Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1972, Qupperneq 30

Freyr - 15.05.1972, Qupperneq 30
ina lá leiðin hins vegar beint til Norðaust- ur-Grænlands, þar sem sauðnautanna biðu tiltölulega gróskumikil landssvæði, að minnsta kosti þrefalt stærri en Danmörk, vaxin heimskautavíði, birki, fjalldrapa, bláberjalyngi, grösum, starungi og fleiri tegundum — utar lá Grænlandshaf, sem jafnan var ísi þakið, en það mótaði stað- viðri landshlutans og þar með tiltölulega góðan og greiðan aðgang að nægilegu fóðri. Hér þreifst sauðnautið mæta vel, lang- tímum saman, við og við þó sjálfsagt orðið að sæta hörðum vetrum, þegar grænlands- ísinn rak burt og frá opnu hafi kyngdi úr- felli niður sem snjó, er þakti gróðursvæðin og þar með næringarforða sauðnautanna. í þess konar árferði hafa dýrin fallið í þúsundatali, stiundum horfið með öllu um langan eða skamman tíma, eða nokkur dýr þrifust á fjalltindum og fjölgaði þar, og færðu sig nær ströndinni þegar betur blés. Á austurströndinni hefur sauðnautið kom- izt lengst nokkuð suður fyrir Skoresby- sund. Er þangað kom mætti það svo röku loftslagi frá opnu Atlantshafi, að tilvera þess varð of lakleg til vistar, þar eð svella- lög og djúpsnævi lokuðu haglendum á vetr- um. Hvar eru sauSnaut nú? Þau svæði Grænlands, sem bezt hæfa til- veru sauðnautanna, eru Jameson land, hin miklu daliadrög norðaustur af Skoresby- siundi, landsvæðin milli Franz Jóseps fjarð- ar og Danmarkshafnar og svo Peary land á Norður-Grænlandi. Eftirsóknarverðustu beitarsvæðin eru breytileg eftir árstímum, á vetrum eru það slétturnar og víðir dalir, þegar annars næst til beitijurtanna þar, á vorin eru það fjalla- hlíðar og að sumrinu háfjöllin, þar er ný- græðingur fyrst eftir að snjóa leysir. í fjallahlíðum, neðan snjóskafla, sem eru að bráðna að sumrinu og vatn streymir frá svo nýgræðingur er jafnan neðan þeirra, eru mjög eftirsótt beitiiönd. Þetta er sér- staklega í úrkomusnauðum sumrum, þar er þá jafnan nógur raki og nóg sólskin og hlýindi til lað skapa þróttmikinn gróður. Að sumrinu nærast sauðnautin af ýms- um jurtum fjalllendisins, störungum, elft- ingu, smávöxnum runnagróðri og einkum þó yngstu sprotum hans, en á vetrum sér- lega af sumarsprotum víðis og yfirleitt öllu því, sem þá er aðgengilegt, hverju nafni sem nefnist, og stendur upp úr snjónum eða til næst annars. Sauðnautafjöldinn á Grœnlandi Nákvæma tölu á fjölda sauðnautanna í Norðaustur-Grænlandi veit enginn. Hið hagstæða veðurfar, er ríkti þar á áratugn- um 1920—30, skóp hin beztu skilyrði til vaxtar og velgengni sauðnautastofninum, og þótt nokkuð væri þá skotið virtist það ekki hafa áhrif á stærð stofnsins, en það voru vísindamenn aðallega, sem þá felldu allmörg dýr. Stofninn var hraustur, feld- irnir þétthærðir, enda var þá ríkulegt magn gróðurs á þessum slóðum til næring- ar, svo að yfirleitt höfðu öll dýr gengið úr hárum áður en vetur hófust. Hóparnir voru þá stórir og meðal dýranna kálfar á ýms- um aildurstigum. Að vísu voru þá einhverj- ar árssveiflur með nokkurra ára millibili, en gróðurfarið var svo fjölskrúðugt þá, að fljótlega fylltist í smáskörð harðari ár- anna. Ríkuleg næringarskilyrði gerðu það að verkum, að dýrin urðu fljótt kynþroska og algengt að kýrnar voru tvíkelfdar. En svo náði góðærið hámarki og veður- far fór versnandi á árunum eftir 1930 og síðar, snjódýpi varð mikið á slóðum sauð- nautanna, svellalög á vetrum ollu hag- leysi hvað eftir annað og afleiðingarnar sögðu til sín þannig, að sauðnaut féllu á vetrum og stofninn drógst saman. Árið 1933—34 féllu hérar í sórum stíl, á næsta ári hvarf úlfurinn með öllu af sömu slóðum og árin þar á eftir voru hvert öðru erfiðara. Þessir vetur höfðu áhrif á stærð sauðnautastofnsins, kálfar voru fáir, annað- hvort voru þeir dauðfæddir eða þeir kom- 222 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.