Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1956, Side 22

Freyr - 01.09.1956, Side 22
278 FREYR TÓMAS BÖRKUR SIGURÐSSON: Að vestan Sumum lesendum Freys mun ef til vill kunnugt um, að Búnaðarsamband Banda- ríkjanna (The American Farm Bureau Fe- deration) bauð í fyrra nokkrum íslenzkum piltum til Bandaríkjanna, til vinnu á bú- garði i 1 ár. Ég sótti um að fara og komst að, en farið var frá íslandi þann 14. jan. s.l. með flugvél Loftleiða, en landað í New York. Var þar á flugvellinum fulltrúi frá fyrrnefndu búnaðarsambandi til að taka á móti okkur, en við vorum þrír saman. Var okkur ekið til hótels nokkurs, sem er 45 hæðir, en þar dvöldumst við í eina viku, svo aö okkur gafst tækifæri til að skoða New York borg að talsverðu leyti, enda var okk- ur og nokkrum Hollendingum, sem þarna voru í sama tilgangi, léður fylgdarmaður í 4 daga. Á hóteli því, sem áður greinir, voru saman komnir nær 140 piltar frá 27 lönd- um, og voru þeir þarna í sama tilgangi og við frá íslandi. Ég kynntist þarna nokkrum þessara pilta persónulega, flestum þó hin- um spönskumælandi Suður-Ameríkumönn- um, en einum Norðmanni kynntist ég, sem mjög vék kunnuglega að okkur íslending- unum, enda hafði piltur þessi verið á ís- landi í mánaðartíma við skógargróðursetn- ingu. Hann gerði sér það til frægðar eftir íslandsdvölina að þýða „Litlu fluguna“ og „Hreðavatnsvalsinn“ á nýnorsku, en það, sem honum fannst einna mest um vert á íslandi, voru íslenzku stúlkurnar. Eftir að hópurinn frá hinum 27 löndum hafði verið nokkra daga um kyrrt í New York, var okkur dreift um öll fylki Banda- ríkjanna. Það fylki, sem ég hlaut veru í, Wisconsin,er eitthvert mesta mjólkurfram- leiðslusvæði jarðarinnar. Var farið með langferðabíl alla leiðina og tók ferðin 28 klukkustundir, enda þótt ekið væri að heita mátti stanzlaust. Með langferðabílnum fór ég til Madison, sem er höfuðborg Wiscon- sin, en þangað sótti mig svo bóndi sá, sem ég er hjá. Búgarður sá, sem ég dvelst á, er mjög vel skipulagður, og er á einhverju sléttasta svæðinu í suðvestur Wisconsin. Hver ekra lands á þessu svæði er seld fyrir 400 dollara, en stærð búgarðsins er 300 ekrur lands, eða um 65 hektarar. 49 kýr eru hér mjólkaðar, allar af hreinræktuðu Holstein kyni, og eru allar kýr af því kyni svart-hvítflekkóttar og talsvert stærri en íslenzkar kýr eru að jafnaði. Mjólkað er tvisvar á dag, fyrri mjaltir hefjast kl. 5 að morgni, en seinni mjaltir eru kl. 4y2—5 e. h. Vinnu er venju- lega hætt á kvöldin um kl. 6, svo að vinnu- tíminn er hvorki meira né minna en 13 klst. á sólarhring, en það er almennur verkatími hér. Hvað daglegum verkum viðvíkur, þá er akuryrkja mun meiri hér en heima, eink- um er maís mikið ræktaður. Plægingar hóf- ust í byrjun apríl, en þá var höfrum og grasfræi sáð. Maís var ekki sáð fyrr en um miðjan maí. Verk þessi ganga fljótt úr hendi víðast hvar, og t. d. hér á búinu höfðum við 3 dráttarvélar að verki í einu, sem hver um sig er stærri en flestar þær dráttarvélar, sem notaðar eru á íslandi. Búgarðurinn er i eign feðga, sem báðir vinna á búinu, auk mín, svo alls vinnum við þrír við búið. Mjólk er kæld hér með mjög nýtízkulegu móti, eða í svo kölluðum hraðkælum. Við slíka kælingu eru engir mjólkurbrúsar notaðir, en allri mjólk hellt í allstóran mjólkurgeymi, sem síðan kælir mjólkina mjög fljótlega niður í allt að 2°—3° C, og helzt mjólkin það köld. Mjólkurtankbíll kemur síðan eftir mjólk- inni hvern morgun og sér mjólkurbílstjór- inn algerlega um að dæla mjólkinni úr mjólkurkælinum yfir í tankbílinn. Mjólkur- kælingaraðferð þessi er ákaflega örugg, en kælarnir dýrir; t. d. tekur sá, sem hér er, um 1000 1. af mjólk, en hann kostaði 2500 dollara, eða 40.800 kr. Mest af vinnutímanum að vetrarlagi fer í skepnuhirðingar, en kúm er gefið hey og súr maís tvisvar á dag og sama er að segja um fóðurbæti. Hann er mestallur framleiddur á búgarðinum sjálfum og er

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.