Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Page 12
12 LAUGARDAGUR 1 I. MARS 2006 Fréttír DV DÓMSTÓLL götunnar Er ásættanlegt að þingmenn séu á launum í einkaferðum? „Nei, mér finnst að þeir eigi að leggja út fyrir slnu sjálfir." Röskva Vigfúsdóttir nemi. „Ekki við hæfi að þeir geri það.Þóverður það að liggja skýrt fyrir aö menn séu I einkaferð Hrafn Hjartar náms maður. „Þeir eiga rétt á að fá sína orlofsgreiðslu eins og aðrir. Annars eigaþeirekkiaðfá neittmeira." Jakob Traustason röltari. „Nei, þeir eiga að borga sitt sjálfir aö minu mati." Hrafnhildur Þórólfs- dóttir söngnemi. „Mérfinnstþaðekki við hæfi.Ég er sjálf rikisstarfsmaður og borga sjálffyrir min fri." Helga Þ. Stephensen ieikkona. „Útaf fyrir sig erþað ekki ásættanlegt. Annars er þetta ákveðin þróun sem ég sé I samfélaginu I dag. Menn sem eru meira að segja I einkageiranum eru farnir að stunda þetta." Kristinn Zófaníasson múrari. „Þeoriskt finnst mér það óásættanlegt. Það sama á að eiga við um alla." Pjetur Maack kennari. „Nei.mérfinnstþað einfaldlega óásætt- anlegt." Ingibjörg Garðars- dóttir viðskipta- fræðingur. „Nei.finnstþaðekki ásættanlegt. Allir eiga að hafa sömu kjör." Guðmundur Tómas- son sölumaður. „Þeir eiga að fá eitthvað fri, eins og allir aðrir. Almenningur fær sitt helgarfri. Við getum ekki búist við því að þingmennirnir okkar séu I vinnunni alla tíma sólarhringsins. Þannig að þetta er ekki bara klippt og skorið, þetta er á gráu svæði." Helga Braga Jóns- dóttir leikkona. Fréttir DV af boðsferð fjögurra þingmanna til Taívan hafa greinilega komið við kaun- in á mörgum á Alþingi. Ekki hvað síst Sólveigu Pétursdóttur, forseta þingsins, sem séð hefur ástæðu til að setja sérstaklega ofaní við Össur Skarphéðinsson fyrir að hafa vakið athygli á þessum boðsferðum. Og margir þingmenn eru fúlir út í Össur. Taugatitringur á þingi vegna Taívanferða Arnbjörg Sveins- dóttir Lofar forseta Taivan að koma á und- irnefnd um málefni landsins á Alþingi. N ÝTT-N ÝTT-N ÝTT Hárspangir frá kr. 290 Síðar hálsfestar frá kr.990 Síðir bolir kr. 1990 Nýja vorlínan frá Pilgrim komin l\lý breiö belti og margt fleira SKARTHUSIÐ LdUgavegí 12, *>. ‘562 2466 Einhver taugatitringur er nú á Alþingi vegna frétta DV af boðs- ferð fjögurra þingmanna til Taívan. Hefur þetta bitnað hvað harðast á össurri Skarphéðinssyni sem segir á blogg-síðu sinni að ýmsir þingmenn séu fúlir út í sig. Og Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, hefur séð ástæðu til að setja sérstaklega ofaní össur fyrir að hafa vakið athygli á þessum boðsferðum. Málið, eins og það snýr að DV, er sáraeinfalt, þótt allir þingflokks- formennirnir hafi reynt að grugga vatnið með sameiginlegri fréttatil- kynningu í fyrradag. Vissulega var það blogg frá össurri sem vakti fyrst athygli blaðsins, fjórir þingmenn í boðsferð tii Taívan á miðju þingi án þess að ferð þessi væri á neinn hátt á vegum Aiþingis heldur hrein og klár einkaferð. í framhaldinu athugaði DV hvernig viðkomandi þingmenn höfðu skráð sig í fjarvistarskrá Alþingis og kom þá í ljós að tveir þeirra voru skráðir með leyfi sem þýðir að þeir séu utanlands og tveir þeirra höfðu aðeins skráð sig fjarver- andi sem þýðir að þeir hafl þess vegna getað verið á skrifstofu sinni í næsta hiísi. Á launum Það stendur skýrt í lögum um þingfararkaup að ef þingmenn fara erlendis í meira en flmm þingdaga skuli þeir skrá sig með leyfi og kalla inn varamann sinn á þing. Vara- maður sitji minnst tvær vikur og er viðkomandi þingmaður launalaus á meðan. Við að vera aðeins skráður