Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1972, Qupperneq 37

Freyr - 15.05.1972, Qupperneq 37
Loftrœsting Um undanfarna áratugi hafa fjölþættar rann- sóknir og tilraunir verið gerðar í þeim til- gangi að komast að raun um hvernig hezt er að loftræsta peningshús. Hafa margar gerðir búnaðar verið reyndar og mörg próf gerð. Hér á eftir fer lýsing á inntöku hreins lofts á tvo vegu, annarsvegar í gegn um tvöfaldan stromp, hinsvegar í gegn um op á hliðveggj- um, eins og algengast er. Örvarnar á mynd- unum sýna hreyfingar loftsins innan veggja. Myndir og grein er fengið úr dönsku búnað- arblaði. Peningshúsin eru eitt af mikilvægustu at- riðunum í framleiðslumálum bænda. Þess vegna er nauðsynlegt og eðlilegt að allt sé gert sem unnt er til þess að búa skepnun- um sem bezt skilyrði innan veggja, þá þríf- ast þær þeim mun betur og hirðing þeirra og gæzla er auðveld. Frá upphafi vega og enn í dag er and- rúmsloftið í peningshúsum, og ræsting þess og hreinsun, mikils virði og hefur bein áhrif á líðan skepnanna. Loftræstibúnaði þarf því að haga þannig, að hann verki sem bezt. Að sjálfsögðu vita allir, að nauðsynlegt er og eðlilegt að hafa vald á gerð og gæð- um andrúmsloftsins innan veggja, en um hitt eru menn talsvert ósammála, hvers konar loftræstikerfi eru notuð. Skoðanir manna á því eru máske mest skiptar af því að um mörg kerfi er að velja og allir selj- endur telja sín kerfi öðrum betri. Gömul kerfi eru endurbætt og nýr loft- ræstibúnaður kemur á markað við og við. Rannsóknir halda áfram. Allt miðar þetta að bættum aðferðum og betur virkum bún- aði en áður var viðurkenndur. Nýjar að- ferðir taka ekki alltaf fram hinum eldri en eitthvað betra en hið gamla kemur jafnan í dagsljósið, sem bætir og betrar andrúms- loft peningshúsa. Tilraunir og rannsóknir síðustu ára, á sviði loftræstingar, hafa leitt í ljós ýmsa galla, sem ástæða var til að nema brott og finna betri tæknibúnað og öruggari til notkunar en áður var þekktur. Loftræsti- kerfi getur út af fyrir sig verið gott og ágætt, en hvað hjálpar það, ef maður þarf alltaf að vera nærstaddur til að stýra því? Sjálfvirknin þarf að koma inn hér eins og á öðrum sviðum. Það hefur verið talin gildandi regla að segja fyrir um hvaða hitastig skuli vera í andrúmslofti peningshúsa og hvaða raka- stig einnig, en hvað stoðar það þótt kjör- stig sé á einum eða fáum stöðum í fjósum ef flestar kýrnar búa við allt annað hita- og rakastig? Sú hætta er á ferðum og hef- ur einatt ríkt þar sem ræstingin nær að- eins til hluta hússins. Því hafa margar

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.