Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Page 24
24 MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 Heilsan DV í DV á mánudögum Gamall ljósaskápur Enginn staður líkamans sleppuj Þetta er mynd af ljósaklefa,fyrirrennara Ijósabekkjarins. Þessi klefi er úr oregon-eik og var smíðaður árið 1937.Hann opnast eins og skápur og þegar inn er komið blasir við stóll sem Ijósaþeginn sest f. Síðan er skápn- um lokað og kveikt á perunum sem er raðáð um allan skápinn innanverðan.Takið eftir Ijósaperu sem varpar hollum geislum á rass Ijósaþegans í gegnum gat á stólnum. Enginn staður Ifkamans sleppurfrá hollustu- geislunum geðfelldu. Segja má að ýmislegt hafi breyst í Ijósamálum veraldarinnar frá ár- inum 1937 þvf nú Ifta Ijósabekkir út eins og græja úr Star Wars-myndabálknum. Ljósa- böð geta verið hættuleg ef þau eru stunduð fóhófi. Ljósaklefi Skyldi þessi vera I notkun I dag? Táfýla þurrkuð út Táfýla getur verið hvimleið.Sumirþola ekki táfýlu og táfyla hefur orsakað vandamál f mörg- um samböndum, Táfýla er afleiðing sveppa- eða bakteríusýkinga. Hreinlæti er því grunnatriði ef vinna skal bug á táfýlu. Bent hefur verið á að miklvægt sé að þurrka tærnar vel og vandlega eftir bað. Sveppurinn nærist best (raka og þvf verður að„þurrka tá- fýlun út". Hægt er að fá púður I apótek- um til að bera á fæturnar. Púðrið dregur f sig raka og hjálpar til við að útrýma sveppnum.Til að varanlegur árangur náist þarf að þvo fæturna daglega og þurka vel á eftir.Gott er að leita ráða f apótekum við kaup á efnum sem vinna gegn táfýlu. 9 uóð ráð 9. viðsvefnleysi 1. Mikilvægast er að fara á fætur á sama tfma á hverjum morgni. Forðastu að leggja þig á daginn og farðu (hátt- inn á svipuðum tfma öll kvöld. 2. Farðu fram út ef þú getur ekki sofnað og lestu t.d. góða bók, hlustaðu á rólega tónlist. Farðu aftur (rúmið þegar þig syfjar á ný. 3. Dagleg llkamleg áreynsla leiðirtil dýpri svefns, en óreglulegar æfingar, einkum seint á kvöldin, hafa engin eða slæm áhrif á svefninn nóttina eftir. 4. Rólegheit að kveldi auðvelda þér að sofna.Forðastu mikla líkamlega áreynslu og æsing. Betra er að hafa daufa lýsingu f kringum sig á kvöldin. 5. Kaffi truflar svefn og rétt er að neyta þess f hófi og aldrei eftir kvöldmat. Sama gildir um te og kók. 6. Forðast ber neyslu áfengra drykkja. Alkóhól truflar svefn. 7. Létt máltfð fyrir svefninn hjálpar mörgum að sofna,t.d.flóuð mjólk og brauðsneið. 8. Heitt bað stuttu fyrir háttinn getur auðveldað sumum að sofna. 9. Hafðu hæfilega svalt (svefnherberg- inu. Sofðu við opinn glugga og hafðu dimmt í herberginu meðan þú sefur. Passaðu upp á að rúmið þitt sé þægi- legt.Forðastu að horfa á sjónvarpið I rúminu. Reyndu að draga úr hávaða kringum þig. Heimlld: Landlaeknir.is Sjúkdómurinn Lupus, eða rauðir úlfar eins og hann er oftast kallaður hér á landi, er sjálfsofnæmissjúk- dómur. Sigríður Gunnarsdóttir hef- ur fengið að kenna illa á rauðum úlfum í gegnum tíðina og segir sögu sína. „Þetta er erfiður sjúkdómur af því að hann er mjög flókinn" segir Sig- rfður Gunnarsdóttir en hún er ein af þeim sem ekki hefur fengið 100% svar og er með blandaða greiningu. Sjúkdómurinn hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi Sigríðar, en hún missti systur sína sökum þessa sjúk- dóms árið 1956. Þá var Sigríður 10 ára og systir hennar ári eldri, en hún hafði greinst með rauða úlfa tveimur árum fyrr. Hún var með þeim fyrstu sem greindust með rauða úlfa á ís- lajidi og lagðist sjúkdómurinn á nýrun. Móðir Sigríðar er einnig með rauða úlfa og er þjáð af gigt í mjúk- vefjunum sem og fleiri í fjölskyld- unni. Þetta er fjölskyldusjúkdómur í hennar ætt, og Sigríður telur að þau séu greinilega með þetta í genunum. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur og einstaklingurinn myndar mótefni gegn eigin frumum og ónæmiskerfið er í rauninni ofvirkt. Þar sem rauðir úlfar er bólgusjúkdómur getur hann brotist út hvar sem er í líkamanum, í heilann, nýrun, gollurshúsið, í melt- ingarfæri og nánast hvar sem er. Það er erfitt að greina hann og afdráttar- laus greining er sjaldgæf. Hamlandi sjúkdómur „Auðvitað hefur þetta haft áhrif á það sem maður tekur sér fyrir í lífinu hvað viðkemur menntun og starfs- frama, maður er ekki þrekmikill. Ég hef aldrei unnið fulla vinnu", segir Sigríður sem er menntaður kennari en hún varð að hætta kennslu því hún þoldi illa