Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 Helgarblaö DV Harry heillar yfirmenn sína Mlinn Harry prins hefur komið öll- um á óvart með árangri sínum í Sand- hurst-her- skólanum. Hinn 21. árs prins hefur áunnið sér virðingu yfir- manna sinna sem nota nú hvert tækifæri til að hrósa honum. Harry stóð sig með prýði þegar hann og félagar hans tóku þátt (einni erfiðustu æf- ingunni í skólanum en æfingin á rætur sínar að rekja till 7. aldar. Þrátt fyrir góðan árangur býst þó enginn við að prinsinum verði hleypt (al- vöru bardaga í alvöru styrjöld. Vilhjálmur valdi fall- hlífastökk Vilhjálmur Bretaprins hefur valið fall- hlífastökk sem hluta af herþjálfun sinni. Hinn 23 ára prins þurfti að velja eina hættulega grein fýrir vikulangt nám- skeið.Á listanum voru hella- ferðir,siglingar,köfun, fjallganga, fjallaklifur og skíði en Vilhjálmurvaldi fallhlffastökk. Prinsinn hefur staðið sig vel í Sandhurst- skólanum og lokið þeim prófum sem hann hefur tekið hjá flug- hernum. Þó búast fæstir við að prinsinn fái að ganga í hinn hættulega her. Dauði Díönu var hörmulegt slys Nýjustu fréttir herma að niðurstöður rannsóknar Lord Stevens á dauða Díönu prinsessu eigi eftir að koma á óvart. Sam- kvæmt dag- blaðinuThe Daily Mail mun Stevens innan tíðar upplýsa almenning um niðurstöðurnar sem fjalla í stuttu máli um að dauði prinsessunnar hafi einfaldlega verið hörmulegt slys. Niður- stöður hans grafa undan hinum fjöl- mörgu samsæriskenningum sem hafa spunnist í kringum bílslysið í göngun- um í París árið 1997. Skemmti- leg heima- síða í tilefni afmælisins EKsabet Bretlandsdrottning hefur látið búa til skemmtilega minninga- síðu um sig í tilefni 80 ára afmælis stns.Áheimasíðunni royal.gov.uk/queen80 eru margar myndir frá því drottn- ingin fæddist þann 21. aprfl 1926 til dagsins (dag. Nokkrar myndir á síðunni eru afDlönu prinsessu en athygli vakti að engar myndir voru (fýrstu af Camillu Parker Bowles. Hins vegar hefur nú verið bætt úr því. Fergie með milljarða- mæringi Hertoga- ynjan af York hefur verið að hitta am- erískan millj- arðamæring. Sarah Fergu- son,46ára, hefur farið á nokkur stefnumót með Mark Freitas,47 ára, og haft er eftir vinum hennar hefur hún kolfall- ið fyrir honum. Vitni, sem sá parið á veitingastaðnum Nino's (New York, sagði vel hafa farið á með þeim. „Þau hlógu og skríktu allt kvöldið og virt- ust afar áhugasöm hvort um annað." Freitas starfar á Wall Street en er fyrr- um íshokkýstjarna og einn eftirsótt- asti piparsveinninn (New York. Hann og Fergie kynntust í gegnum sam- eiginlega viniyfirjólin. Anna prinsessa er eina dóttir Elísabetar drottningar. Prinsessan þykir hörku- dugleg en virðist einhvern veginn hverfa í skuggann af meira áberandi persónum innan fjölskyldunnar. Fyrst var það Díana prinsessa sem einokaði sviðsljósið og nú er það Camilla Parker-Bowles, eiginkona Karls Bretaprins Anna prinsessa Prinsessan virðist alltaf hverfa I skuggann afmeira áberanai persónum rjölskyldunnan ■% | ■■ %■■ mm ■■■ Duglegasti meölimur fjolskyld- unnv fær engn aKiygli Einstaka meðlimir bresku kon- ungsfjölskyldunar hafa einokað at- hygli fjölmiðla á kostnað annarra í gegnum söguna. Sumir virðast ein- faldlega falla í skuggann af skandöl- um og jafnvel fegurð meira áber- andi meðlima fjölskyldunnar þótt mörgum þeirra fínnist kannski nóg um þá athygli. Ein af þeim sem fæstir taka eftir er Anna prinsessa, eina