Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Síða 38

Freyr - 15.05.1972, Síða 38
skepnur sætt vanlíðan, að ekki hefur verið nógu rækilega um þessi efni fjallað. Tilviljunarfyrirbæri á þessu sviði mega aldrei gilda. Það hafa þau gert of víða og oft svo að skepnum hefur verið búin van- líðan í húsvistinni. Talað hefur verið um loftræstingu með yfirþrýstingi og undir- þrýstingi, endurstreymiskerfum og jafn- streymiskerfum, en öll hafa þau haft ein- hverja annmarka. Aldrei hefur neitt þeirra leyst allan vanda. Sjálfsagt er vandfundið það kerfi, sem enginn annmarki loðir við, en tilviljun má ekki ráða hvernig loftræstibúnaður verkar. Það má ekki vera rakaþrungið umhverfi um einn grip og dragsúgur um annan eins og svo oft hefur verið. í samráði við ýmsa ráðunauta og marga starfandi bændur hef- ur verið leitað eftir vandamálunum, sem við brenna, í þeim tilgangi að útrýma þeim og fullkomna nýja tækni. Með sívirku hringstreymi þykir nú líklegast að jafn- virkur árangur náist, og hann virðist názt bezt með því að hafa brottrás notaða lofts- ins í gegn um stromp á þaki, hlýja loftið leitar alltaf upp, og fá hreina loftið inn um raufar á veggjum eða við glugga. Hið nýj- asta í þessu sambandi er að gera stromp- inn tvöfaldan svo að um úthólf hans streymi hreint loft inn en gufumettað kol- sýruloft út um miðjuna. Framleiðendur síðastnefndu gerðar strompa telja þann loftræstibúnað hinn eina rétta. Hvort svo er virkilega hlýtur reynslan að staðfesta eða afneita, en hvað sem öllu líður getur verið eðlilegt að halda sig við það loft- ræstikerfi, er hefur mesta sjálfvirkni. Rafknúðar rellur hafa þótt góðar og ágæt- ar, en þegar rafmagnið svíkur eru þær óvirkar og mörg dæmi eru um köfnun bú- fjár þegar svo ber við. Sívirkt hringstreymi (aktiv turbulens) er góð loftræsting, sem þarf að ná til allra hluta peningshússins. (Landsbladet). HRÆRIVÉLAR Síðumúla 21. - Sími 84443 150 og 220 I fyrir steypu og tilbúinn áburð o. fl. LANDVÉLAR HF. 230 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.