Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 21
21 F I S K I R A N N S Ó K N I R djúpmiðum norðanlands. Þegar haustar heldur hún síðan sömu leið til baka á hrygningarstöðv- arnar. Hákarlinn er helsti óvinur grálúðunnar auk þess sem mjald- ur og náhvalur éta grálúðu.” Heildaraflinn fari ekki yfir 23 þúsund tonn Að mati vísindamanna minnkaði grálúðustofninn um 60% á árun- um 1986-1998 en var í árbyrjun 2002 talinn vera um helmingur af stærð hans árið 1986 eða svip- aður og hann var árið 1993. Í ástandsskýrslu Hafró segir eftir- farandi um grálúðustofninn og tillögur stofnunarinnar um veiðar úr stofninum á næsta fiskveiðiári: „Á árinu 2001 lagði Hafrann- sóknastofnunin til að heildarafli við Austur-Grænland, Ísland og Færeyjar á árinu 2002 færi ekki yfir 20 þús. tonn. Miðað við að úthlutað aflamark Íslendinga náist á yfirstandandi fiskveiðiári og að afli við Færeyjar og Austur-Grænland verði svip- aður og á síðasta fiskveiðiári er áætlað að heildaraflinn á árinu 2002 verði um 30 þús. tonn. Með tilliti til óvissuþátta í stofnmati er sókn miðuð við hámarks af- rakstur ekki talin samræmast var- úðarnálgun við stjórn fiskveiða. Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur því til að veiðidauði á hverjum tíma verði miðaður við 2/3 af veiðidauða við hámarksafrakstur. Við framreikning á þróun stofns- ins miðað við þessa sókn eru miklar líkur á að stofninn vaxi á næstu árum. Afli sem samsvarar þessari sókn er um 23 þús. tonn árið 2003 en ætti að aukast í um 30 þús. tonn þegar til lengri tíma er litið. Við 30 þús. tonna ársafla á næstu árum eru hins vegar tölu- verðar líkur á að stofninn standi í stað. Í ljósi þess leggur Hafrann- sóknastofnunin til að heildarafli grálúðu á svæðinu Austur-Græn- land/Ísland/Færeyjar fiskveiðiárið 2002/2003 fari ekki yfir 23 þús. tonn.” Hvar eru uppeldisstöðvarnar? Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, segir að ekki sé hægt að segja annað en stofnmat grálúðu sé jákvætt. Hins vegar sé stóra spurningin hvernig veiðunum verði háttað. „Við segjum í okkar skýrslu að einhverjar líkur séu til þess að stofninn muni ekki rétta meira úr kútnum en nú er ef veiðarnar verða um 30 þúsund tonn á ári,” segir Einar. Hann segir að tölu- verð samvinna hafi verið milli vísindamanna á Íslandi og í þeim löndum sem hagsmuna eigi að gæta varðandi grálúðuna. “Við höfum verið að vinna töluvert með dönskum vísindamönnum í leit að ungfiski í grænlenskri landhelgi. Sú leit hefur lítinn ár- angur borið. Við finnum ekki minni fisk á þessu svæði en veið- anlega stærð á Íslandi, sem er 50 sentímetra fiskur. Og þennan fisk finnum við ekki við Austur- Grænland, það er ekki fyrr en vestur af Vestur-Grænlandi sem við verðum varir við ungfiskinn. Við skiljum satt best að segja ekki nákvæmlega lífsmynstur þessa stofns. Eitthvað er þó vitað um hvar grálúðan hrygnir, en um uppeldisstöðvar hennar er minna vitað,” sagði Einar. “Menn hafa dregið upp þá mynd að uppeldis- stöðvar grálúðunnar kunni að vera á rækjuslóð fyrir norðan og síðan haldi hún vestur. Um þetta er ekki gott að segja, en við höf- um líka verið að sjá ungfisk á svokölluðum Austurkanti, út af Austfjörðum, og þar höfum við verið að merkja töluvert af fiski. Þessar merkingar voru hluti af samnorrænu verkefni þar sem við beindum sjónum okkar að upp- eldisstöðvum grálúðunnar,” segir Einar. Borun eftir olíu frestað Það verður ekki borað eftir olíu við Fær- eyjar þetta árið. Agip félagið hefur fengið færeysk yfirvöld til að samþykkja að fyr- irhuguðum borunum sé frestað um eitt ár. Tilraunaborun í fyrra gaf góðar vonir um að olíu sé að finna undir hafsbotnin- um sunnarlega í færeyskri landhelgi. Nú vilja jarðfræðingar fá tóm til að gaumgæfa betur gögn sín áður en farið er að bora. Frestunin hefur valdið mörgum von- brigðum í Færeyjum því margir vonuðu að umsvif yrðu mikil kringum olíubor- unina strax í sumar. Það er ljóst að Færeyingar hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með stöðu mála varðandi olíuna. Þessi mynd var tekin á hafnarsvæðinu í Þórshöfn í Færeyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.