Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 14
14 F R É T T I R Línur skerpist í rekstri Eimskips „Þetta mál á sér ákveðinn aðdrag- anda og kemur í framhaldi af nýrri stefnumörkun Eimskipafé- lagsins, sem var kynnt fyrir hlut- höfum á aðalfundi þess árið 2000. Sú stefnumörkun felur í sér að auka fjölbreytnina í starfseminni. Eins og önnur fyrirtæki þarf Eim- skipafélagið að vaxa og auka arð- semi sína. Núna byggir starfsemi Eimskips á þremur stoðum, flutningum, sjávarútvegi og fjár- festingum. Við höfum verið þátt- takendur í sjávarútvegi í mörg ár og átt stóran hlut í nokkrum fé- lögum. Með þeim breytingum sem nú hafa átt sér stað erum við að auka hlut Eimskipafélagsins í Útgerðarfélagi Akureyringa, en við höfum jafnframt sagt að í framtíðinni hefðum við áhuga á því að minnka eignarhlut okkar í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Við teljum að þessar breytingar séu til þess fallnar að skerpa línur í rekstri Eimskips,“ segir Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss, dótturfélags Eimskips. Friðrik segir ekki markmið hjá Eimskip að draga sig út úr öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á þessu ári. „Nei, það þarf ekki endilega að gerast á þessu ári.. Menn skoða einfaldlega þau tækifæri sem upp koma og það gæti tekið nokkurn tíma að minnka eignarhlutdeild okkar í öðrum fyrirtækjum.“ Hlutafé í Eimskip aukið um 28% Friðrik segir ekki tilviljun að Eimskip ákvað að styrkja sína stöðu í Útgerðarfélaginu, en ekki í öðrum þeim félögum sem félag- ið á stóran hlut í, t.d. Haraldi Böðvarssyni á Akranesi eða Skag- strendingi á Skagaströnd. „Út- gerðarfélagið er stærsta sjávarút- vegsfyrirtækið sem við eigum hlut í og einnig er vert að hafa í huga að sá eignarhluti er sá stærsti sem við eigum í félögum yfirleitt. Þar fyrir utan höfum við mikla trú á Útgerðarfélaginu og starfsfólki þess og stjórnendum. Burðarás sem stór eignaraðili í Útgerðarfélaginu hefur tekið virkan þátt í stefnumörkun fé- lagsins og verið virkari í stjórnun þess en öðrum sjávarútvegsfyrir- tækjum sem við höfum komið að,“ segir Friðrik. Þessi viðskipti Eimskipafélagsins, sem í heildina nema 4,6 milljörðum króna, eru fjármögnuð með því að auka hlutafé í Eimskip um 28 af hundraði. Meiri slagkraftur stærri fyrirtækja Í ljósi þess að Eimskipafélagið á nú orðið því sem næst öll hluta- bréf í Útgerðarfélaginu vaknar sú spurning hvort ætlunin sé að stokka upp stjórn félagsins. Frið- rik Jóhannsson segir ekkert hafa verið ákveðið í þeim efnum. Nú- verandi stjórn sé kjörin til næsta aðalfundar og ekkert hafi verið ákveðið með boðun hluthafafund- ar til þess að breyta því. Friðrik segir það alveg ljóst að kaup Eimskips á hlutabréfum í ÚA séu til marks um það að menn hafi mikla trú á sjávarút- veginum. „Við teljum að í sjávar- útveginum séu miklir möguleikar Eimskipafélag Íslands á nú því sem næst öll hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa. Síðla vetrar jók félagið hlut sinn í félaginu og fór þar með upp fyrir 50% hlutafjár. Í kjölfarið var öðrum hluthöfum í ÚA boðið að selja sinn hlut í félaginu í skiptum fyrir bréf í Hf. Eimskipafélagi Ís- lands. Allur þorri hluthafa gekk að þessu tilboði og nú liggur fyrir að Útgerðarfélagið verður í raun ein af þremur meginstoðum í rekstri Eim- skipafélagsins, jafnframt því verður ÚA tekið af skrá Verðbréfaþings Ís- lands enda félagið nánast alfarið í eigu eins aðila. Hluthafar í ÚA eiga aftur á móti eftir þetta hlutabréf í einu stærsta skráða félagi á hluta- bréfamarkaði hér á landi. Við höfum mikla trú á Útgerðarfélaginu - segir Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss „Ég tel að fyrir ÚA sé áhuga- vert að auka bolfiskvinnslu, sem er undirstaðan í starf- semi þess í dag, og einnig tel ég æskilegt að ÚA fari út í veiðar og vinnslu á uppsjáv- arfiski,“ segir Friðrik Jó- hannsson. Þessi mynd var tekin í vinnslu ÚA á Grenivík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.