að standa langtímum saman. Sigríður vann hjá Símanum í 25 ár og líkaði það vel en neyddist til að hætta árið 2003. Hún á þrjú börn, en konur sem þjást af þessum sjúkdómi eiga mjög erfitt með að ganga með börn, en konur eru í miklum meirihluta. Það eru samt nokkrir karlmenn í ætt Sigríðar sem eru með rauða úlfa, en það er mun sjaldgæfara. Ólæknandi Sjúkdómurinn er ekki læknan- legur í þeim skilningi, en honum er hægt að halda niðri og fólk deyr ekki lengur af hans völdum. Sigríður hef- ur verið slæm af slitgigt og þurft að gangast undir þrjá hryggjarppskurði vegna lélegs bandvefjar og brjósks. „Ég fékk til dæmis alveg hræðilegan bólgusjúkdóm í blöðru og var mjög illa haldin í að minnsta kosti 10 ár“ segir Sigríður og þurfti að taka mjög sterk verkjarlyf og vera mikið á spít- ala „Það kemur manni aldrei neitt lengur á óvart, maður bíður bara eft- ir að það læknist af sjálfu sér. Maður veit aldrei hvar sjúkdóminn ber nið- ur næst og það er mjög erfitt. Það er erfitt að skipuleggja eitthvað því maður veit ekkert hvernig fer“, segir Sigríður en hún bætir því við hún hafi lært að lifa með þessu. Akaverkanir Sökum sjúkdómsins finnur Sigríður sífellt til. Einnig er hún fær aukaverkanir vegna lyfja, en hún tekur bæði ónæmisbælandi lyf, stera og verkjarlyf. Aukaverkanirnar lýsa sér til dæmis með beinþynn- ingu en Sigríður varð að velja og hafna og kaus að lifa í dag og sjá svo til hvaða afleiðingar lyfjatakan myndi hafa í framtíðinni. Stuðningur Samtök áhugafólks um, Lúpus SÁL, voru stofnuð árið 1994 af hópi kvenna og eru samtökin áhugahóp- ur innan gigtarfélags íslands. Kjarni hópsins hittist reglulega og þær hafa haft fræðslufundi. Sigríður segir þær þó verða latari að hittast með tíman- um en voru duglegri fyrst. „Stofnun SÁL var sértstaklega gagnleg áður en netið kom til því sjúkdómurinn er svo erfiður fyrir andlegu hliðina. Maður fær svo skrýtna sjúkdóma og köst að maður heldur að maður sé ruglaður", segir Sigríður og bætir við að gott sé að deila reynslunni. „Að hafa fengið þennan sjúkdóm er ekki bara tap. Ég hef kynnst mörgu prýð- isfólki og maður öðlast vissan þroska. Þetta er alls ekki bara nei- kvætt." segir Sigríður að lokum ragga@dv.is „Stofnun SAL varsért- staklega gagnleg áður en netið kom til því sjúkdómurinn er svo erfiður fyrir andlegu hliðina. Maður fær svo skrýtna sjúkdóma og köst að maður heldur að maður sé rug/aður" y Sigríður Gunnarsdóttir f Hefur lengigllmt við rauða j? úlfa, rétt eins og fleiri úr henn- - arfjölskyldu. DV-myndHeiða ""V J J j — Góð heilsa er eins og hamar með skafti Birkiaska Umboðs- og sölua Birkiaska ehf. sími: 551 923 Ö BETUSAN Heilsa snýst ekki aðeins um líkamann heldur einnig um hið andlega. Rannsókir sýna að góð lík- amleg heilsa fer saman við góða andlega heilsu og öfugt. Það er eins og birtingarmynd heilsuleysis komi fram á tvennan hátt. T.d. líður okkur oft illa andlega þegar eitthvað amar að líkama okkar. Við verðum pirruð og skapill. Veikindin virka á líkamlegu og andlegu hliðina. And- leg vellíðan byggist á mörgum þátt- um, vinnu, fjölskyldu, sjálfsmynd o.s.frv. Líkamleg vellíðan snýst einnig um marga þætti, t.d. hreyf- ingu, mataræði og hreinlæti. Ef við erum undir andlegu álagi getur það haft líkamleg áhrif. Við getum t.d. fengið vöðvabólgu, magasár, hjart- sláttartruflanur og fleira. Veikindin geta kalla fram þunglyndi og þá erum við komin í vítahring sem ein- kennist af lélegri andlegri og líkam- legri heilsu. Við verðum að sigrast á þessum vítahring. Ef við ímyndum okkur að heÚsa okkar sé hamar, þ.e. lík- amlega heilsan sé j hamars- hausinn og andlega heilsan sé skaftið, þá erum við ekki heilbrigð nema hlutir séu í lagi. . Eitt og sér er skaft- ið gagnslaust og hamarshausinn sömuleiðis Geðrækt gaf út geðorðin 10 tll að minna okkur á að halda andlegri vellfð- Geðorðin 10 an. Geðorðin 10 eru þessi. J .Hugsaðu jákvætt, þaðer létt- ara. 2-Hlúðu að þvl sem þérþykir vænt um. 3.Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. é.Lærðu af mistökum þlnum. S.Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. ö.Flæktu ekki lifþitt að óþörfu. 7.Reyndu að skilja og hvetja aðra I kringum þig. 8.Gefstu ekki upp, velgengni I llfinu er langhlaup. 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þlna. 10. Settu þér markmið og láttu drauma þlna rætast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.