Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 11
11 Samherji með um átta hundruð starfsmenn á Íslandi Á heimasíðu Samherja hf. kemur fram að starfsmenn fyr- irtækisins hér á landi eru nú vel á áttunda hundraðið. Þar af eru um 650 á Eyjafjarðar- svæðinu. Um 260 manns starfa hjá landvinnslu Samherja á Eyja- fjarðarsvæðinu. Hjá Strýtu á Akureyri starfa um 100 manns og um 160 í Dalvíkurbyggð, þar af um 130 í frystihúsinu á Dalvík og samtals þrjátíu manns við saltfiskverkun, hausa- og hryggjaþurrkun á Dalvík og skreiðarverkun á Hjalteyri. Uppistaða starfsem- innar á Dalvík er vinnsla bol- fisks, aðallega þorsks, en rækjan er fyrirferðarmest í landvinnslunni á Akureyri. Í frystihúsi Samherja á Dalvík var unnið úr um 8.000 tonn- um af hráefni á síðasta ári en það kemur að stórum hluta frá ísfisktogurunum Björgúlfi og Kambaröst. Öflug saltfiskverk- un er rekin á Dalvík, þar sem tekið er á móti um 500-1.000 tonnum af hráefni árlega en það er aðallega afskurður frá frystiskipunum og stór þorsk- ur af skipum Samherja. Hausa- og hryggjaþurrkunin í Dalvíkurbyggð tekur við um 4.000 tonnum árlega. Í rækjuverksmiðjunni á Akureyri var unnið úr um 9.300 tonn- um af rækju í fyrra. Fram kemur á heimasíðunni að útflutningsverðmæti land- vinnslu fyrirtækisins voru rúmir sex milljarðar á liðnu ári. Tæplega 70% af þeirri upphæð eru vegna landvinnsl- unnar á Eyjafjarðarsvæðinu og skiptist nokkuð jafnt milli Ak- ureyrar og Dalvíkurbyggðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.