Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 42

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 42
42 Búrfiskur er hávaxinn, þunnur og hausstór beinfiskur. Mesta hæð hans er á mótum hauss og bols og er hausinn bogadreginn fyrir endann. Augun eru stór og kjaftur er stór, víður og skástæður en tennur á skoltum eru smáar. Á plógbeini eru engar tennur en utan á kjálkanum og milli neðri kjálka er fjöldi smárra tanna. Hausbein mynda óreglulega kamba og á milli þeirra eru holur fullar af slími. Í heilabúinu er hvít fita og sömuleiðis er sundmaginn fullur af hvítri fitu. Bakuggi er langur og á kvið er kjalhreistur. Rák er mjög greinileg og mynduð úr gödduðum hreisturflögum. Búrfiskur er appelsínugulur eða rauður á litinn, kjafturinn þó svartur að innan. Búrfiskur getur náð rúmlega 70 cm lengd og lengsti búrfiskur sem veiðst hefur hér við land mældist 71 cm. Búrfiskur heldur sig á djúpmiðum Íslands frá Víkurál suður í Rósagarð og suður að Írlandi vestanverðu suður í Biskajaflóa og til Asóreyja. Hann er einnig í Suðaustur-Atlandshafi frá Walvisflóa suður fyrir Suður-Afríku og inn í Indlandshaf. Í Norðvestur- Atlandshafi er hann að finna í Maineflóa við Bandaríkin. Þá er hann við Ástralíu, Nýja-Sjáland og Tasmaníu og hefur fundist við Chile. Hér við land er mest af Búrfisk undan Suðurlandi. Búrfiskur er miðsævis-, botn- og djúpfiskur og er hann algengastur hér á um 800-1000 metra dýpi. Hann lifir á fiskum af ýmsu tagi en einnig krabbadýrum eins og rækju. Um hrygningu búrfisks er lítið vitað nema að hann virðist hrygna hér við land í nóvember til mars. Talið er að búrfiskur vaxi hægt og verði seint kynþroska, jafnvel ekki fyrr en 15-20 ára eða eldri. Þá er talið að hann geti orð- ið meira en 50 ára gamall og hugsanlega yfir 100 ára. Það var ekki fyrr en á síðustu 10 árum sem farið var að veiða búr- fisk hér við land og setja á markað. Aflinn var seldur til Frakklands og Bandaríkjanna en varð þó aldrei mikill, mest 382 tonn. Heldur hefur dregið úr veiðunum að undanförnu. Hoplostethus atlanticus Búrfiskur F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.