Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1972, Page 31

Freyr - 15.05.1972, Page 31
ust aldrei til þroska eftir fæSingu, aðallega vegna þess að mæðurnar mjólkuðu ekki. Þeir dóu af vannæringu. Og enn hallaði á ógæfuhlið á árunum eftir 1940 og jafnvel framyfir 1950, enda er talið að stofninn hafi þá rýrnað frá því að vera 15.000 dýr, eða þar ium bil í hámarki, og allt niður í 5000. Síðan virðist veðurfarið stöðugra enda þótt nokkurra sveiflna gæti og fjöldi sauðnauta virðist að undanförnu hafa verið 6.000—12.000 dýr. Á allra síðustu ár- ium virðist veðurfarið í öldudal, kuldar miklir og gróðurfarið fáskrúðugt, og í kjöil- far þess lakleg næringarskilyrði sauð- nautastofnsins. Hóparnir hafa verið litlir á síðustu árum og kálfar fáir, stundum engir. Enda þótt vart sbuli gera ráð fyrir að stofninn hverfi með öllu á Grænlandi er þó hitt hugsanilegt, að harðæri eigi enn ríkari þátt í hrömun hans en hingað til hefur gerzt. Á árunum 1951—65, þegar dr. phil. Christian Vihe rannsakaði sauðnautastofn- inn sérstaklega, voru veidd 27 lifandi dýr og flutt til Vestur-Grænlands á svæðið nálægt Syðri-Straumfirði, þar er ekki vitað til að sauðnaut hafi nokkurn tíma verið áður, en þar eru beitarskilyrði miklu betri en víðast gerist á Norðaustur-Grænilndi. Þessi stofn hefur þrifist ágætlega, dýrin eru stærri en gerist á heimaslóðum stofns- ins og feldir þeirra em þétthærðir og ágætir. Frjósemin er í bezta lagi, margir kálfar fæðast og þeir þrífast vel og á síð- asta ári var talið að þarna væru 40 dýr og þau héldu til á næsta takmörkuðu svæði, eða aðeins í hæsta lagi 100 km frá þeim stað, sem hinum aðflutta stofni var sleppt. SauðnautiS er hjarðdýr Sauðnautin hafazt við í hópum. Þekktust er hópkennd þeirra þegar hættur eru á næsta leiti, en þá er það fomstunautið eða fomstukýrin, sem snýst gegn sækjanda og ver hópinn gegn árásum hans, en önnur dýr hópsins standa þétt í hvirfingu. Þetta er ágæt vamarstaða þegar úlfar sækja að en gagnslaus þegar maðurinn sækir, því að þannig verður hvert dýrið af öðru fellt. í september-október er fengitími, þá er for- ustunautið allsráðandi og þolir enga keppi- nauta. Ef aukanaut ber að hefst strax einvígi, tarfarnir geisast hver geng öðmm með svo miklu hornaglamri, að undir tekur í nálægum hömmm og hlíðum og endirinn er alltaf sá, að hinn sterkari ber sigur af hólmi en hinn filýr. Forustutarfur er stjórnandi hóps síns og aðrir komast þar aldrei nærri. Þess vegna sjást oft hópar nauta sem halda sig sér og þar em þá hvorki kýr né kálfar með. Jafnvel ráfa tarfar einstakir og út af fyrir sig árum sarnan, af því að þeim tekst aldrei að verða forustunaut. Einstök naut eða nautahópar eru einatt hátt í fjöllum eða í einangruðum smádöl- um. Mæti maður tarfi á þeim slóðum er hann vís til að nálgast vegna forvitni eða til að leita félagsskapar, en komi maður of nærri í ógáti er hann vísogviðbúinntilárás- ar. Sjálfsagt er að vera vökull og á verði þar sem stakir tarfar eru í nálægð og umfram aillt láta þá fara í friði. -Hið sama gildir raunar þar sem hópar með kálfa era á næsta leiti, þar er bezt að vera ekki nær- göngull, en slíkir hópar em annars frið- samir séu þeir ekki áreittir Viðhald stofnsins iMeðgöngutími kúnna er 8 mánuðir. Kálf- arnir fæðast í maí-júní. Kýrin hefur 4 spena. Tvíkelfingar eru nokkrir þegar nær- ingarskilyrði em góð eða ágæt. Kálfurinn sýgur einatt tvær kýr, það notfærir hann sér þegar mæður hafa misst kálfa sína. Oftast er kálfurinn á spena heiilt ár og þegar svo er eignazt kýrin kálf aðeins ann- aðhvert ár. Við góð næringarskilyrði er kvígan kynþrosba tveggja ára gömul og eignazt því fyrsta kálf þegar hún er þriggja ára. F R E Y R 223

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.