fjarverandi heldur viðkomandi þingmaður fullum launum. Þau Ásta R. Jóhannesdóttir og Bjarni Bene- diktsson skráðu sig fjarverandi. DV greindi svo einfaldlega frá þeirri staðreynd að þau tvö væru í boðs- ferð erlendis á fullum launum. Til samanburðar má geta þess að þeir flórir þingmenn sem fóru í sams- konar boðsferð til Taívan á síðasta ári skráðu sig allir með leyfi. Ásta R. hefur að vísu sagt að einhver mis- skilningur hafi verið með skráningu hennar í fjarvistarskrá þingsins. DV hefur ekki náð tali af skrifstofustjóra Alþingis til að fá upplýsingar um þennan misskilning Alltaf á launum? í fyrrgreindi tilkynningu frá þing- flokksformönnunum segir m.a.: „Fjarvistarskráning hefur ekki áhrif á launagreiðslur til þingmanna." Samkvæmt því virðist það vera skilningur þessara formanna að þingmenn geti valsað hingað og þangað um heiminn í einkaferðum á meðan á þinginu stendur án þess að það hafi áhrif á launagreiðslur þeirra frá Alþingi. í fyrrgreindu bloggi össurrar segir að DV hafi greinilega verið að rangar upplýs- ingar í höndunum þegar blaðið skrifaði Taívanfréttirnar. Sökum þessara orða skal tekið fram að upp- lýsingar DV voru beint úr fjarvistar- skrá Alþingis sem er öllum opin á heimasíðu þingsins. Á ábyrgð forseta „Það er auðvitað aðeins á ábyrgð forseta þingsins ef blaðamenn fá vit- lausar upplýsingar um fjarveru þingmanna, og þær reglur sem um þær gilda,“ segir össur í bloggi sínu í gær. „Blaðamenn DV voru greini- lega með rangar upplýsingar í hönd- um þegar þeir skrifitðu Taívanfrétt- irnar, sem kipptu taugakerfi bæði forsetans og ýmissa annarra í þing- húsinu úr venjulegum takti. Því miður má álykta af því máli að forseti þingsins hafi álíka stjórn á upplýsingagjöf þingsins til íjölmiðla og á þingmönnunum sjálfum." Þingmannasamband Það sem gæti orðið mun alvar- legra mál við þessa Taívan ferð er að Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðis- flokksins, tjáði Chen Shui-bian, forseta Taívan, að hún / ætlaði að beita j - sér fyrir stoftiun sérstakrar undir- nefndar á Al- þingi um mál- efni Taívan. Þetta mun Kína, eitt stærsta efna- hagsveldi heims- ins í dag, að öll- um líkindum taka óstinnt upp. Raunar gerir Óss- ur þetta atriði umtalsefni í bloggi sínu og segir: „Halda menn að ríkisstjórnin á Taívan sé einhver fyrirmyndarríkisstjórn varðandi mannréttindi og lýðræði? Svo las ég frétt um að nú ætíaði Sjálfstæðis- flokkurinn, undir forystu þing- flokksformannsins, að setja á stofn sérstakt þingmannasamband til stuðnings Taívan. Það hlýtur að vera gert með samþykki forsetans. Varla getur þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins efnt til útíátasamra nýrra þingmannasamtaka nema með samþykki hennar - svo fremi það sé einhver stjórn á þinginu?" Sólveig segi skoðun sína Og Össur spyr réttilega hvort ekki sé þá kominn tími til að forseti þingsins útskýri skoðun sína á Taívanreisunum fyrir fjölmiðlum fyrst hún hefur áhuga á því „... að koma viðhorfum sínum um málið á framfæri við einstaka þingmenn eins og ég hef orðið áþreifanlega var við?“ Sólveig Pétursdóttir þarf að sjálf- sögðu að svara því hvort Alþingi ætli að blanda sér í mjög viðkæma milliríkja- deilu milli Kína og Taívan alveg að ástæðulausu. Og þó. Taív- an er búið að bjóða 17 þingmönn- um héðan í rausnarlegar boðsferðir á síðustu fjór- um árum. Og eins og máltækið segir: „Æ sér gjöf til gjalda." fri@dv.is Sólveig Pétursdóttir Hefurskammað Össur Skarphéðinsson fyrir að vekja athygli á Taivan- ferðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.