Freyr - 15.05.1972, Side 9
% REyÐÆRS f LÓNl
Síðsumarsólin signdi land og sœ. Útsýn af
Almannaskarði var svo dýrleg sem orðið
getur. Jöklar í vestri eins og berir skallar
í bláma fjarlœgðarinnar og frá þeim liggj-
andi röndóttir separ niður milli bergrana
en neðar undirlendi sveitanna, sem vatns-
fjöll hafa um aldir og árþúsundir skapað
og eru stöðugt að þeirri iðju. TJm víðlend-
in, sem áður voru að mestu sandar og
vatnsflaumur, getur nú að líta gróður-
hólma, þar $em bændur eru að teygja
ræktuð lönd langt út á sandana.
Nœr er svo víðfeðmi vatna þeirra sem
enn kaffæra sandflæmi, en hver veit nema
arðsemi þeirra geti orðið jafnmikil og gróð-
urlendisins þegar upp rennur sá dagur, er
kunnátta manna í ræktun fisks af ýmsu
tagi verður á borð við það, er gerist nú í
ræktunarmálum sandanna? Á nokkrum
hólmum mitt i vatnabyggð þessa héraðs er
ört vaxandi kaupstaður og athafnastaður
byggðarinnar — það er Höfn í Hornafirði.
Að tiltölu við mannfjölda eru athafnir þar
og árangur þeirra ef til vill meiri en ann-
ars staðar á landi okkar þessi árin og vel-
ferð fólksins kvað þar renna i kjölfar at-
hafna þess dugnaðarfólks, sem þar lifir og
starfar.
* ❖ H*
En það var ekki ætlunin að lýsa byggðinni
vestan Almannaskarðs, heldur að stefna
lengra norðiur og skal þá snúa baki að
Nesjum og beina sjón að Lónssveit. Það
er stutt yfir skarðið og bifreiðin ber okk-
ur greitt áleiðis, ég sit í bíilnum við hlið
Þorsteins bónda Geirssonar, Reyðará í
Lóni, en heim til hans er förinni heitið.
Við blasir víðlendi Bæjarhrepps, sandar
og vötn, býli og byggð og nakin fjöll, eins
og gerist um þennan hluta landsins, þar
sem vindar og vætur gnauða sumur og
vetur og naga og sleikja frauðkennd berg-
ið og gera úr því skriður og hrynjandi
mulning, en niður á sléttlendið berst hið
fínasta, sandurinn og leirinn, ef hið síðar-
nefnda fýkur þá ekki í fallvötnin og berst
á haf út jafnt og þétt.
Hér enu fjöllin sérlega gróðurvana. Það
fer ekki á milli mála, að það er veðurfarið,
sem tortímir veikum spírum nýgræðings,
því að hér sem annars staðar hljóta fræ
að fjúka og berast á annan hátt um fjalla-
hlíðar og leita þar rófestu og leitast við
að „klæða fjallið“. Á vissum stöðum má
sjá þess glögg merki, þar sem skýlt er, að
gróðurmáttur jarðar er ekki síðri en ann-
ars staðar gerist. Víðlendi er neðan fjalla
í Lóni og þegar sandarnir og aurarnir, allt
niður að Lóninu, verða að samfelldu gróð-
urlendi, þá verður búsældarlegt í sveitinni
og áreiðanlega fleira fólk þar en nokkru
sinni meðan sjávargagn var hálf tilvera
fólksins eða meira en það, svo sem gerðist
fyrr á árum.
En sleppum frekari bollaleggingum um
þá framtíð íbúa í Bæjarhreppi og skundum
í þess stað heim að Reyðará, þangað er
förinni heitið til þess að líta á árangur
athafna bóndans síðustu árin, en af þeim
hafa sögur farið vítt um land, því að m. a.
hefur það skeð, að á þessari bújörð var
fénaður rétt eins og annars staðar gerðist
til skamms tíma, mótaður af lélegu hag-
lendi og úrkomusamri veðráttu og þess
vegna rýrt til niðurlags. Af því hafa fregn-
FREYR
201