Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Síða 52
52 LAUGARDACUR 11. MARS 2006 Sviösljós DV Ný ásýnd Svona mun svæðið lita út eftir framkvæmdirnar. Nýtt tónlistarhús mun rísa þar sem Faxaskálinn er í dag. DV kíkti í miðbæinn og spurði vegfarendur hvemig þeim litist á hugmyndina. HEFfll MATT KOMA FYRIR 20 AROM Marfa Alva Roff Finnst teikningarnar og hugmyndin frdbær. Kominn tími til „Þetta er frábært. Ég hef séð allar teikningarnar og grunnhug- myndina. Það er allt betra en það sem er núna. Þetta verður svona verslunargötu-moll. Það er alveg kominn tími til að breyta." Skúli Helgason Tónlistarhúsið leggst vel í hann og hefði mdtt vera búið að þessu fyrir 20 árum. -V Musteri tónlistar „Þetta tónlistarhús leggst mjög vel í mig. Það hefði mátt gera þetta fyrir 20 árum. Von- andi verður þetta musteri fyrir allar tegundir tónlistar. Teikn- ingarnar eru ágætar og falla vel inn í umhverfið. Þetta skemmir ekki útsýnið." Pétur Kristján Árnason Fagnar tón- listarhúsinu. Ýtir undir mannlífð í borginni „Mér líst vel á þetta. Það er ekkert spes sem ég myndi vilja sjá þama en engu að síður spennandi að þarna muni rísa tónlistarhús. Það er gríðarlega gott að ýta undir mannlífið í bænum. Ég fagna þessu, því fyrr því betra." Peningaeyðsla? „Skattpeningurinn hefur far- ið í meiri vitleysu en þetta." Klara Sif Skarphéðinsdóttir og Guðný Ósk Sveinbjörnsdóttir Finnst byggingin vera ofstór og að við séum að reyna að herma eftir öðrum löndum. Viljum alltaf vera eins og í útlöndum „Þetta verður ömgglega geð- veikt flott, en samt alltof stórt. Reykjavík er svo lítil og þægileg. Við viljum alltaf vera eins og í útlöndum. Fleiri koma samt ömgglega í bæinn. Ef við fáum kaffihús verðum við ánægðar." Jón Örvar Skagfjörðsson Finnst tónlistarhúsið vera afhinu góða. Börnin og barnabörnin fá að njóta þess „Þetta er fallegt og gott og af hinu góða, en það tekur tíma að byggja þetta og ég á ekki eftir að sjá þetta. Börnin mín og barna- börn eiga eftir að njóta þess." Pétur Óskarsson Pétur segir tónlistarhúsið frábært framtak og betra en álver. Alls engin peningaeyðsla „Teikningamar eru fínar. Þetta er frábært framtak, betra en álver. Mér finnst hugmyndin mjög góð eins og hún er og hef engu að bæta við hana. Ég held að þetta verði fjölmenningar- legt, eða ég vona það að minnsta kosti. Peningaeyðsla? „Nei, langt frá því."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.