Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
Eitt skírteini
í öll bókasöfn
Mikil ánægja er sögð
vera með samstarf almenn-
ingsbókasafna í
Kópavogi,
Garðabæ, Álfta-
nesi og Hafnar-
firði. Forstöðu-
maður bóka-
safnsins á Álfta-
nesi upplýsti á
skólanefndar-
fundi þar í sveitarfélaginu
að samstarflð hafi hlotið
góðan hljómgrunn meðal
notenda safnsins. Eitt
bókasafnsskirteini mun
gilda fyrir öll söfnin í bæj-
arfélögunum fjómm.
Heimilislausir
í Norðurmýri
Til stendur að færa gisti-
heimili fyrir heimilislaust
fólk sem Reykjavíkurborg
hefur rekið í Þingholtsstræti
yfir í Skeggjagötu. Fram til
þessa hefur verið rekið al-
mennt gisti-
heimili í húsinu
á Skeggjagötu.
Skipulagsfulltrúi
hefúr nú svarað
spurningum Fé-
lagsþjónust-
unnar varðandi flutninginn
og sagt að fyrst þurfi að
sækja um byggingarleyfi
vegna fyrirhugaðra breyt-
inga og síðan þurfi að gefa
nágrönnum í Norðurmýri
kost á að gera athugasemdir
um breytta notkun hússins.
Skólakrakkar
í hrakningum
35 gmnnskólabörn á
Höfn í Hornafirði fóm í
óvenjulegt, ellefu klukku-
stunda ferðaiag á föstu-
dagskvöld.
Að sögn
hornafjord-
ur.is var
förinni
heitið með
rútu á Nes-
kaupstað á
árlegt Fjarðaball og var lagt
af stað klukkan 18. Bflstjór-
inn sneri við vegna slyddu í
Oddsskarði en festi þá rút-
una. Vegagerðin bjargaði
krökkunum og selflutti nið-
ur á Eskifjörð. Þegar rútan
var loksins laus var orðið
svo framorðið að snúið var
aftur til Hafnar. Þangað var
komið klukkan fimm um
nóttina.
/ 'V
Kaffisetrið Lokaö i
mónuð til að starfs-
fólkið geti farið í frí.
SUrftfóHino tigendur
Veitingastaðurinn Kaffisetrið á Laugavegi þarf að grípa til þess ráðs að hafa lokað
í mánuð meðan starfsfólkið fer í frí. Erfiðlega gengur að fá sér-
hæft starfsfólk. Kaffisetrið bíður svars frá Vinnumálastofnun
vegna umsóknar um atvinnuleyfi fyrir asískan kokk.
/ i /_ ; /a—t^t i ■mrr" ***,,»
•onumst til að sjá vkkur f
aHur 14. nóvember. °pnu‘"
I fyrradag sögðum við frá veitingastaðnum Mekong sem fær ekki
útgefið atvinnuleyfi fyrir asískan kokk. Því er álag á starfsfólki
með meira móti þessa dagana og engin lausn í sjónmáli því ís-
lenskir kokkar henta ekki í starfið. Annar veitingastaður, Kaffí-
setrið á Laugavegi, hefur verið undirmannaður um alllangt skeið
og sér nú engan annan kost í stöðunni en að hafa lokað tíma-
bundið meðan starfsfólkið fer í frí. Veitingastaðurinn hefur átt
erfítt með að halda í íslenskt vinnuafl og bíður svars frá Vinnu-
málastofnun við umsókn fyrir asískan kokk.
„Svo veistu að við verðum með
lokað í heilan mánuð frá og með
fimmtánda þessa mánaðar." Með
þessum orðum kveður Óskar Har-
aldsson veitingamaður á Kaffisetrinu
gesti sína en þessum vinsæla veit-
ingastað mun á næstu dögum verða
lokað í mánuð svo starfsfólkið geti
farið í frí.
Þótt baráttan um kúnnana sé hörð
sér Óskar engan annan kost í stöð-
unni en að loka tímabundið og von-
ast til að sjá kúnnana svanga og
þyrsta að loknu sumarfríi starfsfólks.
Lokanir sem þessar em ekki algengar
í íslenskum veitinga- og verslunar-
rekstri en voru tíðari á ámm áður.
Undirmönnun
„Stelpumar eiga rétt á sínu sum-
arfríi og ég er búinn að draga allt of
lengi að veita þeim það. Við emm
búin að berjast við undirmönnun í
tvö ár og höfum þess vegna ekki get-
að tekið ftí. Nú sjáum við engan kost
í stöðunni annan en að loka meðan
fólkið okkar tekur frí því við hjónin
getum ekki staðið hérna tvö á átján
tíma vöktum,“ segir Óskar en hann
og eiginkona hans Patcharee Raknar-
ong reka staðinn auk þess að standa í
eldamennsku og þjónustu. Auk
þeirra hjóna vinna tvær stúlkur í eld-
húsinu.
