Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 37

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 37
37 S J Ó S TA N G AV E I Ð I „Sjóstangaveiðifélögin átta sem eru starfandi eru öll mjög vel virk og starfsemi þeirra blómleg,“ seg- ir Lárus Einarsson, formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur og jafnframt formaður Landssam- bands sjóstangaveiðifélaga. Átta mót á vegum átta félaga Sjóstangaveiðimenn af öllu land- inu reyna með sér á átta mótum frá apríl og fram í ágúst, auk þess sem sjóstangaveiðifélögin eru með sín innanfélagsmót. Fyrsta mót á vegum Landssam- bands sjóstangaveiðifélaga, en hvert mót stendur í tvo daga, var í Grundarfirði 26.-27. apríl sl. og annað mótið fór fram 10.-11. maí á Akranesi. Viku síðar var mót í Vestmannaeyjum og um mánaða- mótin maí-júní er á dagskrá fjórða mót ársins í Neskaupstað. Síðan verður veitt í Bolungarvík 5.-6. júlí og frá Ólafsvík verður róið 19.-20. júlí. Um verslunar- mannahelgina verður sjóstanga- veiðimót á Siglufirði og vertíð- inni lýkur að vanda með móti sem Sjóstangaveiðifélag Akureyr- ar heldur og verður róið frá Dal- vík 16. og 17. ágúst. Fjörleg mót „Það sem mér finnst standa upp úr í sjóstangaveiðinni er veiðin sjálf og keppnirnar. Í keppnunum eru kannski fimm saman á bát og þeir eru í fimm sveitum. Það er því ekki nóg með að menn séu að keppa í einstaklingskeppni, held- ur er um leið verið að keppa í sveitum og það gerir spennuna meiri,“ segir Lárus Einarsson. Pétur Sigurðsson, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar og gjaldkeri Landssambands sjó- stangaveiðifélaga, tekur undir það að sjálf veiðin sé það sem heillar hvað mest. Pétur hefur gert það heldur betur gott í sjóstangaveið- inni. Á þeim áratug sem hann hefur veitt eru verðlaunagripirnir eitthvað á sjöunda tuginn og fyrir tveimur árum hampaði hann Ís- landsmeistaratitli karla í sjó- stangaveiði. „Mér finnst sjálfur veiðiskapur- inn vera það skemmtilegasta við þessa íþrótt. Félagsskapurinn er líka mjög skemmtilegur. Mér hefur gengið vel í þessu og það er auðvitað mjög gaman.“ Pétur viðurkennir fúslega að hann taki alltaf eina eða tvær sjó- veikitöflur áður en hann fer út á sjó að veiða. „Það er nú svo skrít- ið með það að sumir í sjóstanga- veiðinni komast aldrei yfir sjó- veikina og æla. En menn fara engu að síður aftur og aftur,“ sagði Pétur. Hluti af fiskveiði- stjórnunarkerfinu Stofnbúnaður í sjóstangaveiði er fyrst og fremst góð veiðistöng, öflugt hjól, sjálf veiðarfærin, þar til gerð vesti og belti til þess að festa stöngina í. Lárus segir að ætla megi að kostnaður við þenn- an útbúnað sé á milli 50 og 100 þúsund krónur. „Reynslan sýnir að þessi búnaður endist mjög vel og það þarf yfirleitt ekki að end- urnýja hann nema á margra ára fresti, þó því aðeins að menn verði ekki fyrir tjóni.“ Óhætt er að segja að töluvert magn af fiski komi jafnan á land á sjóstangaveiðimótunum, enda Fast að 500 manns eru félagar í átta sjóstangaveiðifélögum um allt land: Ég gef ekki upp mínar formúlur - segir Lárus Einarsson, formaður Landssambands sjóstangaveiðifélaga Sjóstangaveiði nýtur vaxandi vinsælda og eru skráðir iðkendur í átta sjóstangaveiðifélögum um allt land vel á fimmta hundrað. Þetta er íþrótt sem hentar báðum kynjum, jafnt ung- um sem öldnum, og er keppt til Íslandsmeist- ara á nokkrum mótum. Árangur í þremur mót- um telur til Íslandsmeistara. Vígreifur með einn vænan!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.