Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 29
Fiskiðjusamlag Húsavíkur vin- sælt ferða- mannafrystihús Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur frá því í júlí 1997 boðið upp á svokallað ferðamannafrystihús í bolfiskvinnslu félagsins. Þar er tekið á móti erlendum og inn- lendum gestum og þeir upp- fræddir um hvernig fiskvinnsla í íslensku frystihúsi gengur fyrir sig. Þessi skemmtilega nýbreytni hefur sannarlega slegið í gegn og verið mikilvægur hlekkur í því að styrkja ferðaþjónustu á Húsavík, sem með tilkomu hvalaferða hef- ur mjög sótt í sig veðrið á undan- förnum árum. Náið samstarf er um þessa þjónustu við ferðafólk milli Fiskiðjusamlagsins og Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Í kynningarferðunum er gerð grein fyrir uppbyggingu íslenska kvótakerfisins, hvaða aðferðir tíðkist við veiðar á Íslandi o.s.frv. Farið er yfir hvar hægt er að nálg- ast íslenskan fisk og hvernig má þekkja hann á gæðunum. Eftir kynningu er farið í gegnum frystihúsið með fylgdarmanni ásamt því að fólki gefst kostur á að bragða á afurðunum. Í sumar verður hægt að komast í þessar ferðir frá 1. júní og til loka ágúst. Boðið er upp á ferðir alla virka daga kl. 11 og 14. Og ef ástæða þykir til verða settar upp ferðir kl. 9 árdegis. Ferðin kostar 500 krónur á mann. Allar upplýsingar um þessar ferðir er að fá í síma Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, 464 2520. 29 F R É T T I R Uppl‡singavefur um íslensk skip Kíktu á www.skipaskra.is og www.hafnir.is Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hef- ur ákveðið að vísa dómsniður- stöðu Hæstaréttar í máli sjóðsins gegn íslenska ríkinu til Mannréttindanefndar Evrópu. Þetta kom fram í máli Gunnars I. Hafsteinssonar, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs sjómanna á ársfundi sjóðsins nýverið. Lífeyrissjóður sjómanna höfðaði umrætt mál gegn íslenska ríkinu vegna lagabreytinga frá árinu 1981 þar sem lagðar voru álögur á sjóðinn með breytingum á regl- um um töku ellilífeyris fyrir 65 ára aldur, án þess að gengið væri frá því hvernig skyldi standa straum af þeim kostnaði sem leiddi af breytingunni. „Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að lagabreytingin hefði ekki leitt til þess að fjármunir væru teknir frá Lífeyrissjóði sjómanna, heldur hefðu greiðslur hans til ákveðinna sjóðfélaga aukist á kostnað heild- arinnar. Því hafi lagabreytingin í raun þýtt tilfærslu réttinda milli félaga í lífeyrissjóðnum. Ríkið var því sýknað af öllum kröfum sjóðs- ins. Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna telur þessa niðurstöðu óásættan- lega og hefur ákveðið að vísa mál- inu til Mannréttindanefndar Evr- ópu,“ segir Gunnar í skýrslu sinni til aðalfundar Lífeyrissjóðs sjó- manna. Lífeyrissjóður sjómanna: Vísar máli til Mann- réttindanefndar Evrópu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.