Freyr - 15.05.1972, Side 44
' :; '
. . .
■
fl§§l§§
Sjó og brenndu dolómíti er blandað saman, við það fæst magníumlútur, botnfall, sem safnað er saman
í geymi, er myndin sýnir. Hann er 40 m í þvermál og rúmar 5.500 m ’.
Hér sígur eðjan til botns og burt rennur vatnið. Þetta er fyrsta stig magníumvinnslunnar. Framleiðsl-
an fer fram í PORSGRUNN-verksmiðjunum.
NORSK HYDRO
Það þarf ekki að eyða orðum til að kynna
Norsk Hydro hér á landi, við höfum um
langt skeið keypt áburð af framleiðslu
þeirra og fjöldi íslendinga hefur heimsótt
verksmiðjurnar á Rjukan, Nesoddanum og
víðar. Fyrirtækið er hið langstærsta í
Noregi og er mikilsvert á fleiri sviðum en
áburðarframleiðslu. Nýjustu greinar á hin-
um mikla meiði er framleiðsla magníum-
málms og svo þátttakan í olíuvinnslunni
úr lindunum, sem fundizt hafa undir hafs-
botni í norðursjó, en þar er allur undir-
búningur í gangi til þess að vinna olíu í
stórum stíl.
FREYR hefur fyrr birt myndir frá starf-
semi verksmiðjanna. Hér eru nýjar myndir,
er sýna ögn af framtaki síðustu ára.
Norsk Hydro hefur á ýmsan hátt verið
til aðstoðar og ráðlegginga við fram-
kvæmdir okkar nú, þegar verið er að
stækka verksmiðjuna í Gufunesi.
236
F R E Y R