Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1956, Qupperneq 20

Freyr - 01.09.1956, Qupperneq 20
276 FRE YR Hálfvilltir hestar standa í hóp undir hlyni viS hó- tel í Lyndhurst og haga sér eins og tamdir vceru. En hér eru ekki aðeins hestarnir, sem kæra sig kollótta um bessi ökutæki nútím- ans. Það gera asnarnir og kýrnar líka, sem hér eiga heima og lifa lífi sínu á svipaðan hátt og hrossin. Þettu eru villidýr vorra tíma á þessum lendum, en það eru ekki veiðidýr. Og þó------betta eru ekki villidýr eða villt dýr í þess orðs eiginlegu merkingu. Villidýrum gæti aldrei komið til hugar að nálgast vagninn, þegar þau vissu fólk inni í honum, til þess að betla um sælgæti. Þetta gera dýrin í Nýskógum. Ef rúða er opin, sem ekki er óalgengt í hitum á sumr- in, þegar staðnæmzt er á veginum eða við hann, er ekki sjaldgæft að flipa eða grön sé stungið inn um gluggann laust eftir að hann hefur staðnæmzt. Þetta eru betlarar, sem auðvitað hafa vanizt því, að heima við hótelin eða við veitingastofurnar í skógar- jöðrunum, hafa folöldin og kálfarnir þegið mola úr hnefa, og heimagangseðlið hefur svo haldizt allt fram á fullorðinsár. Sögur fara af því, að hér í Nýskógum hafi fólk stundum lokkað kálfa, kýr, ösnur eða fol- öld, upp í bíla til sín, ekið svo sína leið í aðra landshluta, en þegar þangað var komið, var skepnan gerð að verzlunarvöru og þannig látin greiða fargialdið. Skepn- urnar hér í Nýskógum eru eftirsóttar, enda hafa kynbætur — á vissan hátt — verið framkvæmdar hér um aldir. Víst er landið nytjað til venjulegs bú- skapar, á nokkrum hluta þeirra 40 þúsund hektara, sem David R. Browning, ráðu- nautur, tjáir að hann hafi hér til umsjón- ar, en aðeins takmarkaður hluti er akur- lendi. Þetta svæði, sem er lítið minna en íslenzk tún, framfleytir að vísu tals- verðum bústofni og allmörgu fólki, en þó ekki eins og skyldi í landi, sem skortir fæðuföng fyrst og fremst. En hér eru gaml- ar hefðbundnar venjur mikils metnar, og hér er ekki hreyft við minjum fomrar frægðar eða hátta nema í nauðir reki. Það er líka víst, að þessi 1—2 þúsund dýr, sem hér reika um lendur og lönd, um reiti og rjóður, skapi ekki mikla ávexti af hverri flatareiningu lands. En hin menningar- legu verðmæti, sem þjóðin tengir við sögu sína og tengd eru þessum svæðum, eru líka mikils virði og sterkur þáttur í þjóðar- þeli. Englendingar eiga allra manna falleg- astar skepnur og meðferð þeirra á skepn- unum er til sannrar fyrirmyndar. Varð- veizla þessara opnu og hálfvilltu land- svæða, og tilvera þessara náttúrubarna, sem asnar, hestar og nautgripir raunar eru á þessu svæði, er svo sjálfsagt og samtvinn- að eðli þess þjóðarbrots, sem lifir lífi sínu á þessum slóðum, að stórt skarð væri rofið

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.