Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 47

Ægir - 01.05.2002, Blaðsíða 47
47 E R L E N T Gen sérhvers manns eru einstök, frábrugðin genum annarra manna. Þessi sérkenni nýtast til dæmis í réttarlæknisfræði og skyldleikarannsóknum. Fiskaren greinir frá því að í Tromsø séu hafnar rannsóknir á genum þorsks og er ætlunin að nýta niðurstöð- urnar í þorskeldi. Margir mikilvægir þættir Vöxtur er einn af mörgum breyti- legum þáttum sem ætlunin er að rannsaka. Stjórnandi rannsókn- anna, Atle Mortensen, telur lík- legt að miklu fleiri en 100 gen tengist vexti og til viðbótar koma svo gen sem ráða öðrum breyti- þáttum, svo sem heilsu, útliti, kynþroska, gæðum og bragði fisksins. Erfðir og fjölbreytni mikilvægra eiginleika verða þannig lögð til grundvallar í þor- skeldinu. Madjid Delghandi, dr. scient., sem er lykilmaður í rannsóknun- um og skrifaði doktorsritgerð sína um margvíslega notkun genamerkinga í mönnum, á nú að beita aðferðinni á þorskagen til að hægt verði að greina fjölskyldur og einstaklinga án hefðbundinna merkinga. Þá þarf ekki lengur að halda fjölskyldum aðgreindum, hverri í sínu keri, þar til fiskurinn er orðinn nógu stór til að merkja hann. Auk þess að minnka kostn- að við ker og byggingar leysir það annan vanda, svo sem ólíka um- hverfisþætti í mismunandi ker- um, sem hafa skekkt arðsemisút- reikninga þorskfjölskyldna. Lofar góðu „Okkur hefur orðið talsvert ágengt. Innan árs ættum við að fá marktæka niðurstöðu og ég vona sannarlega að þorskeldi í Noregi njóti góðs af rannsóknunum í framtíðinni,“ segir Dalghendi. Landhelgin við Svalbarða færð út? Norska utanríkisráðuneytið met- ur nú hvort færa skuli út land- helgi Norðmanna við Svalbarða úr 4 í 12 sjómílur. Fiskaren hefur eftir fréttafulltrúa ráðuneytisins að eðlilegt sé að landhelgi sé hin sama á öllum norskum hafsvæð- um, þar á meðal við Svalbarða. Mörg lönd hafa mótmælt því að Norðmenn eigni sér á slíkan hátt hafsvæðið við Svalbarða. Krefst stjórnunar þorskveiða Verðhrun hefur orðið á útflutt- um fiski frá Noregi, skrifar Fiskaren. „Auk þess stóðu flest- ir dagróðrabátar uppi kvótalaus- ir í endaðan apríl,“ segir Roger Gordon hjá Loppafisk. Hann er óánægður með ástandið í veið- unum. Það er kapphlaup um veiðarnar og mokað á land eins miklum fiski og mögulegt er á sem stystum tíma á litlu svæði. „Fiskur hefur verið sendur til baka vegna þess að hann er ónýtur. Þetta er óafsakanlegt. Ef ekki er hægt að stjórna þorsk- veiðunum þá endurtekur þetta sig bara aftur og aftur.“ Loppafisk, sem er í eigu Fjord Marine, fékk tilboð um að kaupa fisk sem hafði verið end- ursendur frá Danmörku á 55 ÍSK kílóið. Ástæðan fyrir end- ursendingunni var sögð sú að fiskurinn væri óhæfur til vinnslu. Hann var frá Finn- mörku. Veikur fiskur Kjell Olaf Larsen, fiskkaupandi, er ekki hissa á því að fiskur frá Finnmörku skuli vera sendur til baka til Noregs. „Það er verið að veiða veikan fisk sem er óhæfur til vinnslu eftir þrjá daga.“ Fiskkaupendur í Båtsfjord hættu að kaupa fisk meðan ein- ungis barst á land svonefndur loðnuþorskur, þ.e. þorskur sem hefur étið svo yfir sig af loðnu að frumurnar í holdinu springa. Slíkur fiskur er afar lélegt hrá- efni. Jafnvel trillufiskurinn er ónothæfur til flökunar þriggja daga gamall. „Á þessum árstíma er kúnstin að takmarka, ekki kaupa. Þess vegna höfum við verið dálítið erfiðir, fiskkaupendur,“ segir Larsen, „enda hefur enginn fisk- ur verið endursendur sem unn- inn var í Austur-Finnmörku. Larsen vandar snurvoðarbát- unum ekki kveðjurnar og segir að þeir eigi mesta sök á því að fluttur er út norskur fiskur sem er óhæfur til manneldis. Erfðarannsóknir á þorski Í Noregi eru hafnar genarannsóknir á þorski sem er ætlunin að nýta í þorskeldi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.