Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Side 42
42 LAUCARDAGUR 11. MARS 2006 Helgarblaö DV í dag verður til grafar borinn í Kaupmannahöfn danski hljómborðsleikarinn og lagasmiðurinn Thomas Koppel. höfuðpaurinn í dönsku hljómsveitinni Savage Rose. Ekkja hans, söngkonan Annisette, lýsti því yfir á miðvikudag að útförin yrði opinber og allir samferðamenn þeirra Thomasar væru velkomnir til ^ristjánskirkju í Kristjánshöfn. Er búist við að mannfjöldi fylgi Thomasi til grafar. Thomas Koppel lést á Púertó Ríkó þann 25. febrúar í sumarhúsi þeirra hjóna. Hann varð bráðkvaddur við hljómborðið sitt og varð aðeins 61 árs. Hann var fæddur í Svíþjóð, en foreldrar hans höfðu flúið Danmörku undan Þjóðveijum. Faðir hans var gyðingur. Mynd-.Polfoto Thomas var því frá fæðingu í baráttunni miðri gegn kúgun og hernaðarhyggju en var aldrei gef- inn fyrir að renna af hólmi eða víkjast undan sannfæringu sinni. Thomas stofnaði Savage Rose ásamt yngri bróður sínum Anders og Annisette, síðar eiginkonu hans, 1966 og dró saman krafta sem síðar fylgdu hljómsveitinni 4»m yfir 1970, þeirra á meðal hinn virta djasstrommara Axel Riel. Thomas leiddi bandið til gríðar- legra vinsælda í Danmörku og við- urkenningar um alla Evrópu og í Ameríku. Á götunum er fólk með fána og spjöld Thomas var menntaður sem pí- anisti uppá klassískan máta enda kominn af tónlistarfólki, móðirin Vibeke og faðirinn Hermann voru bæði tónlistarmenntuð og börnin þeirra þrjú lögðu öll fyrir sig tón- list. Hermann var virt tónskáld og einleikari á píanó. Thomas vakti athygli þegar inn- an við tvítugt sem undrabarn í tónsmíðum, en sagði að sér líkaði ekki einsemd æfingasalanna þegar úti fyrir færi fólk um götur með fána og spjöld. Hann var tuttugu og þriggja ára þegar hann stofnaði Savage Rose ásamt Andrési bróður sínum, sem þá var farinn að skrifa og gera kvikmyndir. Þeir fengu í lið með sér unga stúlku sem var búin að vera söngkona frá sjö ára aldri, Annisette Hansen. Þeir bræður sömdu saman mest af verkum, lengri stykkjum og sönglögum, bæði við texta And- ers, Thomas og síðar Annisette. Framan af ferli þeirra var samhljómur þeirra bræðra í píanói og orgeli eitt helsta einkenni sveit- arinnar, utan hinnar sérstöku raddar Annisette. Upphafsár Margir sterkir og óvenjulegir varðar voru á ferli hljómsveitar- innar: Fyrsta plata þeirra, oft köll- uð guia platan, stendur fyllilega á sporði flestu sem stendur uppúr frá árinu 1968. Önnur plata þeirra, In the plain, dró uppi Sergent Pepper sem hafði ráðið í efsta sæti allra lista, kom út síðar sama ár. Með sínum gyllta grunni og svart- röstuðu myndum bar hún með sér sterkan anda frá átakaárinu sem skóp hana og kynslóðin var kennd við. Sumarið eftir fór bandið vestur um haf og spilaði á Newport-hátíð- inni. Savage Rose kom þar fram á eftir Sly Stone og á undan James Brown. Þar með voru þau komin á kortið í Ameríku. Þau áttu vísa um- fjöllun um verk sín í Rolling Stone og voru í miklum metum meðal áhrifamikilla rokkskríbenta. í kjöl- farið tóku þau Travellin upp í New York, hún ber merki ferðalaga sveitarinnar og óvissu í stefnu. Langferð um Bandarikin skilaði þeim til Rómar og upptöku á Your Daily Gift fóru þar fram súmarið 1970. Það var að koma í ljós gjá milli útgefenda þeirra og lífsstefnu hljómsveitarinnar: Væru þau til í að fara til Víetnam og spila nokkr- um sinnum fyrir hermenn? Nei, takk. Sigur dauðans Savage Rose hlaut að renna sitt skeið eins og títt var um bönd á Savage Rose á árið 1969 þessum tíma. Ferðalögin voru stríð fyrir hljómsveit sem gaf út í fjöruti'u löndum og brátt fóru menn að heltast úr lestinni. Þegar Koppel-bræðrum var boðið að semja balletttónlist fyrir ungan og dáðan stjórnanda, Flemming Flindt, hjá Konunglega danska ballettinum slógu þau til. Þar runnu saman í eitt rokk og spenn- andi hugmynd dansahöfundar. Verkið var samið eftir leik Ionesco, Sigri dauðans. Bandið lék á yfir tvö hundruð sýningarkvöldum og gafst þannig hlé til að íhuga áframhaldið. Koppel og Annisette höfðu þá búið saman um nokkurt skeið og voru farin að taka æ ríkari þátt í andófi gegn borgaralegum öflum. Samnefndur diskur kom út 1972 og verkið endurflutti Ballett- inn 1994. í kjölfar þessa kom lokahnykk- urinn á tíma hljómsveitarinnar í upphaflegri mynd: Refugee sem Jimmy Miller, upptökustjóri Roll- ing Stones á þessum árum, vildi vinna með þeim. Upptökur voru unnar á sveitasetri Micks Jagger. Koppel lýsti henni sem bestu rokk- plötu þeirra. Hún var hljóðrituð vítt og breitt um herragarðinn og sagði Koppel að aldrei hefði hann kynnst jafn lyfjuðu heimilishaldi ogíþvíhúsi. Refugeekomút 1971. Arfur þeirra svörtu Bræðurnir og Annisette voru afar spennt yfir Bandaríkjunum og leituðu uppi tónlist þaðan. Það var óróatími í hreyfingum blakkra vestan hafs og þau settu sig vel inn í þeirra mál. Ur varð meistaraverk- ið Babylon, svört plata með sálma- kenndri tónlist þar sem á takast Manebarn / safni þeirra ski/itast á verk sem sungin eru á ensku og dönsku. Barn mánans var siðasta safnið sem kom frá þeim fyrir seinna I hléið sem stóð frá 1992 til 1995. Are you ready Tónleikaplata frá 2003. Áriö 2002 sóttu hund- rað og fimmtiu þúsund gestir tónleika sveitarinnar iDan mörku. Fyrir dyrum stóð túi Danmörku næsta haust. iucu siiiuiii ser- kennilega hljómi pianós, hammonds og harpsikords. setri Micks Jagger undir stjórn Jimmys Miller 1971

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.