð eigin- lega að viðurkenna að mér þykir stundum gaman þegar ofmikið er að gera. Þá verður llka þeim mun skemmtilegra þegar tekur að móta fyrir árangri og niðurstöðum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.