Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1972, Page 23

Freyr - 15.05.1972, Page 23
þau efni, er bókin tjáir, geta vafalaust aukið nokk- uð við þekkingu sína með því að lesa það nýtt, sem hér er skráð. Fyrir hina, sem eru byrjendur á einu eða öðru sviði þeirra ræktunarmála, sem bókin fjallar um, er auðvitað um víðfemar Ieið- beiningar að ræða, byggðar á reynslu við hérlend skilyrði, en á síðari árum hefur aukin ræktun matjurta, kryddjurta og berja, hér á landi, mótað viðhorf til frekari athafna á þeim sviðum svo að fengin reynsla geti tjáð nýjum ræktendum hvers er að vænta sem ávaxta af ræktunarstörfunum er rétt er að farið. G. Rit um kalrannsóknir Árið 1969 hóf Rannsóknarstofnunin að Neðra Ási, Hveragerði, útgáfu rita um náttúrufræðileg við- fangsefni, sem ýmsir fræðimenn hafa unnið að á vegum stofnunarinnar. Umrædd stofnun hefur á árinu 1971 sent frá sér 4 myndarleg smárit af þessu tagi, þar af fjalla 3 eftirtalin um kalvandamál undanfarinna ára: a. Winterkilling of Grasses in Icelandic Hay- Fields eftir M. L. ’t Hart og W. H. van der Molen, sem starfandi eru við búnað- arháskólann í Wageningen, Hollandi, 14 bls. b. Zur Karteniibersicht der Kahlschaden an den Kulturwiesen Islands im Jahre 1969, eftir Heinz Ellenberg o. fl., 22 bls. og kort. íslenzkt yfirlit. c. Wird die Intensivierung der Griinland- kultur in Island durch das Klima be- grenzt? eftir Barbara Ruthsatz og Erica Geyger við háskólann í Göttingen, Þýzka- landi. 58 bls. íslenzkt yfirlit. Fyrsta ritið gefur stutt yfirlit yfir kalvandamál þau, sem íslenzkir bændur hafa mátt horfast í augu við hin síðari ár. Er efni ritsins að verulegu leyti byggt á rannsóknum og ályktunum hérlendra aðila, sem glímt hafa við mál þessi að undanförnu. Annað ritið, sem er hið sjöunda í röðinni frá Neðra-Ási, fjallar um kortlagningu þeirra kal- skemmda, er fram komu hér í túnum vorið 1969. Er þetta gert í þeim tilgangi að reyna að kom- ast að orsökum og hugsanlegu orsakasamhengi skemmdanna. Þcssa kortlagningu framkvæmdi höf- undur, ásamt aðstoðarfólki, er hann dvaldi hér í byrjun sumars 1970. Kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að frávik frá meðaltali ákveðins svæðis megi rekja til mikillar notkunar N-áburðar. Auk áburðarmagns bendir höfundur á þætti veðurfars- ins og þá sérstaklega vorþurrka. Einnig er bent á hættu af kyrrstæðu leysingavatni ofan á frosinni jörð. Höfundur drepur á mikilvægi réttra gras- stofna, en álítur þó að slíkt hafi minni þýðingu í sambandi við umræddar kalskemmdir. Titill þriðja ritsins er í eftirfarandi spurninga- formi:: Takmarkast fullnýting grasræktar á íslandi af Ioftslaginu? Höfundar greina frá allítarlegum örveðurfræðilegum mælingum, er þeir fram- kvæmdu hér og þar á Iandinu vorið 1970. Niður- stöður athugana þeirra eru á þann veg, að þeir telja að ekki sé unnt að segja með vissu að neinn einstakur þáttur valdi kali, heldur virðist það verða til vegna víxlverkana óhagstæðrar veðráttu, ákveðinnar Iegu lands og nútíma ræktunaraðferða. Bent er ennfremur á, að ofnotkun köfnunarefnis virðist hafa mjög neikvæð áhrif á þroskun og þol jurta. Legu lands og veðráttu verður ekki breytt, hins vegar er þetta unnt með búskaparhætti, t. d. með því að nota minna köfnunarefni og nota inn- lenda grasfræstofna, segja höfundar að lokum. Ó. V. H. F R E Y R 215

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.