Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1972, Síða 46

Freyr - 15.05.1972, Síða 46
M°L^R Með tankvæðingunni breytist allt það kerfi, sem lýtur að geymslu, flutn- ingi og vinnslu mj ólkurinnar. Þetta er þekkt hjá okkur, en í umfangsmeiri atriðum gerist það meðal þeirra þjóða, sem voru langt á undan okkur í at- höfnum á sviði mjólkuriðnaðar. í Skaraborgarléni í Svíaríki er nú verið að reisa stærstu mjólkurvinnslustöð á Norðurlöndum. Hún á að verða fullgerð á þessu ári, en hefur verið tvö ár í smíðum. Á árunum eftir 1920 voru um 600 mjólkurbú í Skaraborgarleni. Nú eru þau 11 á sama svæði og verða aðeins 6 að ári. Á hinni nýju mjólkurstöð verður unnt að taka á móti og vinna 60.000 lítra mjólkur á klukku- stund. Þarna geta verið 20 tankbílar í gangi til þess að flytja mjólk frá framleiðendum til stöðv- arinnar. Gert er ráð fyrir að á sólarhring verði unnt að breyta 700.000 lítrum af mjólk og rjóma og 100.000 lítrum af mysu 1 iðnaðarvörur til sölu á neytendamarkaði. F óðurrannsóknir Efnahagsbandalagið hefur fleira á dagskrá en við- skipta- og atvinnumál yfirleitt. Sambandsþjóðir þess hafa ákveðið, að samskonar rannsóknir á fóðri skuli frá 1. júní 1972 verða ráðandi og viðurkennd- ar innan bandalagsins. Rannsóknarstofnunum aðildarþjóðanna hafa verið send fyrirmæli um rannsóknaraðferðir og hvaða ákvarðanir skal gera og vottfesta við umræddar rannsóknir. Gert er ráð fyrir að ákveða: Magn blásýru — sykurtegunda — karbónata — ösku — klórsambanda — sennepsolíu — kalsíum — kalíum — natríum — teóbrómin — þvagefna — alkaloida í lúpinum og þvagefnamyndun í soyafóðri. Með þessum ákvörðunum hljóta lög um fóður- rannsóknir aðildarlandanna að verða samræmd innan tíðar. Að sjálfsögðu þarf ekki að ákveða magn vissra ofangreindra efna í þeim tegundum fóðurs, sem engar líkur eru til að finnist þar. Frábær uppskera í Gartneryrket, sem er málgagn norskra garðyrkju- bænda og kemur út vikulega, birtist nýverið þáttur um ylrækt á Jaðrinum. Þar er m. a. greint frá bóndanum Rasmus Wiig á Orre, sem á 4100 m* í gróðurhúsum og ræktar tómata á tæplega 2800 m® og gúrkur á 1720 mt Rasmus er frábær framleiðandi, enda ber upp- skera hans vitni um það. Af tómötum fær Rasmus hvorki meira né minna en 28 kg af hverjum fermetra, en láta mun nærri að það sé um 8 kg meira magn en hér gerizt bezt. Undanfarin tvö ár hefur Rasmus uppskorið 45 kg af gúrkum af fermetranum árlega, sem einnig er afbragðs uppskera, og trúlega væri margur hér- lendis garðyrkjubóndinn stoltur ef hann gæti stát- að af slíkum afrakstri. Hver einasta gúrka hjá Rasmus Wiig hefur jafnan flokkast í 1 fl., enda fjarlægir hann tímanlega alla þá ávexti sem líta út fyrir að ætla að verða afbrigðilegir í vexti. í allri gróðrarstöðinni, sem er mjög nýleg, er sjálf- virk vökvun í formi dropavökvunar og sparar hún mikið starf. AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1972 Á þessu ári verða afkvæmasýningar haldnar á Vesturlandssvæði og Norðurlandssvæði frá Hvaifirði til Eyjafjarðar. Sýna má hæði hrúta og ær með afkvæmum. Hverjum hrúti þurfa að fylgja að minnsta kosti 22 afkvæmi, þar af tveir hrútar veturgamlir eða eldri og 10 lömb, og af þeim a. m. k. tveir lambhrútar. Hverri á þurfa að fylgja a. m. k. 5 afkvæmi, þar af einn hrútur veturgamall eða eldri. Fjáreigendur á ofangreindu svæði, sem óska eftir afkvæmasýningum, sendi Arna G. Pét- urssyni, Búnaðarfélagi íslands eða héraðs- ráðunautum búnaðarsamhanda á greindu svæði tilkynningu fyrir 1. ágúst n. k. Búnaðarfélag íslands — Sauðfjárræktin — 238 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.