Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2006, Page 49
Helgarblaö DV LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 57 Guðrún Bergmann Breiðir út faðminn mót lífinu. Guðrún er að skapa sér nýtt llf eftir lát ástkærs eiginmanns sins, Guðlaugs Bergmann, sem lést fyrir einu og hálfu ári. Við Maríulindina Guðrún og Gulli giftu sig við þessa lind. Guðrún segist oft hafa fundið fyrir návist Gulia eftir að hann lést. Erfitt að koma heim í myrkri og kulda Guðrún segir að hluti af því að missa maka sé að venjast því að vera „ég" en ekki „við“. „Það tók mig örugg- lega sex mánuði að hætta að segja við. Það tók líka langan tíma að skynja hvað það þýddi raunverulega að ég væri orðin ein. Þótt maður hafí átt fall- egt áratuga samband verður maður að læra að lifa með missinum og það hef- ur verið æfingaprógrammið mitt und- anfarið eitt og hálft ár. Þegar maður er búinn að vinna svona náið með ein- hverjum sem er alltaf tíi staðar eru við- brigðin mikil. Það hefur verið mitt helsta verkefni að sætta mig við það og læra nýjar leiðir. Mín leið hefur kannski aðaliega falist í því að gera bara allt ein, en yfir sumartímann hef ég auðvitað starfsfólk til að hjálpa mér. Ég stefni að því að vera meira í Reykja- vflc í haust því þar er fjölskyldan, strák- amir og bamabömin. Ég hef lflca breytt til og verið fararstjóri, fór til dæmis með ferð til Egyptalands í fyrra og fer aftur nú í haust. Það skiptír í rauninni litlu í dag hvar maður staðsetur sig ef maður hefur tölvu, það er alfs staðar hægt að svara tölvupóstí. „Ég vissi að hann var farinn. Það var enginn þráður lengur milli andans og líkamans. Andinn varalveg farinn úrlíkamanum og ég vissi að hann kæmi ekki til baka. Ég hlakka til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni því það er svo sem ekk- ert að sækja hér á vetuma nema sitja ein í myrkrinu. Ég fann ekki svo mikið fyrir því fyrsta árið því ég hafði svo mikið að gera en fyrstu mánuðina á þessu ári fannst mér mjög erfitt að koma hingað heim ein í myrkri, roki og kulda." Ekki nýr maður enn Guðrún segist ekki hafa verið tilbú- in í nýtt samband fram að þessum tíma, en nú sé hún opin fyrir nýjum tækifærum. „Það hefði bara ekki verið inni í myndinni," segir hún og skellir upp úr þegar ég spyr hvort það sé nýr maður í hennar lífi. „Nei," segir hún hlæjandi, „það er ekki nýr maður í lífi mínu. En fyrir stuttu var hér gestur sem varð voða- lega hrifinn af mér og það var skrýtin uppliíún. Ég varð svo hissa þegar ég fattaði að hann var svolítíð skotinn í mér. Ég var búin að gleyma því að nú er ég stödd á öðmm stað og hann máttí aiveg vera skotinn í mér, það var meira að segja ffekar gaman. En nei, það er ekkert þannig að gerast. Ég er hins vegar viss um einhvem tíma kem- ur nýr maður inn í mitt líf en það ger- ist bara þegar það á gerast." Guðrún er alltaf jafn ungleg og geislandi en hún segist ekki luma á neinum fegmnarleyndarmálum. „Ég er bara heppin og vel af guði gerð. Ég hef alltaf verið með góða húð og kannski farið þrisvar á ævinni í and- litsbað. Ég hef lika hugsað vel um lflc- amann af því ég hef þurft að gera það. Ég var aldrei lflcamiega mjög sterk svo það kom af sjálfú sér. Ég mála mig lítíð og þvæ mér bara með vatni en útlit hefur lflca með andlega h'ðan að gera. Þegar maður sættíst við sjálfan sig og ákveður að maður sé falfegur og það sé bara ailt í lagi með mann þá skilar það sér í betra útíití. Það er þessi ásættan- leiki. Ég held það væri alveg sama hvað sagt væri við mig eða um mig í dag, ég tæki það ekki nærri mér af því ég veit hver