Bíða svars frá
Vinnumálastofnun
„Við emm búin að sækja um at-
vinnuleyfi fyrir sérhæfðan, asískan
kokk sem við viljum ráða í vinnu. Við
bíðum eftir svari frá Vinnumálastofn-
un við umsókninni og vonum það
besta því við þurfum nauðsynlega á
fleira starfsfólki að halda til að þetta
geti gengið,“ segir Óskar sem hefur
verið með íslendinga og Pólverja í
vinnu með slæmum árangri. „Það
þarf fólk með sérhæfða kunnáttu í
austurlenskri matargerð til að starfa í
svona eldhúsi og þess vegna vona ég
að svar Vinnumálastofnunar verði já-
kvaett," segir Óskar.
Treystir á kúnnana
Spurður um fjárhagslega áhættu
með því að loka í heilan mánuð segir
Óskar: „Ég tapa engu nema leigunni
og svo treysti ég á mína kúnna til að
koma aftur þegar ég opna á nýjan
leik. Ég ætla bara að nota tímann til
að mála og dytta að héma inni og svo
kannski skreppur maður í smáferða-
lag.“ svavar@dv.is
„Nú sjáum við engan
kost i stöðunni annan
en að loka meðan
fólkið okkar tekur frí
því við hjónin getum
ekki staðið hérna tvö
á átján tíma vöktum
Úlfar Eysteinsson segir að asísk veitingahús verði að fá sérhæft starfsfólk
Útlendingalög gegn matarmenningu
„ÞaO eru nú engin stórtföindi
héðan af Hetiu," segir Guð-
mundur Ingi Gunnlaugsson,
sveitarstjóri á Hellu.„Allt í
þokkalegu jafnvægi fyrir utan
aö það er bara talsvert vetrar-
veður. Snjóar grimmt, komnir
skaflar og allt orðið hvítt. I
bæjar-
Landsíminn
um
erum við að undirbúa ýmis-
legt. Byggja skóla og bæta úr
húsnæðismálum leikskóla. Hjá
mér persónulega er það aðal-
lega vinnan sem kemst að. Ég
hefverið lengi í sveitarstjórn-
armálum, var áður hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufé-
laga og hefverið sveitarstjóri
sfðustu ár. Það er gott og gef-
andistarf."
„Ég lít innflutning á asísku mat-
reiðslufólki mjög jákvæðum augum
því ef það á að bjóða upp á asískan
mat hér á landi verður að vera til
staðar matreiðslufólk sem er sérhæft
í asískri matargerð. Slfkt fólk finnur
þú bara í Asíu," segir hinn lands-
þekkti matreiðslumaður Úlfar Ey-
steinsson á Þremur frökkum. DV
leitaði álits hans á þeim vandræðum
sem mörg asísk veitingahús standa
frammi fyrir því þau fá ekki atvinnu-
leyfi fyrir starfsfólk sem er sérhæft í
asískri matargerð.
Eins og fram kom í DV á mánu-
dag er veitingahúsið Mekong í vand-
ræðum vegna þess að Vinnumála-
stofnun synjaði staðnum um at-
vinnuleyfi fyrir asískan matreiðslu-
mann sem Mekong hugðist fá til
starfa frá Asíu. Veitingastaðurinn
Kaffisetrið grípur til þess ráðs að
loka í mánuð til þess að gefa
starfsfólki frí. Vinnumálastofn-
un segir að Evrópureglur kveði á
um að asísk veitingahús verði að
veita evrópsku vinnuafli for-
gang.
„Hver staður hefur sitt ein-
kenni og hann verður að fá að
halda því alla leið. Það þýðir ekk-
ert að vera með eitthvert plat því
það kemur niður á matargerð-
inni og gæðum veitingahússins.
Með því að flytja inn asískt mat-
argerðarfólk erum við að
flytja inn þekkingu og fag-
mennsku sem við íslend-
ingar höfum gott af og það
mun bæta íslenska matar-
menningu. Þegar maður fer
út að borða á maður rétt á
þvf að fá það besta," segir Úlfar.
Úlfar Eysteins-
son Vill flytja inn
þekkingu og fag-
mennsku í austur-
lenskri matargerð.
Núðluskál Úlfarsegir
að það þýði ekkert fyrir
veitingastaði að reyna
að plata viðskiptavini.
svavar@dv.is