Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 23
23 S E A F O O D FA R M E R S O F N O R WAY Jonny Furnes er framkvæmda- stjóri Seafood Farmers of Norway og segir hann að útflutningur á laxi sé orðin stóratvinnugrein í Noregi. Laxaiðnaðurinn gangi næst olíu og gasi hvað útflutning Norðmanna varðar og engum blandist hugur um að greinin hafi skapað mörg störf í Noregi. Talið í upphafi berst að Evrópusam- bandsmálum en Norðmenn og Ís- lendingar eru á sömu nótum hvað þau varðar, þ.e. báðar þjóðirnar utan sambandsins. Jonny telur mikilvægt að þjóðirnar verði sam- stíga hvað Evrópumálin varðar. „Norðmenn eru búnir að greiða tvisvar atkvæði um inngöngu í Evrópusambandið og hafa hafnaði í bæði skiptin, síðast árið 1994. Norðmenn hafa hins vegar lært mikið á þeim tíma sem liðinn er frá því síðast fór fram atkvæða- greiðsla og við höfum á þeim tíma fengið betri innsýn í þróun mála innan Evrópusambandsins.“ - Hefur umræðan á Íslandi um Evrópusambandsmálin haft áhrif á umræðuna hér í Noregi? „Að mínu mati eiga þessar tvær þjóðir að vera samstíga í Evrópu- málunum, annað hvort að ganga saman inn í sambandið eða standa báðar utan þess. Þjóðirnar eru gíf- urlega sterkar vegna þess að þær hafa yfir að ráða veiðitækjum, auðlindum og þekkingu og þau rök vega þungt í þessari umræðu. Laxaiðnaður Norðmanna á hins vegar nokkuð erfitt uppdráttar á Evrópusambandsmarkaðnum þar sem innan sambandsins eru sterk- ar samkeppnisþjóðir okkar á þessu sviði, þ.e. Skotar og Danir,“ segir Jonny. Evrópusambandsmarkaðurinn skiptir Norðmenn umtalsverðu máli þegar vinnsla á laxaafurðum er annars vegar. Jonny minnir á að þessi iðnaður er orðinn mjög um- fangsmikill í Noregi og gengur næst olíuiðnaðinum hvað veltu varðar. „Það hefur verið mikill upp- gangur í laxeldinu hér í Noregi og mikið selt á Evrópusambands- markaðinn. Krafa markaðarins er að varan sé eins fersk og mögulegt er þegar henni er pakkað og þess vegna skiptir miklu máli að vinnsla fari sem mest fram nálægt eldisfyrirtækjunum. Álasunds- svæðið er einmitt mjög sterkt lax- eldissvæði hér í Noregi og mögu- leikarnir miklir að svara þessum kröfum markaðarins. Þess vegna staðsetjum við vinnsluna hér.“ Panfish-keðjan um allan heim Hið risavaxna Panfishfyrirtæki keypti Seafood farmers of Norway árið 2000 en upphaflega var fyrir- tækið stofnað árið 1984. Hráefni til vinnslunnar kemur að mestu frá eldisfyrirtækjum Panfish-keðj- unnar, 60 til 70%, en því til við- bótar frá öðrum framleiðendum. Hjá fyrirtækinu er unnið úr 2500 tonnum af hráefni á ári, unnið í fillet, reykt og grafið. Tvær laxa- verksmiðjur til viðbótar á vegum Panfishkeðjunnar eru á Álasunds- svæðinu og mikil framleiðslugeta þar af leiðandi. Aðspurður um framleiðslumagn Panfishfyrirtækjanna á laxaafurð- um á ári segist Jonny ekki getað svarað því nákvæmlega þar sem Panfish er með starfsemi út um allan heim og er meðal þeirra þriggja stærstu í þessari grein. „Sölumálin eru í höndum Pan- fish og eru byggð upp á neti þess fyrirtækis út um allan heim. Síðan seljum við til viðbótar til við- skiptavina sem fyrirtækið hafði áður Panfish eignaðist það,“ segir Jonny. Af afurðum Seafood Farmers of Norway selur fyrirtækið fillet til Frakklands en Jonny segir erfiðara að selja reyktan og grafinn lax til Johnny Furnes, framkvæmdastjóri, með framleiðslu fyrirtækisins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.