Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1972, Page 34

Freyr - 15.05.1972, Page 34
T Alvarlegur sjúkdómur í KARTÖFLUM Vá fyrir dyrum Á síðastliðnum vetri voru áberandi mikil brögð að þurrotnunarskemmdum í kartöfl- um í geymslum hjá ýmsum ræktendum. Þegar í nóvember fór að bera á sýki þess- ari, og jókst hún ört er leið á vetur- inn. Voru skemmdirnar aðallega bundnar við afbrigðin Bintjé og Rauðar íslenzkar. Þetta olli þeim framleiðendum miklum á- hyggjum, sem urðu fyrir barðinu á kvilla þessum, enda reyndist tjónið sums stað- ar mjög tilfinnanlegt. Grænmetisverzlun landbúnaðarins, sem annast sölu og dreif- ingu, kvartaði og sáran, enda kom það stundum fyrir, að henni bárust stórar send- ingar kartaflna, sem að miklu leyti voru það illa á sig komnar, að vonlaust var að setja þær á markað að undangeng- inni endurflokkun. í fyrstu var alls ekki vitað neitt um orsakavaldinn, en ýmsir gátu sér til, að hvítrotnunarsveppur (Fusarium) myndi vera að verki, enda er sá kvilli algengasti skemmdarvaldur- inn í geymslum, þar sem skemmda verð- ur vart. Til öryggis voru sendar nokkrar kartöflur utan til rannsóknar, bæði til Nor- egs og Danmerkur. Frá plöntusjúkdóma- stofnunum beggja þessara landa bárust samhljóða niðurstöður, þess efnis, að um- ræddur skaðvaldur væri ekki hvítrotnun- arsveppur, heldur sveppategund sú, er nefnist Phoma exigua. Undirritaður, sem sendi sýni til Statens Plantevern í Noregi, fékk þær upplýsingar frá stofnun þessari, að umrædd Phomategund væri ekki með öllu óþekkt þar í landi, en gerði yfirleitt lítinn usla. Síðan hafa þó borizt fregnir um, að á síðastliðnu ári hafi víðs vegar gætt nokkurra skemmda af völdum svepps þessa í Noregi og þá nær undantekninga- laust, þar sem ræktun var vélvædd. í apríl- hefti Freys 1971 (nr. 7—8) ritaði ég grein- arstúf um sótthreinsun útsæðis og minntist þá á Phoma-rotnun, og í júníhefti Freys (nr. 12—13) gerði Ingólfur Davíðsson mjög ítarlega grein fyrir sveppnum og þurrotn- un þeirri, sem hann veldur, og skýrði mun- inn á skemmdareinkennum af völdum Phoma og hvítrotnunarsvepps (Fusarium). í fyrravetur, strax og umkvartanir tóku að berast um ört vaxandi og mjög alvarlegar geymsluskemmdir, taldi ég líklegt, að ein aðalástæðan fyrir þessu mikla smiti gæti verið sú, hversu uppskeran væri á all- an hátt léleg og illa þroskuð. En þannig uppskera er með afbrigðum viðkvæm, ekki aðeins í upptöku og allri meðferð, heldur einnig fyrir allri sýkingu, séu kvillar á annað borð til staðar í garðinum eða geymslunni. Sú vélvædda ræktun, sem á sér nú víðast hvar stað, þar sem þessi jarðargróði er framleiddur í stórum stíl, fer því miður ekki nægilega „mjúkum hönd- um“ um uppskeruna. Þetta sannast bezt á því, að svo til hvarvetna, þar sem ræktunin er stunduð með vélum, er nú kvartað í vaxandi mæli yfir stórauknum geymslu- skemmdum, og mun það samdóma álit flestra, að helztu orsakirnar séu einmitt hinar breyttu ræktunaraðferðir, þ. e. vel- væðingin, sem stuðlað getur að hraðfara sýkingu, ef smit er fyrir hendi. Mörg undanfarin ár hefur ástand upp- skerunnar við upptöku verið mjög lélegt hér á landi, eins og flestum mun ljóst. í kjölfar þess hafa síðan fylgt vaxandi kvill- ar við geymslu. Því hefur það verið von manna, að strax og kæmi hagstætt og gott sprettuár á ný, myndi draga nokkuð úr umræddum vandræðum. Þetta skeður svo á síðasta sumri, en uppskeran varð þá ein- hver hin þroskavænlegasta og mesta sem 226 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.