Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 50

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 50
50 Spærlingur er langur, frekar grannur og þunnur beinfiskur með meðalstóran haus, dálítið yfirmynntur, og augun fremur stór. Kjaftur er allstór og tennur smáar. Bolurinn er stuttur en stirtlan löng og afturmjó. Bakuggar eru þrír og er miðugginn stærstur. Raufaruggar eru tveir og sá fremri lengri og sporðblaðkan meðal- stór. Eyruggar eru í meðallagi, en kviðuggar sem liggja framan við eyrugga eru fremur smáir. Hreistur er smátt og þunnt og fellur auðveldlega af. Spærlingur er þanggrænn á lit að ofan, silfurlitur á hliðum og hvít- ur á kvið. Rákin er dökk og greinileg. Heimkynni spærlings eru í Norðaustur-Atlantshafi, við Ísland og Færeyjar suður til Skotlands og Írlands. Hann er í Norðursjó, Kattegat, Skagerak og dönsku sundunum. Hann er við Noregs- strendur og allt norður í Barentshaf. Sennilega eru sérstakir stofnar við Ísland, Noregsstrendur, vestan Bretlandseyja og í Norðursjó og er sá stofn langstærstur. Við Ísland er spærlingur frá Suðausturlandi meðfram suðurströndinni vestur og norður á Strandagrunn. Einnig hefur hann fundist undan Norðurlandi en þó í litlu magni. Spærlingur er botnfiskur og heldur sig mest á leirbotni, aðallega á 100-200 metra dýpi. Hann þvælist þó upp um sjó í fæðuleit. Hrygning hér við land fer einkum fram í Háfadjúpi og á Selvogs- banka en einnig víðar undan Suður- og Suðvesturlandi síðari hluta mars og fram í maí. Spærlingur hrygnir á um 100 m dýpi og dýpra og eru eggin, sem eru sviflæg, 1-1,2 mm í þvermál og fjöldi hrogna 60 þúsund til 380 þúsund eftir stærð hrygna. Spærlingur vex nokkuð hratt og um fimm ára aldur er hann 17-25 cm. Hann er kynþroska 2-3 ára en verður varla eldri en fimm ára. Lítið er vitað um stofnstærð spærlings en hann á sér marga óvini í sjónum sem éta hann með góðri lyst. Danir og Norðmenn eru aðalveiðiþjóðir spærlings og eru veiði- svæðin aðallega í Norðusjó, Kattegat og Skagerak, norðvestan Bretlandseyja og við Noreg. Hér við land hófust spærlingsveiðar árið 1969 en hafa aldrei orðið miklar og síðustu ár hefur veiðin ver- ið mjög lítil. Allur spærlingsafli fer í bræðslu og til mjöl- og lýsis- framleiðslu. Trisopterus esmarki Spærlingur F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.