Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 34

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 34
34 Grímur sagði í erindi sínu að því væri ekki að neita að fiskveið- ar væru í vaxandi mæli litnar hornauga og sættu harðri gagn- rýni umhverfisverndarsamtaka. Sjávarútvegurinn væri sakaður um rányrkju, að fiskistofnar um allan heim væri ofveiddir, óarð- bærum veiðum væri haldið uppi með ríkisstyrkjum og fiskimenn skeyttu engu um hvort þeir dræpu sjávarspendýr, sjófugla eða skjaldbökurnar við veiðarnar. Fiskveiðiflotar heimsins of stórir „Náttúruverndarsamtök þrýsta á um að koma einstökum fiskteg- undum á lista yfir dýr í útrým- ingarhættu og hvetja neytendur til þess að kaupa ekki fisk. Fiski- mál sem snúa að hinum mannlega þætti fá hins vegar minni athygli, eins og sú staðreynd að fiskveiðar á smábátum er sennilega hættu- legasta atvinnugrein heimsins þar sem 24000 manns, að minnsta kosti tapa lífinu árlega við veiði- skap. Ekki bætir úr skák að of- veiði á grunnslóð gerir það að verkum að smábátarnir sækja fiskinn æ dýpra sem enn eykur á hættuna,“ sagði Grímur. FAO fylgist reglulega með ástandi liðlega 600 fiskistofna um víða veröld, að sögn Gríms og hann sagði að nú væri svo komið að um 50% þeirra væru fullnýtt- ir, 25% gætu gefið eitthvað meira af sér og 25% væru ofveiddir. „Ekki er um það deilt að fisk- veiðiflotar heimsins eru of stórir og veiðigetan er talin vaxa um a.m.k. 5% á ári, einungis vegna bættrar veiði- og leitartækni. Hið alþjóðlega flutningakerfi batnar stöðugt svo að nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að taka þátt í heimsviðskiptunum. Þetta þekkja Íslendingar því nú þykir ekkert tiltökumál að koma, jafnvel ódýr- um fiski á fjarlægustu markaði. Það sem veldur þó mestum áhyggjum er að fiskveiðistjórnun, veiðieftirlit og aflaskráning er víða í ólestri svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. Víða er það talið pólitískt ógeranlegt að takmarka aðgang að auðlindunum og því er víða óheftur eða lítt takmarkaður aðgangur að fiskimiðunum. Einnig er algengt að fiskirann- sóknir séu litlar sem engar og Framsögumenn á Fiskiþingi. Athyglisvert erindi Gríms Valdimarssonar á Fiskiþingi: Regluverkið er komið en framkvæmdina vantar Þann 3. maí sl. var haldið árlegt Fiskiþing á vegum Fiskifélags Íslands og þar var meðal frummælenda Grímur Valdimarsson, fyrrv. forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og núverandi forstöðumaður fisk- iðnaðarsviðs fiskideildar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna (FAO) í Róm. Grímur fjallaði á eftirtektarverðan hátt um fiskveiðar frá ýmsum sjónarhornum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.