Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 16
16 E R L E N T Norskir sjómenn hafa samnings- bundinn rétt til þess að taka til eigin neyslu um 150 kg af afla skips á ári, sem er átta sinnum meira en meðaltalsneysla sjávar- fangs á hvert mannsbarn í land- inu. Í þessari tölu er bæði hval- kjöt og selkjöt. Fiskaren birti 3. maí 2002 frétt þess efnis að hluti þessa afla, einkum þorsksins, sé seldur svart, utan kerfisins. Fiskur, sel- og hvalkjöt fyrir 312 milljónir ÍSK á ári Sjómenn á stærstu skipunum hafa samningsbundinn rétt til að taka til eigin nota af afla í lok túrs. Misjafnt er eftir gerð skipa hversu mikil hlunnindi þessir einkahlut- ir eru en Fiskaren metur þau á 15.000-88.000 kr. árlega á mann, sem nemur um 312,4 milljónum ÍSK á 300 stærstu skipunum með samtals 6.200 manns í áhöfn. 937 tonn alls Samkvæmt útreikningum í Fiskaren nemur heildaraflinn sem áhafnir fiskiskipaflotans fá sam- kvæmt samningum um 937 tonnum árlega, sem hvergi koma fram og er því í reynd utan kvóta. Þeir sem ekki hafa þörf fyrir fisk- inn selja hann skipsfélögum eða öðrum. Á stóru skipunum er al- gengt að vinnufyrirkomulag sé þannig að menn fari tvo túra en séu síðan einn túr í landi. Sumir sem þannig vinna eru meðal af- kastamestu frístundafiskimanna. Ef margir einkahlutir lenda hjá þeim verður ljóst að fiskurinn lendir á svörtum markaði utan kerfis í stað þess að fara í heimil- ishaldið hjá sjómönnunum sjálf- um eins og ætlunin er. Rammasamningurinn tekur ekki til skipa sem gerð eru út á uppsjávarfiska enda er óþægilegra að grípa með sér kolmunna en fryst þorskflök. Háar tölur Áhafnir hinna 18 norsku verk- smiðjuskipa fá árlega samtals um 390 tonn af óslægðum fiski eða 130 tonn af frystum þorskflökum sem „matfisk“ án þess að það sjá- ist í reikningum útgerðanna og kemur því ekki inn í kvóta. Ef meðaltalsverð á kíló er 517 ÍSK er hér um að ræða verðmæti sem nemur rúmum 67,2 milljónum ÍSK. Það eru um 3,7 milljónir ÍSK á hvert skip. Fiskaren tilgreinir aðeins eitt sveitarfélag, Sula á Sunnmøre, þar sem þessi hlunnindi eru reiknuð sjómönnum til tekna og gefin upp til skatts. Fiskur til einka- neyslu sjómanna Johannes Nakken, framkvæmdastjóri Síldarsölusam- lagsins norska, býst við að verð á fiski í bræðslu lækki bráðlega. Það eru slæmar fréttir fyrir marga í Noregi, skrifar Fiskaren. „Það er mikil spurn eftir fiskimjöli á heimsmarkaði en mikið framboð á lýsi frá Suður-Ameríku. Það þýðir að sjómenn fá minna fyrir fisk í bræðslu,“ segir Nakken. Á heimasíðu Síldarsölusamlagsins fá sjómenn rúm- ar 11 ÍSK að meðaltali fyrir kílóið af kolmunna í bræðslu en tæpar 11 ÍSK fyrir sandsíli og spærling. Það eru vissar væntingar um að verðið muni hækka hratt. Perú og Chile ráða heimsmarkaðsverðinu. Með vissu millibili veldur El Niño straumurinn því að fisk- urinn hverfur. Þegar svo er hækkar verð á mjöli og lýsi og sjómenn í Noregi og Danmörku fá meira fyrir aflann. Búist er við El Niño í ár en erfitt er að segja fyrir um hversu öflugur hann verður. Hvað sem gerist í þeim efnum fer verð á lýsi nú lækkandi vegna mikils framboðs frá Suður-Ameríku. Samkvæmt útreikningum í Fiskaren nemur heildaraflinn sem áhafnir fiskiskipaflotans fá samkvæmt samningum um 937 tonnum árlega, sem hvergi koma fram og er því í reynd utan kvóta. Norðmenn búa sig undir að verð á bræðslufiski muni lækka á næstu mánuðum. Býst við verðlækkun á fiski í bræðslu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.