Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Page 28
28 LAUGARDACUR 7 /. MARS 2006 Helgarblað DV Brynja Valdimarsdóttir„Már fínnst miklu skemmtilegra að geta málað mig meira þegar eitthvað stendur til heldur en að vera alltaf stlfmdluð þvl þá er engin breyting. Maskari „Ég hef lengi notað þennan og finnst hann fínn. Annars er ég með svo dökk augnhár að ég þarf engan lit en þessi brettir þau upp og býr til fallega liði. Ég nota samt ekki maskara á hverjum degi, það fer eftir hvort ég nenni setja hann á mig eða ekki.“ Kinnalitur „Þessi var keyptur í Bandaríkjun- um. Ég nota hann þegar ég fer út á kvöldin enda þarf ég ekkert setja á mig meik eða púður." Gloss „Þetta gloss er kremlitað. Ég var að kaupa mér það og er ánægð með það þótt ég noti það sjaldan. Helst set ég að bara vara- salva á varimar enda er ég háð varasalva. En ef ég fer , eitthvað fi'nt set ég á mig gloss." Augnblýantur „Ég mála mig ekki mikið hversdagslega enda er ég á fullu í íþrótt- um og fer ekki máluð á æfingar. En ef ég fer eitt- hvað út þá nota ég þennan. Mér finnst miklu skemmtilegra geta málað j .mig meira þegar eitthvað stendur til heldur en að vera alltaf stíf- máluð því þá er engin breyt- ing.“ Brynja Valdimarsdóttir æfir fótbolta með HKAfiking. Hún býr á Akranesi en ekur til Reykjavikur til að mæta á æfíngar tvisvar í viku.„Annars sé ég sjálf um æfíngarnar þvi það er óþarfi að keyra suður til að fara út að hlaupa eða tii að lyfta, “ segir Brynja, sem er einnig á fullu i skólanum þessa dagana. „Ég er i Fjölbrautarskóla Vesturlands á félagsfræðibraut á síðustu önninni. ísum- arætla ég í sumarskóla og klára útskriftina þannig. Ég ætla að flytja til Reykjavikur ísumar og svo ætla égútlsöng- og tónlistarnám," segir Brynja, sem hefur ekki ákveðið hvaða land verði fyrir valinu.„Suður-Ameríka eða Suður-Evrópa heilla mig mest en það kemur IIjós. “ Athafnakonan Guðrún B. Jóhannsdóttir verslunarkona er sannkölluð tískudrottning á Akureyri. Ásamt manni sínum, Aðalsteini Árnasyni, rekur Guðrún fjórar tiskuvöruverslanir í bænum. Guðrún opnaði sína fyrstu búð aðeins 23 ára gömul og segist ekki geta hugsað sér annað starf en í tískugeiranum. Rekur fjórar tískuvöru- verslanir ó Akureyri Guðrún B. Jóhannsdóttir „Égerfrekar i klassísk en ferþó alltafeftir tlskunni hverju sinni. Þótt mérlítist ekkertáhana Ifyrstu llður aldrei d löngu áður en maður hefur tileinkað sér stílinn,"segir hún hlæjandi „Fyrsta búðin opnaði 2. maí 1983," segir Guðrún B. Jóhannsdóttir, versl- unarkona á Akureyri, sem rekur ásamt manni sínum, Aðalsteini Ámasyni, fjórar tískuvömverslanir á Akureyri. Guðrún var aðeins 23 ára þegar hún opnaði fyrstu verslunina, Gallerý, í samstarfi með öðrum. Tveimur árum síðar breytti hún nafni verslunarinnar í Perfect og því nafni hefur verslunin haldið síðan auk þess sem búðin hef- ur verið staðsett á sama stað frá upp- hafi eða á Ráðhústorgi 7 í miðbæ Ak- ureyrar. Fyrir tveimur árum opnuðu Guðrún og Aðalsteinn verslunina GS Akureyri og keyptu svo verslanimar Gallerý og Fargo. Sér kúnnahópur fyrir hverja búð Aðspurð segist hún ekki vera í beinni samkeppni við sjálfa sig, allar verslanimar hafi hver sinn kúnnahóp- inn þótt vissulega krossist hann ein- hversstaðar. „Perfect er verslun fyrir ungt fólk á meðan GS Akureyri er verslun fyrir konur," útskýrir Guðrún og bætir við að Fargo sé svokölluð brettabúð en Gallerý bjóði upp á sömu vörur og fást í 17 í Reykjavík. Stefnir ekki suður „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á tfsku og fatnaði enda þekki ég ekkert annað," segir Guðrún. Hún segir aldrei að vita nema þau Aðal- steinn stækki enn ff ekar við sig í fram- tíðinni en segist h'tinn áhuga hafa á markaðnum í Reykjavík. „Maður veit aldrei hvað gerist en þar sem ég er svo mikill Akureyringur í mér býst ég við að halda mér bara hér enda er nóg af tískuvöruverslunum í Reykjavík." Standa siálf við afgreiðslukassann Guðrún segir nóg að gera í rekstr- inum og hún sæi sig ekki í anda með mörg ung böm meðfram rekstrinum. „Stelpan okkar er flutt að heiman og býr í Reykjavík þannig að móðurhlut- verkið skarast ekki rrúkið saman við reksturinn. Þetta er samt heflmikil vinna en ég held að við séum búin að sanna að það sé hægt að reka fyrirtæki út á landsbyggðinni. Reksturinn þarfnast hins vegar mikfls aðhalds og vinnu og það er ekki nóg að vera bara með fóUc í vinnu. Þú verður að standa vaktina," segir Guðrún en hún og Aðalsteinn hafa bæði staðið við kass- ann í gegnum árin. „Við ætlum okkur að halda því áfram þótt ég minnki kannski aðeins við mig í framtíðinni því á gólfinu hittir maður kúnnana og fær að fylgjast með því sem hann vfll. Reksturinn felur einnig í sér mikU ferðalög, bæði tU Reykjavíkur og útlanda og í rauninni gæti ég ekki hugsað mér að starfa við eitthvað annað enda er maður aUtaf að senda einhvem glaðan frá sér. FóUc kemur inn, kaupir eitthvað faUegt og fer ánægt út. Er hægt að hafa það skemmtUegra," spyr hún brosandi. Klassísk en fylgir tískunni Það er ekld annað hægt en að spyrja Guðrúnu út í sumartískuna. Hún segir kvartbuxur verða vinsælar í sumar og þessir léttu sumarbolir við. „GaUapUsin em lflca aUtaf vinsæl yfir sumam'mann og í litunum held ég að svartur og hvítur verði mjög sterkir auk þessa apríkósiUits, græns og brúnna tóna. Sandalamir koma með „Maður veit aldrei hvað geríst en þar sem ég er svo mikill Akureyringur í mér býst ég við að halda mér bara hér enda er nóg af tískuvöruversi- unum í Reykjavík." kvartbuxunum en stígvélin halda áfram og ganga þá bæði við stuttu buxumar og pUsin sem og yfir þröng- ar gaUabuxur," segir hún og bætir við að henni lítist vel á komandi tísku. Sjálf segist Guðrún elska að skreyta sig en segir sinn persónulega stfl klassísk- an. „Ég er frekar klassísk en fer þó aUtaf eftir tískunni hverju sinni. Þótt mér h'tist ekkert á hana í fyrstu h'ður aldrei á löngu áður en maður hefur til- einkað sér stflinn," segir hún hlæj- andi. indiana@dv.is VIKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.