Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2002, Page 49

Ægir - 01.05.2002, Page 49
49 - Þjónn! Segðu mér, berið þið þennan óþverra á borð fyrir skikkan- legt fólk? - Nei! Hún var nýgift og sá hamingju- sami var Frakki. - Ertu hamingjusöm? spurði ná- grannakonan. - Já, alveg óskaplega. Framvegis ætla ég bara að giftast Frökkum! Fegurðardísin var nýbúin að hryggbrjóta enn einn biðilinn og hann var á leið til dyra. Hún kallaði á eftir honum: - Þú ferð líklega ekki að drekka þig fullan? - Nei, í svona kringumstæðum er ég vanur að fremja sjálfsmorð! Ertu búinn að sjá nýjustu skyrtu- tískuna, Helgi? spurði konan hans. - Þær eru alveg tölulausar. - Nýjustu og nýjustu, sagði Helgi. - Ég er nú búinn að ganga í svoleiðis skyrtum síðan við giftumst! Einn sjúklingurinn á geðveikra- hælinu mætti garðyrkjumanninum sem var með hjólbörur fullan af mykju. - Hvert ertu að fara með allan þennan skít? spurði sjúklingurinn. - Á jarðarberin. - Á jarðarberin! hrópaði sjúkling- urinn. Við setjum nú sykur á jarðar- berin og við erum sagðir geðveikir! - Það er næstum of heitt til að vera í fötum, sagði eiginmaðurinn. - Hvað heldurðu að nágrannarnir segi ef ég slæ lóðina ber? Konan leit sem snöggvast á hann og sagði svo: - Þeir myndu áreiðan- lega segja að ég hafi gifst þér vegna peninganna! Maður sem taldi sig vera Napóleon var lagður inn á geðsjúkrahús. Þar var annar fyrir sem fullyrti líka að hann væri Napóleon og læknirinn setti þá saman á stofu til að vita hvað gerðist. Eftir viku spurði læknirinn hinn fyrrnefnda hvort hann héldi enn að hann væri Napóleon. - Nei, sagði sjúklingurinn, - ég er búinn að komast að því að ég er Jós- efína. - Jósefína? - Já, konan hans! Maður kom til læknisins og var með skelfilega timburmenn og bað um hjálp. - Ég lenti í vondum félagsskap, sagði hann til að skýra málið. - Hvernig þá? - Ég átti þrjár viskíflöskur og hinir voru allir bindindismann! Síminn hringir og eiginmaðurinn svarar. - Það hef ég ekki hugmynd um. Hringdu í vegagerðina! _- Hver var þetta? spurði konan. - Hef ekki hugmynd um það. Ein- hver grasasni sem spurði hvort vegur- inn væri fær! Magnús var að kenna Níels að blanda kokkteil. - Sjáðu hérna, Níels, sagði hann. - Í þennan kokkteil set ég 1/3 vodka, 1/3 gin, 1/3 sjerrí og 1/3 tónik. - Nú, en það eru fjórir þriðju hlut- ar. - Já, Níels, en ég nota alltaf stór glös! Ritstjórinn varð argur þegar Geir, einn af blaðamönnunum var sí- geispandi á morgunfundinum. - Sumir sofa bara fjóra tíma á nótt- unni og eru samt sprækir á daginn, sagði ritstjórinn ergilega. - Já, það ætti ég að vita manna best, sagði blaðamaðurinn. - Við erum með tvo svoleiðis gaura heima! Sveinn hafði keypt bíl af Jóa. Nokkrum dögum seinna kemur hann, alveg í rusli. - Heyrðu, Jói, geturðu ekki talið aftur upp kostina við bílinn? Ég þarf svo sannarlega á uppörvun að halda! Stína fór með 18 ára dóttur sinni til læknisins. - Klæddu þig úr, sagði læknirinn við dótturina. - En það er ég sem er lasin, sagði Stína. - Jæja, rektu þá út úr þér tunguna! - Ætlarðu að skilja? Ég get bent þér á afbragðs lögfræðing. - Of seint. Ég kynntist svo asskoti huggulegum arkitekt! Ertu á nýju skónum þínum? spurði Skotinn son sinn. - Já, pabbi. - Taktu þá lengri skref! - Hvað er líkt með ketti og karl- manni? - Báðir eru hræddir við ryksuguna! Miðaldra kona kom inn í strætis- vagninn og rótaði í kápuvösum sín- um í leit að peningum. Eftir langa mæðu gat vagnstjórinn ekki orða bundist: - Geturðu ekki bara borgað og haldið svo áfram að klóra þér? Jóna tók eftir að hún fékk ekki rétta upphæð í barnabætur og fór á sýsluskrifstofuna til að kippa því í lag. - Hvað áttu mörg börn? spurði fulltrúinn. - Sex stráka. - Og hvað heita þeir? - Jón, Jón, Jón, Jón, Jón og Jón. - Jón? Heita þeir allir Jón. Hvern- ig ferðu að þegar þú kallar í þá. - Ég kalla bara Jón og þá koma þeir allir. - En ef þú þarft bara að kalla í einn þeirra? - Þá nota ég föðurnafnið líka! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.