Freyr - 15.05.1972, Síða 22
iöCW
Matjurðabókin
Garðyrkjufélag íslands gaf út Matjurtabók árið
1958. Sú bók er fyrir nokkru uppseld. Þótti því
viðeigandi að gefa hana út aftur og að þessu sinni
aukna og endurbætta og sniðna eftir nútíma við-
horfum.
Til þess voru valdir þrír aðilar — EINAK INGI
SIGGEIRSSON, INGIMAR SIGURÐSSON og ÓLI
VALUR HANSSON — að endurrita og sjá um
útgáfuna fyrir hönd félagsins, sá síðastnefndi sem
ritstjóri.
MATJURTABÓKIN er 230 blaðsíðna rit með
fjölda mynda og sundurliðuðu efnisyfirliti, ásamt
lista yfir íslenzk og latnesk plöntuheiti, og er sá
listi mjög þarfur, því að á því hefur borið, að ís-
lenzk heiti hafi sézt á prenti og verið gefin allt
öðrum jurtum en þau eru í raun og veru tileinkuð.
Umræddri bók er skipað í fjóra aðalkafla, þessa:
Undirstöðuatriði matjurtaræktar — Ræktun al-
gengra tegunda — Krydd- og krásjurtir — og
Berjarækt.
Fyrsta kaflanum cr svo skipað í 12 þætti, er
samtals fylla um það bil helming bókarinnar. Með
ágætri flokkun efnisins er sérlega auðvelt að finna
það, er mann fýsir að lesa um hverju sinni því
að þáttunum er raðað og blaðsíðutal tilgreint við
hvert atriði í hverjum kafla. Vilji lesandi t. d.
finna hvað þar er sagt um gróðurreiti og sáningu
í þá, er Vn þáttur fyrsta kafla einmitt um gróður-
reiti og þar er atriðið sáning tilgreint á bls. 52.
Eða ef lesandi vill fræðast um ræktun gulróta
þá er að líta á efnisyfirlit: Ræktun algengra teg-
unda, það er kafli B, þar er enginn þáttur skráður,
en atriði um gulrætur og ræktun þeirra tilgreint
á síðu 132. Bókin er því á sína vísu skráð á líkan
hátt og alfræðiorðabók, mjög aðgengileg til þess
að finna það, sem lesarinn vill fræðast um og
hún tjáir.
Alfræðiorðabók er þó ekki um að ræða heldur
leiðbeiningarrit, ætlað áhugamönnum í matjurta-
ræktun og berjaræktun, en vafalaust geta lærðir
garðyrkjumenn einnig haft af henni nokkurt gagn,
enda er bókin skráð af þremenningum, sem spenna
yfir vítt svið hagnýtra og fræðilegra efna, byggð-
um á traustum forsendum reynslu og Iærdóms.
Þeir, sem fyrr hafa tiieinkað sér þekkingu um
þekja yfirborð ökusvæðis á hlaðinu. Úti í
sveitum er varla um að ræða asfaltþakn-
ingu, hún er svo umsvifamikil og yfirleitt
svo langt frá sveitabæjum, að hæpið er að
hún komi til greina, nema ef vera skyldi
í nánd við þá vegi, sem verið er að mal-
bika með asfalti. Hitt virðist vera stað-
reynd, sem við blasir um þessar mundir,
að í ýmsum og ef til vill mörgum þorpum,
verði götur þaktar tjörumöl um komandi
ár. Liggur þá nærri að álykta og spyrja
hvort viðeigandi þyki að athuga hvort
bændur sjái sér fært að fá olíumöl á um-
ferðasvæðin við íbúðarhúsin? Er hægt og
forsvaranlegt að fá olíumöl á hlaðið? Þessu
verður auðvitað svarað á ýmsan hátt og
vafalaust setja margir fram spurningu á
móti. Hvað kostar það á fermetra og hvem-
ig þarf að undirbúa það?
Þessu verður að sjálfsögðu ekki svarað
hér, en því er málið fært á vettvang, að
vissulega er viðeigandi að bændur kanni
þetta viðhorf, einkum þeir, sem búa í ná-
munda við þá staði, sem olíumalarlagning
er fyrirhuguð á götum eða vegum. Getur
þá vel verið til athugunar hve margir
grannar innan sveitar hafa í hyggju að
efna til slíkra framkvæmda svo að þeir,
ef til vill í félagi, geti sjálfir undirbúið að
nokkru eða miklu leyti samkvæmt for-
skriftum þeirra, sem leggja skulu mölina
á yfirborðið. Það er hér eins og víðar, að
mikið veltur á undirbúningsvinnunni.
Málinu er hér með beint á vettvang því
að hér er um að ræða menningaratriði,
því að aukin umgengnismenning hlýtur að
fylgja og framkvæmdin getur verið félags-
legt framtak að nokkru eða verulegu leyti.
G.
214
F R E Y R