Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 35

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 35
35 F I S K I Þ I N G takmarkað eftirlit með veiðunum. En það hlýtur að vekja athygli að ofveiðin er mest í þeim löndum sem ættu að hafa hvað bestar að- stæður til að koma í veg fyrir of- veiði. Fiskveiðar ríku, þróuðu þjóðanna, hafa á síðustu tíu árum dregist saman um liðlega 30% úr 40 milljónum tonna 1990 í 28 milljónir tonna árið 2000 og það stafar ekki af minnkaðri sókn. Sé litið til heimsveiðarinnar á verð- mætustu botnfisktegundunum á síðustu 15 árum, þá hefur hún minnkað úr 13 milljónum tonna í liðlega 6 milljónir tonna, minnk- un um 50%. Til að bæta gráu ofan á svart þá hafa kanadískir vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu í nýbirtri mjög um- fangsmikilli rannsókn að hætta sé á óbætanlegu tjóni á vistkerfi Norður Atlantshafsins vegna langvarandi ofveiði. Hvað varðar fiskveiðar þróunarlanda þá halda þær áfram að aukast, en það er deginum ljósara að þar stefnir í vaxandi ofveiði. Ekkert annað en kraftaverk getur komið í veg fyrir það.“ Greinin sjálf komi inn í umræðuna Grímur segir að margt hafi verið gert til þess á vegum FAO og annara stofnana Sameinuðu þjóð- anna til þess að setja lög, reglur og leiðbeiningar til þess að takast á við fiskimálin, t.d. Hafréttar- sáttmálann frá 1982, Úthafsveiði- samninginn frá 1993 og Flökku- fiskasamninginn frá 1995. Einnig nefndi Grímur að siðareglur FAO um fiskimál hafi verið samþykkt- ar 1995, en þær eru leiðbeinandi um það hvernig æskilegast er að menn standi að verki allt frá veið- um á fiskinum til markaðssetn- ingar afurðanna. Sömuleiðis gat Grímur um alþjóðlegar áætlanir um stjórnun á hákarlaveiðum, minnkun á fugladauða við línu- veiðar, og stjórnun á stærð fiski- veiðiflota frá 1999. „Síðastliðið vor var svo samþykkt alþjóðleg áætlun gegn ólöglegum og stjórnlausum úthafsveiðum. Þótt þarna liggi mikið starf að baki þá er það einungis byrjunin, því eftir er að semja um skiptingu stofna sem flakka milli lögsaga, hvernig eigi að standa að veiðieftirliti og skráningu afla, svo að nokkuð sé nefnt. Regluverkið er komið í stórum dráttum en það vantar á framkvæmd. Ég held að það sé kominn tími til þess að greinin sjálf, fyrirtæki í útgerð, vinnslu og markaðssetningu komi mun ákveðnar inn í umræðuna um þessi mál ekki síst því sem er lyk- ilatriðið í þessari umræðu, en það er fiskveiðistjórnunin.“ Útflutningur á íslenska kerfinu? „Úthlutun náttúrugæða er að sjálfsögðu mjög pólitískt mál, eins og við þekkjum af umræð- unni hér heima, en ég held að þeirri skoðun vaxi mjög fylgi, og kom reyndar skýrt fram á Reykja- víkurráðstefnunni sl. haust, að lögbundin úthlutun skilgreindra fiskveiðiréttinda sé nánast for- senda fyrir því að unnt sé að ná tökum á fiskveiðistjórnun. Það þýðir ekki endilega útflutning á íslenska kerfinu, því á skilgreind- um veiðiréttindum eru margir aðrir möguleikar en yfirfæranlegir aflakvótar. Fiskveiðiréttindin geta tekið margvíslegt form og verið í eigu fyrirtækja, einstaklinga eða jafnvel byggðarlaga. Mestu skipt- ir að veiðiréttindin séu skilgreind og bundin í lög. Greinin sjálf, þeir sem hafa reynslu af rekstri og viðskiptum, þurfa að koma að þessu máli og leggja sín lóð, reynslu og innsæi, á vogarskálarn- ar. Afl þeirra sem kunna á gang- verk efnahagslífsins, fyrirtækjana, fer sífellt vaxandi ekki síst í ljósi aukinnar markaðsvæðingar og samruna fyrirtækja. Hið pólitíska kerfi verður að vinna í nánu sam- starfi við greinina við að leysa þessi vandamál. Aukin stærð fyr- irtæka, sem er helsti drifkraftur alþjóðavæðingarinnar, veldur því að ábyrgðin gagnvart neytendum flyst í vaxandi mæli frá opinber- um aðilum til fyrirtækjanna sjálfra. Fjölþjóðafyrirtækin, í mörgum tilfellum með starfsemi í tugum landa, starfa í löndum með afar misjöfnu laga- og reglu- gerðarumhverfi, t.d. um vinnu- löggjöf og gæðareglur. Þessi fyrir- tæki hafa því í vaxandi mæli orð- ið að taka málin í eigin hendur og setja sér eigin siðareglur,“ sagði Grímur Valdimarsson m.a. í er- indi sínu á Fiskiþingi. Nokkrir fundarmenn ræða málin í kaffihléi. Johann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, í ræðustóli á Fiski- þingi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.