Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 Heilsan DV Náttúrulyf og fæðubótarefni eru vinsæl hjá krabbameinssjúkum Birkiaska minnkar bjúg, losar um hægðir og vinnur á gigt Þiggjandi dekursins byrjar á því að láta fætuma í volgt vatn með venjulegu salti og lætur þá liggja í bleyti 15-20 mínútur. Síðan verður að þurrka fæturna vel og vandlega. Láttu púða eða samanbrotið handklæði í kjölt- una og settu fæturna þar ofan á. Settu krem á hendurnar en ekki olíu því hún er of sleip. Ef þú tekur annan fótinn fyrir í einu haltu þá hita á hinum á meðan með handklæði. Kálfanudd Settu höndina undir hnéð og kreistu kálfann varlega. Fikraðu þig svo niður að ökklanum og kreistu fimm sinnum á leiðinni. Gerðu það sama framan á sköflungnum, endurtaktu síðan allt feriið og auktu þrýstinginn smám saman. Dja- og ristamudd Leggðu fingurna ofan á tærn- ar og þumalinn við ilina. Þrýsm á iljamar með þumlunum með hringlaga strokum. Færðu fing- urna alltaf upp fótinn í átt að ökklunum. Færðu finguma ofan á hlið fótanna en hafðu þumlana enn undir iljunum og gerðu það sama. Haltu áfram þar til búið er að nudda allt iljasvæðið og ofan á ristinni. Tásunudd Nuddaðu hverja tá fýrir sig á milli fingra og þumals og togaðu þær variega upp. Nuddaðu líka skinnið á milli tánna. Hæla- og öklanudd Haltu við hælinn með annarri hendi og nuddaðu með hinni hendinni hælinn fast með hring- laga hreyfingu. Klíptu svo nokkrum sinnum aftan í ökklann. Að lokum skaltu strjúka fótlegginn frá fótum að hné, krafturinn er matsatriði, þar til enginn blettur er eftir. Birkiaska hefur lengi verið þekkt sem náttúrulyf og aldagömul hefð er fyrir því að nota hana sem fæðubótar- efni. í Finnlandi hefur hún lengi verið notuð af krabbameins- veiku fólki. Ekki hefur enn tekist að sanna lækn- ingarmátt birkiöskunnar en talið er að með notkun henn- ar sé hægt að minnka bjúg, losa um hægðir, vinna á gigt, þvagsýrugigt og nýrnasteinum, Lýður Árnason læknir er sérfræðingur DVi málefnum heilsunnar. Hann tekur á móti ábendingum og svarar spurningum lesenda f gegnum netfangið kaerilaeknir@dv.is. minnka flensueinkenni og vinna á útbrotum og exemi. Einnig hefur birkiaska verið notuð sem lyf við krabbameini og fjöldi fólks hefur greint frá því að birkiaskan hafi hjálpað þeim í bar- áttunni bið hina ýmsu sjúkdóma. Birkiaska inniheld- urmikið magn náttúrulegra stein- efna og snefilefna. Hún er einnig rík af sýrujafnandi efn- um tii að vernda magann. Hér á landi er hægt að fá birkiösku i hylkjum undir vöru- heitinu Betusan frá Finnlandi. Betusan er unnið úr birki sem vex í ómengaðri nátt- úru og inniheldur hvert hylki 280 mg af birkiösku. Ráðiagður dagskammtur eru tvær töflur kvöids og morgna og mælt er með að þeim sé rennt niður með einu vatnsglasi að lágmarki. Hægt er að nálgast birkiösku í lyfjaverlunum, heilsubúðum og sumum matvöruverslunum. SællLýður Ég er með ungling og mig grunar að hann sé farinn að fikta við fíkniefni en er þó ekki viss. Hvað get ég gert til að vera viss og hvernig væri þá best að taka á því? kveöja NN SællNN Þó svo að nokkur teikn gefi fíkni- efnanotkun imglings til kynna er oft örðugt að safna öllu saman svo úr verði skýr mynd. Á byrjunarstigi fylgir þessu mikið pukur og neyt- andanum er umhugað að halda þessu leyndu. Þarna stangast því á hagsmunir og gjá myndast á milli unglingsins og forráðamanna. Breytt lífsmynstur unglings á að vekja foreldra til umhugsunar, sér- staklega