Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 30
30 E L D S N E Y T I S N O T K U N S K I PA Það rétta er að fiskiskipin þurfa mikið eldsneyti og eldsneytis- notkun flotans jókst jafnt og þétt með tilkomu skuttogaranna á átt- unda áratugnum. Togurum var fagnað um land allt, sem burðar- ásum sem voru frumskilyrði fyrir bættri afkomu og lífskjörum landsmanna. Olíunotkun fiski- skipanna jókst enn með auknum veiðum og vinnslu rækju og bol- fisks út á sjó á níunda áratugnum. Svar útgerðarinnar við minnkandi afla á Íslandsmiðum var útrás ís- lenskra fiskiskipa á Flæmingja- grunn og í Barentshaf á tíunda áratugnum, sem enn jók á elds- neytisnotkun flotans og olíunotk- unin náði sögulegu hámarki árið 1996 með rúmlega 315 þúsund rúmmetra notkun. Síðan þá hefur eldsneytisnotkun fiskiskipaflotans minnkað mikið eða um tæpa 35 þúsund rúmmetra, um 11% frá árinu 1996 til 2000. Það ár var eldsneytiseyðsla skipanna 280,5 þúsund rúmmetrar. Annað atriði sem gjarnan er bent á til að styðja við fullyrðing- una um eldsneytiseyðsla fiski- skipanna er aukning vélarafls þeirra undanfarin ár. Þrátt fyrir að vélarafl flotans hafi aukist veru- lega undanfarin ár hefur eldsneyt- isnotkun hans minnkað um 11% á 5 árum. Þetta er ekki í takt við þá almennu skoðun, sem er að vélaraflsaukning aðalvéla fiski- skipa þýði aukin eldsneytisnotk- un. Orkumenn, þar á meðal raf- veitumenn, hafa reyndar oft bent á að afl sé ekki sama og orka. Línuritið á mynd 1 sýnir svo ekki verður um villst að sambandið milli vélarafls og eldsneytisnotk- unar er ekki svo einfalt. Líklegt er að olíunotkun fiski- skipaflotans muni standa í stað Olíunotkun fiskiskipa minnkaði um 11% á sl. fimm árum Af og til heyrast raddir um að fiskiskipafloti landsmanna sé eyðslu- frekur, fari illa með auðlindina og muni jafnvel koma í veg fyrir frekari stóriðjuáform hér á landi, að það sé full þörf á að minnka flotann og beina honum í „umhverfisvænni“ veiðar. Sem dæmi um umhverfis- vænar veiðar eru gjarnan nefndar krókaveiðar með línu eða færi til samanburðar. Aðrar veiðar, t.d. í vörpur og net, fá lítinn hljómgrunn hjá þessum hópi. Einnig virðast margir halda að eldsneytisnotkun fiskiskipa sé að aukast og muni halda áfram að aukast fram á næsta áratug og þannig má lengi halda áfram. Mynd 1. Afl og olíunotkun fiskiskipa frá árinu 1983 til 2001. Afl í MW (þús. kW) og eldsneytisnotkun í rúmmetrum. Á myndina vantar eldsneytisnotkun fyrir árið 2001 sem ekki var tiltæk þegar þetta er ritað. 150 200 250 300 350 400 450 500 19 83 MW Eldsneytisnotkun 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 Höfundur er Guð- bergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélagi Íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.