Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 39
39 S J Ó S TA N G AV E I Ð I „Jú, mikil ósköp, ég er ennþá á fullu í þessu og líklega er það al- veg rétt að sem félagsmaður í stangveiðifélagi er ég trúlega elsti sjóstangaveiðimaður landsins,“ segir Ríkarður í samtali við Ægi. „Ég er í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur og er orðinn heiðurs- félagi þar. Ég er búinn að vera í þessu uppundir fjörutíu ár. Ég hef alltaf verið mikill veiðimaður í mér og frá því ég var smástrákur í sveit í gamla daga hef ég haft mjög gaman af því að veiða. Ég man að það gekk svo langt að þegar ég hafði ekki önnur veiðar- færi, þá varð ég mér úti um títi- prjóna til þess að ná sílunum. Þetta er eitthvað í blóðinu, maður er að eðlisfari veiðimaður,“ segir Ríkarður, sem er fæddur Reyk- víkingur. „Sjórinn á vel við mig“ „Það var í raun enginn sem dró mig í þetta á sínum tíma. Málin einhvern veginn æxluðust þannig að ég fór að prófa þetta og síðan hef ég veitt með litlum hléum. Ég þurfti að vísu að taka mér frí frá þessu fyrir nokkrum árum, en byrjaði aftur af krafti,“ sagði Rík- arður sem keppir enn á stanga- veiðimótum og gerir það heldur betur gott. „Já, blessaður vertu. Á mótinu á Ísafirði í fyrra dró ég hálft tonn á tveimur dögum og það þótti mjög gott af manni á mínum aldri. Það voru nánast þrír á hverjum öngli allt mótið,“ segir Ríkarður og neitar því að hann hafi verið þreyttur eftir svo stífa veiði. „Nei, það var ég ekki. Maður verður ekki þreyttur þegar vel fiskast. Sjórinn á mjög vel við mig, ég finn aldrei til sjóveiki, al- veg sama hvað gengur á. Á mót- inu á Ísafirði var ég á góðum báti og um stýrið hélt góður skip- stjóri. Það hefur vitanlega mikið að segja að vera með mönnum sem vita hvar fiskurinn er.“ Laxveiðin of dýr Ríkarður segir erfitt að lýsa því af hverju menn heillist af sjóstanga- veiðinni. „Það er ekki svo auðvelt að lýsa því í orðum. Þetta er eins og hver önnur baktería og ef menn á annað borð heillast af þessu er illmögulegt að komast í gegnum sumarið án þess að fara á sjó og veiða á stöng. Það er með þetta eins og drykkjumennina að menn verða alltaf að halda áfram og bæta við sig.“ Ríkarður segist ekki vera líka í laxveiðinni. „Nei, mér þykir lax- veiðin of dýr og ég hef hreinlega ekki efni á að fara í hana. Ég held mig því við sjóstöngina, enda gefa þær veiðar mér nægilega mikið. Ég á líka orðið mikinn og Ríkarður Long Ingibergsson, tæplega níræður sjóstangaveiðimaður: Maður verður ekki þreyttur þegar vel fiskast Það sannast á Ríkarði Long Ingibergssyni í Reykjavík að aldur er afstæður í sjóstanga- veiði. Þrátt fyrir að Ríkarður verði níræður í sumar, nánar tiltekið 5. ágúst, er hann ennþá á fullu í sjóstangaveiðinni og gefur sér yngri mönnum lítið eftir. Ríkarður segist sækja sér endurnýjaða orku með því að fara út á sjó og veiða og því sé ekki til í hans orðabók að hætta í sjóstangaveiðinni á meðan heilsa og kraftar endast. Ríkarður Long er hér á fullu í sjóstangaveiðinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.