dóttir drottningarinnar. Prinsessan hefur ávallt verið hin duglegasta en margir spyrja sig ef til vill hvernig hún nennir að standa í því að koma sér af stað á morgnana, því þótt hún vinni aðallega að góð- gerðarverkefnum rata fæst þeirra á síður dagblaðanna. Þegar Díana prinsessa kom inn í fjölskylduna virtist Anna gjörsam- lega hverfa. Fæstir vita hins vegar að löngu áður en Díana prinsessa hóf að heimsækja fátæklinga í Afr- íku hafði Anna lagt það í vana sinn að heimsækja þá sem minna máttu sín og dvaldi meðal annars í flótta- mannabúðum í Affíku. Því hlýtur frétt blaðamanns á BBC að hafa sært prinsessuna en þar stóð að Anna mætti læra ýmislegt af Díönu sem þekktust væri fyrir fórnir í þágu mannúðarmála. Ólíkari manneskjur en Díönu og önnu er kannski erfitt að finna, en þeir sem þekkja til segja konurnar tvær ekki hafa verið óvinkonur. Kunnugir segja líka að tárin hafi runnið niður kinnarnar á önnu þegar Díana prinsessa var jörðuð árið 1997. Með komu Camillu í fjölskyld- una skyggði aftur á Önnu. öll at- hyglin, sem ungu prinsarnir höfðu einokað um tíma, færðist yfir á brúðkaup Karls og Camillu og Bretar virðast ekki fá nóg af fréttum af hinni nýju eiginkonu krónprinsins, þótt fæstar þeirra séu jákvæðar. Kunnugir segja sambandið milli Camillu og önnu þó fínt, konurnar tvær eru á svipuð- um aldri og eiga sér svipuð áhuga- mál. Þær virðast báðar hafa gleymt slagnum sem þær áttu í kringum 1970 þegar Camilla hafði betur og giftist Andrew Parker-Bowles. Þrátt fyrir allt virðist Bretum þykja vænt um prinsessuna og sam- kvæmt könnunum er hún sú sem þeir hafa einna mest traust á innan konungsíjölskyldunnar og margoft hefur hún verið valin besti kostur- inn ef breytingar yrðu gerðar í land- inu og forsetaembættið tekið upp. Camilla Parker-Bowles Enn á ný hefur eigmkona Karls einokað athyglina d kostn- að Onnu. Konurnar tvær eru þó góðar vin- konur og Anna virðist hafa grafið minning- arnar um slaginn sem þær áttu um Andrew Parker-Bowles þar sem Camilla hafði betur. Diana prinsessa Blaðamaður BBC hlýtur að hafasærtönnu prinsessu þegar hann sagði Önnu geta lært ýmislegtaf Díönu I mann- úðarmálum. *fer Litli norski prinsinn Sverrir Magnús var skírður um síðustu helgi. Grét hástöfum alla athöfnina Litli norski prinsinn, Sverrir Magnús, var skírður um síðustu helgi af biskpunum í Osló í kapellunni í kastalanum. Sonja drottning, amma prinsins, hélt honum und- ir skím en aðrir skírnarvottar vom Maxima prinsessa Hollands, Pavlos krónprins Grikk- lands, Rosario prinsessa Bulgaríu, Espen Hoeiby bróðir Mette-Marit, og vinir foreldra hans, Bjoern Steinsland og Marianne Gjellestad. Aðrir gestir í kirkjunni vom held- ur ekki af verri endanum því að krón- prinsessur og prinsar víðsvegar um Evrópu flugu til Noregs til að vera viðstödd athöfn- ina. Á gestalistanum vom meðal annars Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Friðrik krónprins Dana og Mary eiginkona hans. Litli prinsinn, sem er sonur Hákons krón- prins Noregs og Mette-Marit krónprinsessu, lét sér fátt um finnast og grét alla athöfnina. Gestirnir voru ánægðir að sjá hinn þriggja mánaða prins fullfrískan eftir veikindi en Sverrir Magnús var tvisvar sinnum lagð- ur inn á sjúkrahús í síðasta mánuði. Sverrir Magnús Litli prinsinn lét sér fátt um finnast þrátt fyrir hinn glæsilega gestalista íat- höfninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.