Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 11.MARS 2006 Helgarblað DV Samhjálparmenn standa á tímamótum því nýlega seldu þeir húseignir sínar á Hverfisgötunni og festu kaup á nýju húsnæði i Stangarhyl. Þangað ætla þeir að flytja með göngudeild sína og félagsstarf en kaffistofan sem hefur um árabil þjónað utangarðsmönnum í miðbænum verður ekki flutt í úthverfi. Enn vantar þó húsnæði fyrir þá starfsemi. Samhjálparmenn berja sér ekki á brjóst og miklast af verkum sín- um, enda væri það ekki í þeim kristilega kærleiksanda sem einkennir allt þeirra starf. Þeir hafa ekki farið mikinn í fjölmiðlum eða auglýst starfsemi sina. Þó eru alltaf að gerast kraftaverk í Samhjálp þar sem þjáðar sálir finna lausn og frið og rísa upp til nýs lífs. í Samhjálp eru allir jafnir enda fer Guð ekki í manngreinarálit eins og mönnunum hættir til. mm t §j „gs fstl ■ wmi ■ ;; ; ■ tm ■ 0? ■ :memw ind Heiða Guðmundsdóttir er noma 23 ára en þegar hún lítur linn veg finnst henni allt eins gæti verið fertug, svo mikið hún reynt á sinni ungu ævi. m að cirekka ellefu ára gömul ■að lá leiðin bara niður á við. x grýttan veg í heimi áfengis imuefna hefur Begga náð sér 1 og hefur veriö edru í sextán iði. Það þakkar hún ekki síst ■ þar sem hún fann Guð aftur og reis upp til nýs lífs. Berglind segist strax sem krakki hafa verið viss um að dóp og áfengi væri eitthvað sem henni væri ætlað. „Mér fannst þetta einfaldlega vera mín deild. Það var búið að vera mikið rugl heima hjá mér í nokkur ár og mér fannst það bara eðlilegt þeg- ar löggan kom heim og allt fór í háa- ífcft. Mamma drakk þó ekki en var fárveikur aðstandandi. Hún er líka komin til lífsins aftur fyrir hjálp Samhjálpar og er í fínum málum í dag." Berglind segir mér þetta meðan hún hellir upp á kaffl en við hittumst heima hjá henni til að spjalla. Tíkin Skotta sem tók á móti mér með miklum fagnaðarlátum er farin að róast og Begga er búin að leggja litlu tveggja mánaða prinsessuna sína út í vagn þar sem hún sofnar vært. Begga kveikir á kerti og ég sest við eldhúsborðið meðan hún snýst í eldhúsinu. Það er notaleg og ljúf stemming í kringum Beggu. Hún lít- ur ekki út fyrir að hafa verið á kafi í dópi og rugli enda er hún þakklát fyrir að hafa sloppið úr prísundinni þetta ung. Hún er líka ákveðin í að njóta lífsins í framtíðinni. Hún er óvirkur alkóhólisti og segir að sjúk- dómurinn verði alltaf hluti af henni en það sé undir henni sjálfri komið að nota þau verkfæri sem hún hefur fengið í hendurnar til að halda sjúk- dómnum niðri. Jafnaldrarnir algjörir lúðar „Ég var bara ellefu ára þegar ég byrjaði að djamma með krökkum í áttunda bekk en það skrýtna er að núna sé ég að þau voru á venjulegu róli meðan ég var alveg heillum „Á sama tíma var kærastinn minn, sem ég var reyndarhætt með á þessum tíma, næstum dáinn úr neysiunni. Það var fyrir algjöra Guðs náð að hann bjargaðist." horfin. Þau voru að skemmta sér eins og unglingar gera, drekka landa úti á róló og fóru svo heim á eftir. Ég nennti ekki heim og hélt áfram niðri í bæ þar sem ég kynntist djammlið- inu og fljótlega fannst mér krakkarn- ir í áttunda bekk algjörir lúðar. í bænum kynntist ég fólki sem var miklu eldra en ég og var búið að þróa sinn sjúkdóm og sitt rugl miklu lengur. Ég sótti í það og fann eitt- hvað hjá þessu fólki sem ég þekkti. Ég var líka alltaf tii í allt og gerði hvað sem var fyrir spennuna. Ég er rosaiegur spennufíkill, við emm það örugglega flestir alkarnir," segir Begga og hlær. Hún var svo ekki nema tólf ára þegar foreldrar hennar gerðu tilraun til að grípa inn í ferlið og komu henni í meðferð á Stuðlum. „Það virkaði alveg öfugt á mig. Ég var lokuð inni á neyðarvistun þar sem allt var boltað niður og þurfti að borða með plastskeið. Það passaði mér engan veginn. Ég var í uppreisn og ekkert að skilja einhvern sjúkdóm sem gæti valdið mér óbætanlegum skaða í framtíðinni. Mér hefði ekki getað staðið meira á sama því fram- tíðin var ekki inni í myndinni. Mér fannst bara enginn skilja mig og nýtti hvert tækifæri til að strjúka. Ég átti strokmetið á sínum tíma." Söng í OliverTvist Aðspurð segist Begga því miður ekki hafa trú á forvarnastarfi. „Unga fólkið sem vill fara þessa leið fér hana hvað sem hver segir. Því mið- ur, það er forvitnin sem rekur þau áfram, það þekki ég sjálf. Líka að ef maður segir unglingi hvað þetta sé allt sorglegt og ömurlegt og gefur honum smá sýn í þennan heim, þá kveikir það bara í honum í stað þess að forða honum frá bölinu. Sorglegt en satt." Til að reyna að koma Beggu úr sollinum í Reykjavík var hún svo send í sveit í eitt ár. „Ég fór til fólks sem tekur við vandræðabörnum," segir hún og kímir. „Ég fór í níunda bekk í Hafralækjarskóla sem var ekkert alslæmt. Ég tók til dæmis þátt í uppfærslu á söngleiknum Oliver Tvist og þótti það frábært. Ég átti líka ágætar stundir í heyskapnum og fékk að stjórna traktor og umgangast hesta sem var mikið áhugamál. Ég var samt rekin heim á endanum, enda var það það sem ég vildi. Vera í bænum að djamma og djúsa." Vinirnir deyja úr alkóhólisma Fimmtán ára var Begga því kom- in í bæinn aftur og hélt uppteknum hætti. Þá lést kærastinn hennar með sviplegum hætti í hræðilegu bílslysi. Hann var undir áhrifum þegar hann lést. „Hann hafði farið norður en ætl- aði svo að koma í bæinn og hringdi til að láta mig vita. Ég heyrði aldrei í honum eftir það. Hann ók á múr- vegg og dó. Mér leið mjög illa og varð enn kærulausari en áður því þarna fann ég gullna ástæðu til að gefa mig alla í neysluna." Þetta var í fyrsta skipti sem Begga sá á eftir vini úr neyslunni í dauð- ann, en þeir áttu eftir að verða fleiri. „Ég er hætt að geta talið á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.