Freyr - 15.05.1972, Side 10
ir borizt, að iÞorsteinn á Reyðará sé met-
hafi á íslandi í framleiðslumagni kjöts eftir
hverja vetrarfóðraða kind, að minnsta
kosti meðal þeirra, sem teljast til venju-
legra sauðfjárbænda og hafa ekki bara
fáeinar kindur sér til gamans.
$ $ $
Reyðará í Lóni stendur við samnefnda á
úr dal, sem greinist norður í fjallgarðinn
á bak við, en Reyðarártindur — 800 m hár,
með berar og blásnar hlíðar gegn suðri
— gnæfir yfir bænum.
í Reyðarárdailnum eru vinjar gróðurs og
meira að segja skógargróðurs, vottur þess,
sem endur fyrir löngu hefur verið víðast
á þessu svæði.
Framundan bænum getur að líta víð-
lend sandflæmi, sem auðvitað enu fram-
burður vatnanna, .að einhverju leyti hinnar
sakleysilslegu Reyðarár og Karlsár, en
sandarnir vestar sjálfsagt hinnar stórvirku
Jökuilsár í Lóni, sem um aldir hefur skap-
að undirlendi sveitarinniar á stóru svæði af
jökulsvarfi frá fjallaklasanum undir aust-
ustu greinum Vatnajökuls: Axarfellsjökli,
Lambatungnajökli og hvað þær nú heita
jökuiltungurnar, sem skafa dalverpin og
flytja árangurinn niður til sameiningar í
Jökulsá, er auðvitað grefur og brýtur á
leið sinni um tröllabyggðir fjiallaklasans
á bak við mannabyggðina.
Hlíð í Lóni og Reyðará standa aðeins
20—30 m yfir sjávarmáli, en framundan
er líðandi flatneskja niður að Lóninu þar
sem flóðs og fjöru gætir verulega, en úr
Lóninu er affall um mjóan maiarkamb til
sjávar.
Reyðará á land að Lóninu og jörðinni
fylgja þau hlunnindi, sem silungsgengd
veitir. Meðfram Lóninu liggur gróður-
brydding, fyrrum aðalgrasnytjar jarðarinn-
ar til beitar og slægna, ágætar engjar.
Svona kemur vegfarandanum umhverfið
fyrir sjónir þegar hann ieggur leið sína
um sveitina og nú er komið heim að Reyð-
ará og þar skal staldrað við um stund.
* * *
Vigrdís Guðbrandsdóttir húsmóðir og Þorsteinn
Geirsson bóndi á Reyðará. Að baki þeim sést trjá-
garður og byggingar og fjær klettar og skriður
neðst í hátt gnæfandi og gróðurvana Reyðarár-
tindi.
Á bak við trjágróður getur að líta tveggja
hæða hús, sem frá veginum séð lítur út
eins og hulið sé felulitum þax sem greinar
og lauf trjánna mynda netvef. Á bak við
byggingarnar er brún undir fjallsrótum, er
veitir hié frá þeirri hlið. Ókunnum kemur
umhverfi bæjarins þannig fyrir sjónir, að
202
fiEYR