ég er og hvað ég stend fyrir." „Freaky", „crazy" og „scary" Samtal okkar Guðrúnar hefúr stað- ið lengi því hún er sífellt kölluð í sím- ann eða fram í lobbí til að tékka inn gestí, sem streyma á hótelið þrátt fyrir veðrið. Bandarísk hjón með tvo syni sína koma inn úr þokunni og greini- fegt að fjölskyldan er að upplifa ævin- týri lífs síns. Lýsingarorð eins og „frea- ky“, „crazy" og „scarý' em endurtekin í sífellu og Guðrún brosir við þeim og tekur þátt í ævintýrinu. Hótel Hellnar hafa verið hennar ær og kýr í langan tíma og hún nýtur þess að taka á móti fólki og sýna því landið sem henni er svo kært. Þegar hún og Gulli ákváðu að selja allt sitt og flytja á Snæfellsnesið ætluðu þau að láta „drauminn rætast" en draumurinn var ekki endifega alveg skýr. „Við vomm mörg sem tifheyrðum þessu félagi sem átti jörðina ogþað var erfitt að fókusera og fá alfa á sömu línu til að byrja með," segir Guðrún. „Við fórum í gegnum heilmikla hakkavél varðandi það samstarf. Draumurinn var kannski fyrst og ffemst að búa til einhvers konar miðstöð þar sem hægt væri að koma og stunda sjálfsrækt og vinna í andlegum málefnum. Við vor- um að hugsa um að halda námskeið og þess háttar en það kom í ljós að það var enginn markaður fyrir slflct. Fólk var hins vegar alltaf að leita eftir gist- ingu og smátt og smátt þróaðist þetta í þá átt. Árið 2000 var stofnað hlutafélag um gistirekstur með skýr markmið og stefiiu og og við höfum verið að byggja upp síðan." Víðurkenning fyrir sjáifbæra ferðaþjónustu Guðlaugur Bergmann var hug- sjónamaður fram í andlátið og lét sig umhverfismál miklu varða. Guðrún segist munu halda áfram að vinna að þeim hugsjónum. „Ég áttí auðvitað þátt í þeirri hugsjón og minn þáttur er ekki horfinn. Aherslumar hafa þó kannski breyst aðeins. Þegar Gulli lést stofnaði fjölskyldan umhverfissjóð til minningar um hann og nú er komin dágóð upphæð í þann sjóð. Ég og syn- ir hans höfum tekið ákvörðun um að gefa sjóðinn til sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í haust þegar Gulli hefði orðið 68 ára. Margt af því sem Gulla dreymdi um að sjá gerast hér í um- hverfismálum er nú orðið að veruleika og hann náði að sjá margt af því gerast áður en hann lést. Við mddum á vissan hátt brautina þegar Hótel Hellnar var vottað af Green Globe 21 fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu árið 2002 og hefúr verið endurvottað árlega síðan þá.“ Gleymir ekki að þakka Guðrún segist vera með plön að minnsta kostí tuttugu ár fram í tímann og segir eitt af aðalatriðunum í þeim plönum sé að vekja fólk til umhugsun- ar um að það sem hver og einn gerir "" skiptí mátí þegar umhverfismál séu annars vegar. „Ég er með þennan rekstur í augnablikinu en það er alveg mögu- leiki að ég geri einhverjar breytingar og jafnvel hættí og fari að gera eitthvað allt annað. Þangað til held ég áfram að gera vel það sem ég er að gera. Ég er bjartsýn á framtíðina og jákvæð og finnst frábært að lifa. Ég á yndislega, stóra fjölskyldu sem ég er í góðu sam- bandi við og ég er mjög meðvituð um að þakka fyrir mig. Það má aldrei gleymast að þakka. Stundum finnst manni allt alveg yfirþyrmandi erfitt og þá er freistandi að væla svoh'tið en ég geri það aldrei lengi. Lífið er einfald- , lega of skemmtilegt og spennandi." edda@dv.is Söknuður Myndin fyrir aftan Guðrúnu er táknræn, en hún er afenglunum sem fylgdu Gulla til himna. Guðrún og Gulli voru samhent hjón og miklir félagar. Veiðimennska var eitt af áhugamálum þeirra og þar voru þau eins og einn hugur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.