Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Þriðjudaginn 18. júní sl. voru lands- menn rækilega minntir á hvað þarf lítið út af að bera til þess að illa fari. Ég hrökk illa við þegar ég hlustaði á þær ótrúlegu fréttir að Guðrún Gísla- dóttir KE, þetta stórglæsilega og öfl- uga fjölveiðiskip, hefði strandað á skeri í sundinu Nappstraumen við Ló- fót í Norður- Noregi. Gat þetta verið rétt? Sem betur varð mannbjörg og maður þakkar guði fyrir það. Ég fór í gegnum það í huganum að ég hafði skrifað ítarlega lýsingu á þessu glæsi- lega skipi í Ægi í október sl. og þar kom fram hversu gífurlega öflugt skipið væri. Orðrétt sagði Halldór skipstjóri í þessari umfjöllun í Ægi: „Mér líst mjög vel á skipið, það er bæði stórt og öflugt. Skipið er stærra en það í fljótu bragði virðist vera. Það er geysilega öflug vél í skipinu, tvær flottromlur og stór og sterk spil, tækjabúnaðurinn er allur mjög öflug- ur og fullkominn.“ Þetta alvarlega slys er til marks um hversu lítill hinn mannlegi máttur er í raun gagnvart náttúruöflunum. Hætturnar leynast víða og þá gildir einu hvort skipið er lítið eða stórt. En við slíkar kringumstæður er það sem máli skiptir að menn kunni til verka og viðbrögðin séu fumlaus. Þar skiptir sú þekking sem sjómann hafa aflað sér í Slysavarnaskóla sjómanna miklu máli - hún er í raun lykilatriði. Að auka verðmæti sjávarfangs Guðrún Gísladóttir var vel búin til nútíma vinnslu á uppsjávartegundum. Vilhelm Þorsteinsson, flaggskip Sam- herja, gerði það ævintýralega gott á norsk-íslensku síldinni í fyrra og sannaði að unnt er að gera verulega aukin verðmæti úr síldinni með flaka- vinnslu um borð. Guðrún Gísladóttir var að þreifa sig áfram með slíka vinnslu og gekk nokkuð vel. Til marks um það fór niður með skipinu verðmætur síldarfarmur. Fullkomin og öflug fjölveiðiskip glæða vonir okkar um að unnt sé að ná þeim kvóta sem úthlutað er úr norsk-íslensku síldinni og ekki síður er það mikilvægt að með því að vinna aflann um borð er verið að stórauka verðmæti þeirra síldartonna sem koma upp úr sjó. Aukið verðmæti sjávar- fangs er eitt af lykilatriðum í sjávarút- vegi í dag og því kemur ekki á óvart að á vegum sjávarútvegsráðuneytisins er nú starfandi starfshópur sem er ætl- að að gera tillögur um hvernig megi auka verðmæti sjávarafla. Eins og kemur fram í grein í þessu blaði er gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra fái tillögur starfshópsins í hendur í september nk. og verður forvitnilegt að sjá hvað þær fela í sér. Það er ljóst að ýmis tækifæri eru í þessum efnum. Síldin er ekki eina tegundin sem mögulegt er að vinna meiri verðmæti úr. Það sama gildir til dæmis um kolmunnann og einnig loðnuna. Framtakssamir menn hafa einnig verið að taka skref í líftækni sem tengist sjávarfangi. Sum af þeim verkefnum lofa góðu og gefa góð fyrirheit um framhaldið. Menntunarmálin Áðurnefndur starfshópur sjávarútvegs- ráðherra um aukið verðmæti úr sjávar- fangi hefur meðal annars rætt um menntunarmál þeirra sem starfa í sjáv- arútvegi og menn velta því auðvitað fyrir sér hvort þau mál séu í nægilega góðu lagi. Því miður er það svo að áhugi á menntun í greinum sem tengjast sjávarútvegi er af skornum skammti. Til dæmis hafa alltof fáir nemendur sótt nám í sjávarútvegs- braut Háskólans á Akureyri, þó fyrir liggi að það nám sé hagnýtt og veiti góða atvinnumöguleika að námi loknu. Til þess að snúa þessari þróun við þarf að breyta þeirri ímynd sjávar- útvegsins að hann sé starfsgrein þar sem menn eru eingöngu að fást við frumvinnslu. Svo er nefnilega alls ekki. Nútíma sjávarútvegur er mjög tæknivæddur og hjá öflugustu sjávar- útvegsfyrirtækjunum fer þeim fjölg- andi sem eru háskólamenntaðir. Hins vegar má kannski segja sem svo að al- mennt sé ekki nóg að gert í nám- skeiðahaldi og símenntun ófaglærðs fólks í fiskvinnslu. Á liðnum vetri bauð Útgerðarfélag Akureyringa starfsfólki sínu upp á fjölmörg áhuga- verð persónubundin námskeið, til dæmis í tungumálum og tölvunotk- un, og sömuleiðis var boðið upp á tómstundanámskeið. Þessi svokallaði ÚA-skóli þótti takast mjög vel og framhald verður á næsta vetur. Spurn- ing er hvort þarna sé ekki komin ákveðin fyrirmynd að því hvernig standa beri að málum í símenntun fiskvinnslufólks. Þegar hið óvænta gerist Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.