ef umbreytingin á sér stað á skömmum tíma, t.d. innan nokkurra vikna. Helstu mælistikurnar eru Bamungar mæður Þrjársysturfrá Derbyá Englandi komust í fréttir- nar í vikunni þegarþáttur um Ijósmæöur varsýndurí sjónvarpinu þar í landi. Það sem er sérstakt við syst- ur þessar er að þær voru aðeins 12, 14og lóáraer þæreignuðustbörn sfn. Ikjölfarið hefur fyigt mikil um- fjöllun um þungun breskra ung- lingsstúlkna, en Englendingar eiga Evrópumetið. Stjórnvöld eru að gef- ast upp og skora á foreldra að fræða börnin sln snemma um kynlíf og getnaðarvarnir. Ekki veitir afþví 20% stúlkna i Englandi undir 18 ára sem fæða börn eru að eignast sitt annað barn. Notalegt fótanudd námsárangur, undarlegt háttalag, eirðarleysi, mótþrói, aukin fjarvera, mikil peningaþörf, hlutir sem hverfa, nýir félagar, annarleg lykt, tól og áhöld. Samantekt á þessum þáttum gæti verið gagnleg til kort- lagningar. Sé grunur um fíkniefnanotkun til staðar blasir við sá vandi hvort og hvemig eigi að grípa inn í. Búast má við að unglingurinn beri af sér allar sakir og þar sem sönn- unarbyrðin er foreldranna er betur heima setið en bera fram illa studda ásök- un. Því þarf að safna í sarpinn og nota til þess allar til- tækar aðferðir og þá meina ég allar. Fyrir- spurnir, hnýsni, njósnir, eftir- grennslan - allt gildir. Þannig er oft hægt að þétta netið og tryggja að umræðan snúist um aðalatriði þeg- ar hamarinn fellur. Ekki sofna á verðinum Sverji unglingurinn allt af sér ráðlegg ég foreldrum samt sem áður að halda vöku sinni enda sigur aldrei í höfn. Hinsvegar, viðurkenni ung- lingurinn vand- ann, er það áfangasigur. En að slá föstu að hann láti hér staðar numið er bamaskap- ur. Viðurkenn- ingin er nefnilega sjaldnast ákall um hjálp heldur óumflúin játning þess sem stað- inn er að verki eða liggur undir sterkum gmn. Lof- orð um bót og betrun er einskonar skilorðstími og annaðhvort hættir unglingurinn eða leynir neyslunni enn betur en áður. Velji hann seinni kostinn geta fylgt mörg skilorðstímabil þar sem vandinn heldur áfram að grassera meðan unglingurinn sekkur æ dýpra. Hann skynjar ráðleysi for- eldranna og færir sér þau í nyt. Hringekja dauðans er komin á fullt. Inngrip foreldra má því ekki dragast um of. Árangursrík- ast er að kippa ung- lingnum út úr því umhverfi sem við- heldur neyslunni, til þess höfum við meðferðarstofnanir en foreldrar mega þó ekki gleyma eigin getu í þeim efnum. Fái unglingur krabbamein fær hann allan okkar tíma, af hveiju ætti annað að gilda um fíkniefna- djöfulinn? Að koma barni sínu klakklaust í gegnum unglingsárin er verðugt verkefiii í þjóðfélögum þar sem fíknieftiaffumskógurinn bæði stækkar ört og þéttist. Enginn er óhultur og sífelld vaka nauðsynleg. Þeir unglingar sem hverfa inn í þessa veröld eiga margir hverjir ekki afturkvæmt. Við erum því að gfíma við hreina og klára Ufshættu. Kveðja, LýðurÁmason Mega astmaveikir hlæja? Fregnir herma að hlátur geti komiðaf stað astmakasti hjá um helm- ingi astmaveikra, sérstak- lega þeim sem fá köst við líkamlegt erfiði. 235 sjúk- lingarvoru rannsakaðir og kom I Ijós að við hlátur fengu 68% þeirra kast, 17% fengu tak fyrir brjóstið og 7.5% komust (andnauð. Að- spurður hvort sjúklingar ættu að hætta að hlæja sagði Dr. Garay, umsjónarmaður rann- sóknarinnar, að ekki væri ástæða til þess og fólk ætti hiklaust að halda áfram að hlæja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.