Freyr - 01.10.1972, Síða 8
við stjórnarborð en formaður í ræðustól.
Þá voru tekin fyrir dagskrármál. Þau
voru þessi:
1. Skýrsla formanns.
Gunnar Guðbjartsson flutti ítarlega skýrslu
um störf stjórnarinnar. Rakti hann fyrst
ályktanir síðasta aðalfundar og hvernig
unnið var að framgangi þeirra. Gat hann
þessa m. a.:
Um tryggingamál landbúnaðarins fóru
fram viðræður við tryggingafélög. Hefur
verið samin greinargerð um efnið, og er
útbýtt á fundinum. Nefnd sú, sem kosin
var til að fjalla um vélakaup bænda, hefur
skilað skýrslu um störf sín og er henni
einnig útbýtt á fundinum. Landbúnaðar-
ráðherra fól Gunnari Guðbjartssyni og
Jónasi Jónssyni að semja frumvarp um
orlof bænda. Verður því útbýtt hér á fund-
inum til athugunar.
Einnig hefur verið samið frumvarp að
jarðalögum og verður því einnig útbýtt.
Nokkur kynning hefur farið fram á ís-
lenzkum framleiðsluvörum, þ. á. m. á ís-
lenzku dilkakjöti í Kaupmannahöfn og er
talið, að hún hafi borið góðan árangur.
Tillögur um byggðaþróun á Vestfjörðum
og um aðstoð við Vestur-Skaftfellinga
vegna mikils flutningskostnaðar voru hafð-
ar í huga við endurskoðun Framleiðslu-
ráðslaga og 16. grein frumvarpsins samin
með tilliti til fjárstuðnings til þeirra byggð-
arlaga, sem ættu við slík vandamál að etja.
Landnám ríkisins hefur gert áætlun um
stækkun allra búa við ísafjarðardjúp upp
í 400 ærgildi og kostnað við þá framkvæmd.
Slíkar áætlanir þarf að gera víðar.
Landnám ríkisins veitir á þessu ári fjár-
stuðning til tveggja grænfóðurverksmiðja
í einkaeign, en gerð hefur verið áætlun um
3 aðrar verksmiðjur, þar sem gert er ráð
fyrir, að ríkið greiði allan stofnkostnað.
í undirbúningi er ný reglugerð um út-
flutning hrossa, þar sem gert er ráð fyrir
flokkun, mati og ákvörðun lágmarksverðs.
Þá mun vera í undirbúningi hjá ríkisstjórn-
382
F R E Y R