Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 29
29 H A R Ð F I S K V I N N S L A með þær vörur sem við erum að framleiða og það er besta auglýs- ingin,” segir Heimir. Hann segir að í raun sé eitt erf- iðasta viðfangsefnið í harðfisk- vinnslunni að afla hráefnis, en það er keypt á fiskmörkuðum um allt land. „Það þarf ekki nema eina brælu til þess að setja allt úr skorðum. Það getur því oft verið stressandi hvort maður nái í hrá- efni til þess að láta hjólin snúast.” Frá því að hráefni er komið í hús á Grenivík og þar til varan er tilbúin á markað líður um það bil hálfur mánuður. Darri ehf. fram- leiðir nokkrar gerðir af harðfiski. Hinn klassíski harðfiskur í flök- um er alltaf vinsæll og sömuleiðis bitafiskurinn. Auk þess þurrkar fyrirtækið steinbítskinnar, sem er nýjung á markaðnum og hreint ljómandi góð. Um þriðjungur framleiðslunn- ar til Færeyja og Noregs Heimir Ásgeirsson segir að Darri framleiði um 12 tonn af harðfiski á ári undir vörumerkinu Eyjabiti. Rýrnunin á fiskinum er gríðarleg, enda er það svo að í mánuði hverjum er fyrirtækið að kaupa 12-15 tonn af ferskum fiski til vinnslu. Af tólf tonna framleiðslu á ári eru um 30% seld til Noregs og Færeyja. Þetta er nokkuð at- hyglisvert í ljósi þess að til dæmis í Norður-Noregi er framleiddur harðfiskur, en harðfiskurinn frá Grenivík þykir einfaldlega miklu betri. „Salan til Færeyja hófst þannig að Færeyingur nokkur sem hér var á ferð keypti fisk frá okkur í Leirunesti á Akureyri og hreifst mjög af. Í framhaldinu hafði hann samband við okkur og nú sér hann um sölu á harðfiskin- um frá okkur í Færeyjum,” segir Heimir Ásgeirsson. Hér innanlands segir Heimir að séu tveir sölutoppar í harðfiskin- um. Annars vegar á þorranum og hins vegar í júlí. „Salan rýkur upp yfir sumarið sem kemur til af því að ferðafólk kaupir fisk til þess að hafa með sér í í sumarbústaðinn eða útileguna,” sagði Heimir og bætti við að fyrirtækið hafi einnig farið út í að pakka harðfiski í litla poka fyrir öskudaginn. „Þetta hefur reynst mjög vinsælt og sl. vetur seldum við milli 8 og 10 þúsund slíka poka,” sagði Heim- ir. Darri ehf. framleiðir nokkrar gerðir af harðfiski. Hinn klassíski harðfiskur í flökum er alltaf vinsæll og sömuleiðis bitafiskurinn. Guðmundur Þór Sæmundsson að störf- um. „Það má eiginlega segja að okkur vörur hafi auglýst sig sjálfar. Í það minnsta höfum við ekki lagt mikið í eiginlegt markaðsstarf,” segir Heimir Ásgeirsson, annar tveggja eigenda Darra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.