Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 24
24 S E A F O O D FA R M E R S O F N O R WAY meginlands Evrópu. Þess vegna er lögð áhersla á markaðssetningu þeirra afurða á Asíumarkað en því til viðbótar selur fyrirtækið afurð- ir úr regnbogasilungi á Japans- markað. Mikill vöxtur í laxeldinu í Noregi Ljóst að byggst hefur upp mikil þekking í laxeldi og vinnslu laxa- afurða í Noregi og greinin nýtur þess. Ljóst að fleiri þjóðir eru að framleiða og harsla sér völl á markaðnum, til að mynda Færey- ingar, Skotar og til viðbótar eru áform Íslendinga á eldissviðinu nokkuð ljós. Jonny segir vitað að Íslendingum hafi ekki tekist á sínum tíma á ná tökum á laxeld- ingu og laxavinnslunni en við því sé að búast að þeir muni ná mun lengra að þessu sinni. „Vöxtur í laxeldi og laxavinnsl- unni hefur að undanförnu orðið langmestur í Chile og samkeppn- in við Chilemenn er hvað hörðust fyrir okkur. Þó svo neysla á laxi hafi aukist mikið þá hefur hlut- deild Norðmanna á markaðnum minnkað. Chilemenn eru sterkir, sérstaklega á Norður-Ameríku- markaði. Þeir eru að framleiða mikið magn og halda verðinu niðri á markaðnum en við reynum að byggja á þeirri gæðaímynd sem við erum þekktir fyrir. Norðmenn eru sennilega ekki að nota nema um 30% af þeim möguleikum sem þeir eiga til framleiðslu á laxi og geta þar af leiðandi margfaldað framleiðsluna. Hins vegar munum við fara afar varlega í harða sam- keppni við Chilebúa sem gæti komið niður á gæðaímyndinni. Gæðastandardinn er hreint ekki sá sami á afurðunum frá Chile og sem betur fer eru margir kaupend- ur laxaafurða vel kunnugir Norð- ur-Atlantshafslaxinum og vita að hann stendur framar í gæðum. Þessa eigum við Norðmenn að njóta, sem og Skotar, Færeyingar og Íslendingar. Laxaafurðir frá þessum löndum eru að stofni til mjög hliðstæðar.“ Keppum við rauða kjötið Jonny Furnes er tíðrætt um mikil- vægi laxaiðnaðarins í atvinnulegu tilliti. Hann bendir á að þrátt fyr- ir að vinnslan hafi tæknivæðst þá sé þessi atvinnugrein mjög mann- aflafrek og skapi mörg störf í Nor- egi. „Samkeppnin er alls ekki við hvítfisk heldur fyrst og fremst rauða kjötið. Asíumenn borða miklu meira af fiski en Evrópubú- ar og því er mikil hefð á þeim markaði, ólíkt Evrópu. Því hlýtur aukningin að verða á Evrópu- markaði. Horft til vaxtarmöguleika á markaðssvæðum þá er líklegt að samhliða sterkari efnahagsstöðu í Austur-Evrópu og Rússlandi þá hljóta þeir markaðir að koma sterkari inn. Við höfum þegar orð- ið varir við að Rússar eru farnir að spyrjast fyrir um dýrari afurðir en áður og það er ótvírætt merki um að efnahagur þar í landi fer hægt batnandi,“ segir Jonny og bætir við að reynslan sýni að þegar nýjar þjóðir fari inn í Evrópusambandið þá fylgi því aukin velmegun og þar með markaðstækifæri fyrir vörur eins og eldislax. Dæmi um þetta sé að finna í Suður-Evrópu. „Við getum því vænst hins sama hjá þjóðum í Austur-Evrópu sem hyggjast ganga í Evrópusamband- ið. Þar liggja okkar tækifæri,“ segir Jonny. Góð afkoma Afkoman í greininni er góð í Nor- egi og segir Jonny að hagur vinnslufyrirtækjanna sé sínu betri en eldisfyrirtækjanna. „Greinin hefur gengið vel á undanförnum fimm árum og laxa- vinnslan verið rekin með hagnaði. Ástæðan fyrst og fremst lágt verð á hráefni, þ.e. eldislaxinum.“ Greinilegt er að líkt og almennt í fiskvinnslunni hefur tæknin haf- ið innreið sína í laxavinnslufyrir- tækin. Ekki þarf að horfa lengi um sali Seafood Farmers of Norway til að koma auga á tækja- búnað frá Marel og Jonny felst á að tækniundrin frá Íslandi létti mörg störfin. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns á ársgrundvelli. Sveiflur í fjölda starfa hafa minnkað mjög mikið á síðari árum þar sem stöð- ugleiki hefur verið á mörkuðum, sem og í framleiðslu. „Vöxtur í laxeldi og laxavinnslunni hefur að undanförnu orðið langmestur í Chile og samkeppnin við Chilemenn er hvað hörðust fyrir okkur,“ segir Jonny Furnes. Laxeldi og úrvinnsla á eldislaxi hafa skapað mikinn fjölda starfa í Noregi og gert greinina að einni mikilvægustu útflutningsgrein Norðmanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.