Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 11

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 11
11 E R L E N T Marian Seafood í Noregi notar sérstaka gasblöndu þegar fiski er pakkað í neytendaumbúðir til þess að hann haldist lengur fersk- ur. Aðferðin hefur verið notuð við pökkun mjólkur og kjöts en hún er nýmæli í fisksölu til neytenda í Noregi og öðrum Norðurlöndum. Ferskur fiskur Mjólkurframleiðandinn Tine og Norsk Kjøtt stofnuðu fyrirtækið og vörumerkið Marian Seafood og nota dreifingarkerfi mjólkur og kjöts til að dreifa líka ferskum fiski daglega út í búðirnar. Fisk- urinn er kominn í kæliborð í búðunum daginn eftir að honum er pakkað. „Við erum í samstarfi við Coop-verslunarkeðjuna og ætlun okkar er að verða leiðandi á Norð- urlöndum í fersku sjófangi,“ hef- ur Fiskaren eftir Eivind Nydal hjá Marian Seafood. Reynslutími Eftir að hafa um skeið séð tíu Coop-búðum fyrir gaspökkuðum fiski til reynslu færir Marian Seafood út kvíarnar og pakkar ferskum ófrosnum ufsa, þorski, laxi og margs konar öðru árstíða- bundnu sjávarfangi í neytenda- umbúðir. „Við sjáum stórt gat í norskan og norrænan neytendamarkað fyr- ir fisk og við ætlum að fylla upp í það með Marian Seafood. Athug- anir sýna að ungt fólk 20-29 ára borðar fisk sjaldnar en einu sinni í viku. Fiskurinn frá Marian Seafood er kryddaður í umbúðun- um og tilbúinn á pönnuna svo það er auðvelt og fljótlegt að matbúa fiskrétt,“ segir Nydal. Ekki hræddur við hrakspár Sumir spá því að tilraun Marian Seafood takist ekki og ensímin í fiskinum hafi betur. Nydal óttast það ekki. „Ensímin kunna að reynast okkur erfið og það eru gerðar meiri kröfur þegar um ferskan fisk er að ræða en kjöt vegna sérstakra eiginleika fisksins en viðbrögðin sem við höfum fengið eru mjög jákvæð.“ Álítur að Marian Seafood mistakist Astri Riddervold, næringarfræð- ingur, álítur að Marian Seafood muni ekki takast að nota gas til að halda fiskinum ferskum allt að tíu sólarhringum frá því honum er pakkað þar til hann er kominn í pottinn hjá neytendum. „Vandinn er að ensímin verða ekki óvirk við slíka geymslu. Þess vegna er það rangt að Marian Seafood fiskurinn sé ferskur,“ seg- ir Riddervold. Hún telur að fram- leiðandinn geti ekki fullyrt neitt um það hvaða áhrif gasið hefur á ensímin og segir að sín reynsla af gaspökkuðu kjöti sé ekki góð. „Gaspakkaður kjúklingur er bragðlaus. Ég held að fiskurinn muni líka tapa bragði og tel reyndar að Marian Seafood geti hvorki sannað né greini nógu ná- kvæmlega frá því sem notað er og hvernig það virkar.“ Sumir telja að þorskur sem hefur lengi legið í loðnuæti sé vondur matfiskur en aðrir fá ekki betri soðningu og finnst hann líka bestur til að hengja upp. „Slíkur fiskur hentar þó illa til að flytja ísaðan í gámum suður í Evrópu,“ segir Paul Olaisen, sjó- maður, í Fiskaren. „Hann þarf að vinna strax, áður en skil koma í holdið. Hann geymist illa ferskur þótt ísaður sé. Eftir þrjá daga fara að koma skil milli fleðanna og fiskurinn verður laus í sér.“ Það segir hann vera skýringuna á því að gámar voru sendir til baka vegna þess að fiskurinn var ekki nógu góður. Ef hann er hins vegar unninn strax, saltaður, flakaður eða hengdur upp, þá segir Olai- sen hann verða fyrsta flokks. „En það er munur á þorskinum þegar loðnugengd er í hámarki og þegar hún minnkar,“ segir Olaisen, „fiskur sem er troðfullur af loðnu er lausari í sér.“ Úrvalsþorskur Að margra mati er fiskur sem hefur legið í loðnuæti sá besti til að hengja upp. Gasblanda í fiskumbúðum Marian Seafood gerir nú tilraunir með sérstaka gasblöndu til þess að pakka fiski. Hér er hins vegar verið að pakka fiski á hefðbundinn hátt hjá ÚA á Grenivík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.