Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 18
18 E R L E N T Norska strandgæslan staðfestir auknar svartar þorskveiðar í Barentshafi. Um- skipun þorskafla á sjó við Bjarnarey hefur vaxið og móttökuskipin eru frá fleiri þjóðum en áður. „Fyrstu fjóra mánuði ársins höfum við fylgst með umskipun afla norður frá,” hefur Fiskaren eftir Øystein Høyvåg hjá Norsku strandgæslunni, “en við höfum ekki mjög mikið í höndunum ennþá, en vitum þó að um miðjan apríl tóku sjö skip þátt í um- skipun afla við Bjarnarey þótt lítið væri um að vera í þorskveiðunum í Barentshafi.” Síðan í fyrra hafa henti- fánaskip frá mörgum þjóðum í aukn- um mæli tekið á móti þorskafla við Bjarnarey. Það sem Norska strand- gæslan skráir af slíku tilkynnir hún líka til Rússlands. Varar við umskipun afla Forstjóri útgerðarsamsteypunnar Norfra, Steinar Eliassen, varar sterk- lega við umskipun afla á sjó, í fyrsta lagi vegna þess að aflinn er óskráður og því ekki vitað hversu mikið er veitt úr þorskstofninum og öðru lagi að svört viðskipti á borð við þessi grafa undan þeim sem selja löglega veiddan fisk. Saltfiskverð féll um 15- 20% fyrstu mánuði ársins 2002 og Eliassen bendir á að þetta er fjórða erf- iða árið í röð fyrir hvítfiskiðinn. Rússar segja stofninn sterkari Rússneskir vísindamenn telja að þorskstofninn sé sterkari en norskir og aðrir vísindamenn hjá Alþjóða haf- rannsóknarráðinu, ICES, álíta, en á sama tíma segist rússneska strand- gæslan ekki geta fylgst með umskip- un afla á sjó. Eliassen fullyrðir að þessar upplýsingar valdi verðlækkun því menn viti fullvel að svartur fiskur muni koma á markaðinn hvað sem opinberri kvótastöðu líður. Fyrir tveimur árum var á fundi Norsk/rússnesku fiskveiðinefndarinn- ar undirritað samkomulag milli norskra og rússneskra fiskveiðiyfir- valda um samvinnu við eftirlit. Báðir aðilar voru sammála um að umskip- unin norðurfrá væri alvarlegt mál en það var fyrst í haust leið að samkomu- lag náðist um hvernig skuli skrá hana og tilkynna. Þorskrannsóknarhópurinn í ICES metur nú gögn frá síðasta ári um þorsk í Barentshafi og göngur hrygn- ingarþorsks við Noregsstrendur. Um- skipun afla á sjó skekkir það mat verulega. Fullyrt er að svokallaðar svartar veiðar í Barentshafi hafi stórlega aukist. Menn vara við þessu og segja að þetta geti skaðað verulega markaði Norðmanna fyrir fiskafurðir. Svartar þorskveiðar í Barentshafi aukast Beðið eftir Japansmarkaði Birgðir Norðmanna af hvalspiki munu aukast um 300 tonn í ár. Enn veit enginn hvað gert verður við það. Undanfarin ár hefur verið beðið eftir að Japansmarkaður opnaðist. Það hefur enn ekki orðið og á meðan vaxa birgðirnar. Á þessu ári veiða Norðmenn 671 dýr. Ef að meðaltali fást 500 kíló af spiki af hverjum hval verða það 335,5 tonn til viðbótar þeim 1.000, sem þegar eru fyrir hendi. Geymsluvandann verður að leysa strax. Það er dýrt að geyma spikið og það geymist að- eins í takmarkaðan tíma til þess að vera seljanlegt kröfuhörðum Japönum. Að því er fram kemur í Fiskaren er í norska sjávarútvegsráðuneytinu unnið að því að finna önnur not fyrir spikið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.