Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 22
22 Ægir í heimsókn hjá Seafood Farmers of Norway, einni af stærri laxavinnslum Norðmanna: Samkeppnin við Chile er geysilega hörð - segir Jonny Furnes, framkvæmdastjóri Seafood Farmers of Norway er vinnslufyrirtæki á laxaafurðum, staðsett í sveitarfélaginu Giske, skammt frá Álasundi. Fyrirtækið er eitt af mörgum innan Panfish-keðjunnar en sú keðja er í eigu norskra viðskiptaauðfjöfra og hefur á skömmum tíma orðið að einni af stærstu keðjum sjávarútvegsfyrirtækja í heiminum. Panfish í Noregi er staðsett í Álasundi og ein af meginstoðum starfseminnar er einmitt laxeldi og vinnsla laxaafurða. Hjá Seafood Farmers of Norway starfa um 50 manns við fjölbreytta vinnslu, bæði á reyktum afurðum og framleiðslu á laxastykkjum. S E A F O O D FA R M E R S O F N O R WAY Úr vinnslusal Seafood Farmers of Norway. Tæknin hefur sannarlega hafið innreið sína í laxavinnsluna hjá Norðmönnum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.